Vikan


Vikan - 03.04.1980, Qupperneq 10

Vikan - 03.04.1980, Qupperneq 10
Páskaundrið GUNNLAUGUR A. JÓNSSON Sanna Tórínó-líkklse upprisu Jesú Krists? Úpprisan er grundvöllur kristinnar trúar „Ef Kristur er ekki upprisinn, þá er ónýt prédikun vor, ónýt líka trú yðar.” Þannig kemst Páll postuli að orði í fyrra bréfi sínu til Korintumanna. Upprisa Krists hefur þannig frá upphafi verið þungamiðjan í boðun kristinnar kirkju, sá grundvöllur sem kirkjan i raun stendur og fellur með. Forsenda kristinnar trúar er sú að maður að nafni Jesús, er lifði á tilteknum stað og tilteknum tíma í sögunni, sé meira en maður sem lifði á tilteknum tíma í sögunni: Hann sé opin- berun hinsta leyndardómsins í tilveru mannsins. Kenningin um upprisu Krists hefur á öllum tímum hneykslað vantrúaða og fjölmargir þeirra sem dá Jesúm frá Nazaret sem siðferðilega fyrirmynd og trúarlega hetju, líta á kenninguna um upprisu hans sem hreina fjarstæðu og upplýstum mönnum ekki bjóðandi. Sönnun fyrir upprisunni? Er það hugsanlegt að þessir vantrúuðu aðilar eigi nú kost á sönnun fyrir páskaundrinu sem nefnt hefur verið svo, sönnun fyrir því að Kristur hafi risið upp og þar með tekið af öll tvímæli um eðli sitt? Þótt það sé viðtekin venja að svara þessu á þá leið að þessi einstæði atburður, sem kristnir menn telja vera — verði aldrei sannaður með vlsindalegum aðferðum, hann hljóti alltaf að verða viðfang trúarinnar, þá fer þeim nú stöðugt fjölgandi sem telja sig hafa fengið sönnun, kannski ekki sönnun I strangasta vísindalega skilningi en sönnun sem þeim nægir algjörlega og visindin hafa a.m.k. ekki getað afskrifað þrátt fyrir ýtarlegar rannsóknir. Þau „sönnunargögn” sem hér um ræðir eru Tórínó-líkklæðin svonefndu, sem kölluð eru af ltölum „Santa Sindone” eða heilög líkklæði. Þvi er sem sé haldið fram fullum fetum að líkklæði Jesú séu enn til og varðveitt i dómkirkju heilags Jóhannesar skírara i Tórínó á Itallu. Fjarstæðukennd hugmynd Sjálf hugmyndin um að líkklæði Jesú hafi varðveist fram á okkar daga virðist mjög fjarstæðukennd. En hitt virðist enn fjarstæðukenndara að þessi líkklæði hafi að geyma svipmynd af Jesú eins og hann lá I gröfinni, mynd sem orðið hafi til á óskiljanlegan hátt. Þessu er engu að síður haldið fram og það af mönnum sem verða kenndir við allt annað en trú- girni. Breski sagnfræðingurinn Ian Wilson segir mjög varfærnislega í inngangi að bók sinni, The Turin Shroud, að hafi Jesús I raun og veru skilið umrædd klæði eftir þá séu þau einstæð sönnun fyrir lífi hans, píslum og jafnvel upprisunni. Við lestur bókar Wilsons kemur í Ijós að hann er þeirrar skoðunar að hér sé um líkklæði Krists að ræða og að þess sé tæpast langt að bíða að menn viður- kenni þau almennt sem slik og að þau séu nánast sönnun fyrir upprisu Krists. Sjálfur var Wilson guðleysingi er hann hóf rannsóknir á sögu líkklæðanna. Núna játar hann rómversk kajxMska trú. Svipmynd af Jesú? Á líkklæðum þeim sem hér um ræðir er að finna svipmynd af mannslíkama, sem haft hefur þyrnikórónu á höfði og sár að því er virðist eftir nagla bæði á höndum og fótum. Önnur sár eru merkjanleg á líkamanum og koma þau heim og saman við það sem guðspjöllin segja um krossfestingu Jesú. Likklæði þessi geta sannanlega verið frá tímum Jesú og sýnt hefur verið fram á með efnafræðilegum rannsóknum að þau hafa á einhverju tímaskeiði verið I Pale- stinu. Meginástæða þess að klæði þessi hafa ekki fyrr en á síðustu árum hlotið þá athygli sem þau verðskulda er annars vegar sú að myndin á klæðinu varð ekki fyllilega Ijós fyrr en með tilkomu ljós- myndatækninnar, því hún kemur ekki fullkomlega I ljós fyrr en á „negatífri” Ijósmynd, og hins vegar það að gæsla klæðanna hefur verið mjög ströng og þau aðeins sýnd opinberlega einu sinni á 10 Vikan 14. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.