Vikan


Vikan - 03.04.1980, Page 32

Vikan - 03.04.1980, Page 32
Fljótlegt gott og fallegt Spæld egg þurfa ekki endilega bara að vera spæld egg. Þau er nefnilega hægt að matreiða á ýmsa vegu og skreyta þannig að úr verði smáréttir sem hæfa myndu í veglegustu veislum. Hér á síðunum eru 11 hugmyndir um hvernig matreiða má spæld egg. Með papriku og lauk Látið lauk og paprikuhringi steikjast léttilega á pönnu í smjöri. Takið af pönnunni, spælið eggin cjg látið paprik- una og laukinn á hvituna þegar hún er orðin hálfstíf. Skreytist með steinselju. Að hætti suðrænna sveita- manna Skreytið með smjörsteiktum tómathringjum og ólívum. Stráið „Herb de Provence” yfir en það er krydd sem samanstendur af timian, salviu, rosmarin og basilikum. Egg og beikon, hin sígilda samsetning 1 stað þess að setja þeikonsneiðarnar heilar skerum við þær í strimla því þá er auðveldara að borða þær. Skreytist eins ogsést á mynd. Spæld egg Með pylsum Þið ráðið því hvaða gerð af pylsum þið notið, en við mælum með sem minnstum og helst þurfa þær að vera bragðsterkar. Súr-sæt paprika er gott meðlæti. Með rækjum Tvær pillaðar rækjur tjl niðursneitt salatblað. Ágætt! hliðar og 32 Vikan 14. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.