Vikan


Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 25

Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 25
Þýtt: Emil örn Kristjánsson. hvað hún var að gera þegar hún hljóp á milli aðdáenda sinna með kreppta hnefa. Hún mátti ekki láta þennan hræðilega hr. Hannaford sjá hvað var að gerast — öll rómantik atviksins myndi að eilífu hverfa ef foreldrum þeirra yrði sagt að þeir hefðu verið að slást. Þegar allt kemur til alls, hugsaði Kate ánægð með sér, þar sem hún stóð nú á brúnni, þá var það rómantiskt að tveir myndarlegir piltar slógust mín vegna. Svo hún hafði skilið þá. Tvö eldrauð andlit horfðu á hana. Blóð lak úr vör Dereks og auga Ronalds var bólgið. En blóðið hafði mest áhrif. „Ó, þú ert meiddur, Derek!" Hún hafði tekið utan um hann og hann hafði gripið tækifærið, eins og honum var eðli- legt, og látið sig falla niður á jörðina hjá henni. Þar gróf hann andlit sitt í kjöltu hennar og faldi sigursvipinn. Það varð til þess að viðkvæmt hjarta hennar lét undan og hann átti hana. „Já, jæja... ” Kate andvarpaði og reyndi að bægja frá sér hugsuninni um gjaldþrotið og dauða Dereks í flug- slysinu þegar hann reyndi að flýja land. Hún vissi að hún var hérna í dag til þess að taka við bónorði Ronalds. Ekki að hann hefði sagt neitt —ekki enn. En hún þekkti hann. Hún mundi eftir honum og háttum hans frá því að þau voru unglingar. Á hverri stundu myndi hann bera upp bónorðið — með réttum orðum og á réttum tíma. Og hann byggist við réttri ákvörðun hennar, það er að segja að hún segði já. Hún þagði nokkra stund. „Við skulum koma að býlinu.” „Ef þú vilt. Tröðin er furðanlega skýr eftir að hafa verið í tuttugu ár undir vatni.” Þau gengu af brúnni og í átt að rústunum. „Já, en hún var notuð svo lengi — lík- lega í aldir.” Kate varð skyndilega sneri sér við og leit aftur til brúarinnar. Hún heyrði barnshlátur.. . . var það ekki? „Kate, hlustaðu nú á mig,” sagði Ronald ákveðinn og hún vissi að nú var stundin runnin upp. Hræðilegur efa- blandinn ótti læddist að henni og hana langaði mest til þess að flýja en hann tók í hönd hennar og hún komst ekkert. „Kate, ég veit að þú elskar mig ekki. Það hefur alltaf verið Derek, allt frá fyrstu tið. Ég vissi það þá og ég veit það núna. En nú er Derek horfinn á braut og því hef ég annað tækifæri. Ég bið þig að gera mér þann heiður að giftast mér, Kate. Nei, ekki svara mér strax, hlustaðu fyrst á mig.” Hún starði sljó í augu Ronalds. Hún vissi að hann var álitlegur fengur fyrir konu, sérstaklega konu sem var ein, var að nálgast miðjan aldur og hafði ekkert til að bera nema viðkvæmt hjarta og fjörugt ímyndunarafl. eftir Christina Green Draumar horfmna daga Já, hún hafði valið Derek, þann myndarlega, þann rómantíska. Núna, þegar hún leit um öxl, vissi hún að hún hafði gert rangt. „Ég sagði þér þá að þú værir að taka ranga ákvörðun,” sagði Ronald allt í einu. „Engin skynsemi, engir peningar, enginn metnaður.” „En hann var svo heillandi,” muldraði hún. Ronald fitjaði upp á nefnið. „Heill- andi! Þú mátt kalla þaðsvo, ef þú vilt.” „Já, heillandi. Og hlýr. Og — og hann leit svo rómantiskt á lífið og átti sér hugsjónir.” „Kate rifjaði upp fyrir sér hjónaband sitt með Derek með bland- inni tilfinningu. „Og hvert komst hann á þessum hugsjónum sínum?” Ó, Ronald, hugsaði Kate með sér, vertu ekki svona hvass. Átt þú þér ekkert ímyndunarafl? Upphátt sagði hún: „Ég veit að okkur tókst ekki vel upp — ekki hvað peninga varðar eða framkvæmdir — en við vorum hamingjusöm.” „Þar til hann fór frá þér. Og öllum lánardrottnum sinum og ábyrgðum.” hugsað til alls þess fólks sem i gegnum aldirnar hafði gengið eftir þessum sama stig og þau gengu núna. „Hjarðmenn á bronsöld,” sagði Ronald, hann sá glögglega hvað hún var að hugsa. „Fyrstu kaupmennirnir með burðarklára sína. Námumenn úr tinnámunum með tinið á leið til Chagford...” „Og fjölskyldur," skaut Kate hljóð- lega inn í þegar þau stönsuju við hálf- grafna steinaha.' n*„Bændur,r ’ fjar- hirðar, farandsalar og ferðamenn — og börn á leið niður að læknum til þess að leika sér undir brúnni.” „Býlið var yfirgefið fimm árum áður en ákveðið var að gera þetta að vatns- miðlun,” sagði Ronald. „Ég var að líta yfir nokkur gömul skjöl um daginn og þar sá ég samninginnn ...” Hvar skyldu þau vera núna, börnin* hugsaði Kate með sér. En Ronald leiddi hana yfir grasivaxnar rústirnar að gömlum brunni. „Þessi vegghlaðningur er siðan fyrsti bærinn hér var byggður,” sagði i hann1 ánægður meðsig. „Já,” sagði Kate annars hugar. Hún Hann hafði gengið beint úr skólanum í sveitarstjórnina. Derek hafði bara svifið áfram — rómantísk vera sem hún fylgdi auðmjúk eftir. Ronald hafði unnið, skipulagt og framkvæmt. Hann var nýlega kominn á fimmtugsaldur, fimm árum eldri en hún, hann gegndi lykilstöðu í sveitarstjórn. Hann sat i nefndum, vann sér inn mikið fé, átti hús og bil — en enga konu til jress að deila þessu með. Hvað var hann að segja? Kate reif sig úr hugsunum sínum og hlustaði á rólega biðjandi rödd hans. „Ég get boðið þér upp á gott líf, Kate. Ég á peninga og nokkurs konar stöðu þó að ég viti að það skiptir þig ekki máli.” Hann gretti sig og brosti og hjarta hennar sló örar. Að hugsa sér hana í höllinni hans þar sem hún léki hús- móður fyrir gestkomandi hefðarmenn héraðsins. Nei, þaðgæti hún aldrei gert. „Ég get veitt þér öryggi, Kate. Kemur það ekki í staðinn fyrir það sem ég get ekki veitt þér?" „Veitt.... veitt mér... ?” Allt í einu var svo mikið að gerast að hún vissi ekki almennilega hvað hann átti við. Ronald sleppti hendi hennar og brosti að efasvipnum sem hún var komin með. „Ég þekki takmörk mín, Kate. Ég er ekki myndarlegur, ekki blíður og svo sannarlega ekki heillandi. Það er engin rómantík í steinrunnu hjarta mínu.” Kate var ekki viss um hvort hann var að hlæja að sjálfum sér eða henni. Henni hitnaði og hún varð óstyrk, ein- kennilega þreytt og alls ekki hæf til þess að taka nokkra ákvörðun. En hann beið. „Ég. .. þakka þér fyrir, Ronald. Ég met mikils allt sem þú hefur sagt við mig. Aldrei hvarflaði að mér... ég á viö... ” Henni lá við gráti svo hún færði sig svolítið frá honum. Hún lokaði augunum og sá því ekki þegar hann nálgaðist hana. Hann horfði á móti sól- inni. „Heyrir þú eitthvað, Kate?” „Hvað? Nei, það held ég ekki.” „Barnaraddir. Þarna við brúna, lík- lega að leika sér í læknum.” Hann gekk i átt að brúnni og hún elti, hátt grasið festist í sandölunum hennar. Hún elti hann eftir rykugum stígnum og einkennilegar hugsanir þutu um ringul- reiðina í huga hennar. Það var ekki Ronald líkt að vera með ímyndun, hún var sú sem dreymdi og ímyndaði sér. Þau gengu þegjandi að brúnni, stöns- uðu á henni miðri, hölluðu sér fram á handriðið og horfðu niður í mjóan lækinn. Engin börn. Ekkert nema minningar. Ronald brosti til hennar. „Það var vitleysa í mér. Ég hlýt að hafa ímyndað mér raddirnar.” Þá rann upp ljós fyrir Kate. Jafnvel hinir óskáldlegustu hlutu að eiga sér drauma og fagrar minningar. „Kannski voru það raddir svipa,” sagði hún. „Siðan úr skógarferðinni okkar sem var fyrir löngu.” Hann svaraði henni ekki strax. En þegar hann gerði það var rödd .hans lág, rétt eins og hann væri að tala við sjálfan sig. „Eða draumaraddir, raddir barna sem ég hef alltaf viljað eignast en aldrei fengið.” Kate brá svo við að heyra þetta að hún gat ekki annað en starað. Hún varð vör við hlýju sem hún hafði aldrei gert ráð fýrir að finna hjá honum. Hann hélt áfram: „Það er eitt sem ég hef ekki sagt þér, Kate. Það hefur kannski eitthvað að segja fyrir ákvörðun þína.. .. ég elska þig mjög mikið.” „Hugur hennar fór á fleygiferð en hún sagði ekki orð. Það voru minn- ingarnar aftur. Derek sem átti svo auðvelt með að skjalla og sýna blíðuhót. Ronald, harður og tilfinningalaus. Hvers vegna, ó, hvers vegna hafði hún ekki séð undir yfirborðið þá? Var orðið of seint núna að byrja upp á nýtt? Aftur las hann hugsanir hennar. Rólega og varlega sagði hann: „Ekki flýta þér. Ég hef beðið svo lengi. Ég get beðið eilítið lengur. Hugsaðu um það. 14. ttol. Vlkan Z5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.