Vikan


Vikan - 03.04.1980, Side 15

Vikan - 03.04.1980, Side 15
Heimilisfaðirinn stjórnar máltíðinni. Hann les páska- frásögnina í Mósebókunum, brýtur ósýrðu brauðin og útdeilir víninu, en meðan á máltíð stendur drekka allir fjórum sinnum glas af víni til að minna á frelsun og útvalningu Guðs á þjóð ísraels. Allir gleðjast og syngja saman gömlu sálmana við kertaljós. Páskahald kristinna manna Helgihald kristinna manna í Jerúsalem er til minningar um píslardauða Jesú og upprisu. Frá öllum heiminum koma kristnir pílagrímar til borgarinnar. Þar minnast þeir þessara atburða og skoða staðina þar sem þeir raun- verulega gerðust. Hátíðin byrjar á pálmasunnudag með göngu sem gengin er frá Betfage fyrir austan Jerúsalem yfir Olíu- fjallið, niður í Kedrondalinn og inn í Jerúsalem. í Betfage fundu postularnir ösnuna með folann sem Jesús reið á og segir frá í Matteusarguðspjalli. Allir sem taka þátt í göngunni bera pálma- greinar til minningar um það sem fólk gerði er Jesús reið inn í Jerúsalem. Um þetta segir í 21. kafla Matteusarguðspjalls: — „En allur þorri mannfjöld- ans breiddi yfirhafnir sínar á veginn, en aðrir hjuggu lim af trjánum og stráðu á veginn. En mannfjöldinn, sem fór á undan honum og fylgdi á eftir, hrópaði og sagði: Hósanna Davíðs syni! Blessaður sé sá, er kemur í nafni Drottins! Hósanna í hæstum hæðum.” Hver þátttakendahópur syngur alla leiðina sálma á sínu | móðurmáli. Síðastir í göngunni eru munkar, prestar og biskupar. Á dögum Jesú var i aðalinngangurinn að musteris- ! svæðinu um Gullna hliðið og i inn um það reið hann á fyrsta ! pálmasunnudaginn meðan lýðurinn hrópaði hósanna. Nú er aftur á móti farið um Stefáns- hliðið sem dregur nafn sitt af því að þar var Stefán píslarvottur grýttur fyrir að hafa talað gegn musterinu og lögmálinu. Áfram segir í guðspjallinu: „Og er hann kom inn í \ Jerúsalem, komst öll borgin í ; uppnám og sagði: Hver er þessi? ' En mannfjöldinn sagði: Það er ■ spámaðurinn Jesús frá Nazaret í i Galíleu.” Gengið er inn í St. Önnu klaustrið. Það er byggt til j minningar um Önnu, ömmu Jesú. Talið er að hún hafi búið á þessum stað í Jerúsalem, er hún ; ól Maríu guðsmóður. I Vegur þjáningarinnar Á föstudaginn langa og ; reyndar alla föstudaga árið um ; kring minnast kristnir menn 1 þjáningargöngu Jesú með göngu eftir Via Dolorosa, en j svonefndu krossfarar veginn frá i Antóníusarkastala norðan við j musterið og út til Golgata. Þeir : leituðust við að þræða þennan ; veg og höfðu þá píslargöngu j Jesú í huga hverju sinni. Via j Dolorosa er og verður helgust j gata i heimi hér. Göturnar eru þröngar og j mannþrengsli mikil. Allir vilja ! komast sem næst krossinum sem ! 14. tbl. Vikan 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.