Vikan


Vikan - 03.04.1980, Qupperneq 35

Vikan - 03.04.1980, Qupperneq 35
Popp McCartney: BRAUTRYÐJANDI ENN í FULLU FJÖRI Þorgeir Ástvaldsson Ef rekja ætti feril McCartney allt frá æskudögum i Liverpool, þegar samstarf Bítlanna hófst snemma á síðasta áratug til dagsins í dag yrðu þéttskrifaðar blaðsíðurnar fleiri en ein og fleiri en tvær og einkenndust eflaust af upptalningu fremur en frásögn. Fáir, ef nokkrir popptónlistarmenn, geta státað af jafnmikilli velgengni og stöðugum vinsældum og McCartney. Hann var eins og kunnugt er annar af tveimur burðarásum the Beatles, sem öðrum hljómsveitum fremur skóp þá popptónlist, sem þekkt er í dag og olli miklum breytingum í fari æskufólks um heim allan á áratugnum 1960-1970. Hér er með öðrum orðum átt við svonefnt Bítlaæði og verður það ekki tiundað frekar hér. Þessi mynd er ein af þeim siðustu, sem teknar voru af Bitlunum áður en leiðir skildu kríngum 1970. Útgefendur og höfundar metabókar McGuiness heiðruðu Paul McCartney 24. okt. 1979. Enginn maður, sem starfað hefur á tónlistarsviðinu fram til þessa hefur jafnoft verið heiðraður. McCartney hlaut þvi nafnbótina „The most honoured man in music”. Er það mál McGuiness-manna, að það met eigi lengi eftir að standa, nýr handhafi er a.m.k. hvergi i sjðnmáli. Þótt McCartney sé ágætur hljóðfæra- leikari og söngvari er hann fyrst og fremst frábær lagahöfundur og útsetjari. Eftir hann liggja mörg hundruð laga- smíðar, sem margar hverjar geta talist sígildar og hafa gegnum árin verið teknar til flutnings og hljóðritunar af ótöldum listamönnum. Á laga- smíðunum einum gæti McCartney lifað góðu lífi, en hann ætlaði sér ekki að lifa einungis á frægðinni og er sá Bítillinn, sem mest hefur látið að sér kveða eftir að the Beatles slitu samskiptum kringum 1970. Hann stofnaði hljómsveitina Wings árið 1973 ásamt konu sinni Lindu og gítarleikaranum Dennis Laine og hefur sá kjarni haldið hópinn allt fram á þennan dag. Ýmsir aðrir hljóðfæra- leikarar hafa verið kallaðir til samstarfs en þeir tollað stutt i vistinni enda þykir McCartney ráðríkur stjórnandi og vill ráða ferðinni í einu og öllu. Alls eru plötur hljómsveitarinnar orðnar 5 að tölu og hafa allar hlotið mjög góðar viðtökur — nú síðast „Back to the egg,” sem kom út í fyrra. McCartney hefur tekist að halda fjölskyldulífi sinu aðgreindu frá spila- Hljómsveitin Wings, sem oröiö hefur fyrir tíðum mannabreytingum siðustu árin. Kjarni hljómsveitar- innar hefur þó verið hinn sami frá upphafi þ.e. McCartney, annar frá vinstri, Linda kona hans fyrir miðju og Dennis Laine annar frá hægri. mennskunni og á sveitasetur í Skotlandi. Þar, fjarri skarkala heimsins, dvelur hann öllum stundum I faðmi fjölskyldunnar, sem hann er ekki á þeytingi með hljómsveit sína heimshorn- anna á milli. Samkvæmislíf stórborg- anna á ekki við hann og lætur hann öðrum stórstjörnum poppsins eftir að stunda það. Fyrir rúmu ári gerði McCartney samning við Capitol hljómplötufyrir- Bitlarnir I fullum skrúða. Mynd þessa er að finna á umslagi plötunnar „Sgt. Pepper Heart Club Band” sem út kom árið 1967. Talin ein besta poppplata allra tíma. tækið, sem kveður á um fimm hljóm- plötur á næstu árum svo enn er langt í land að kappinn setjist i helgan stein. Þessa dagana vinnur hann að gerð hljómplötu, þar sem hann einn sér um allan hljóðfæraleik og er sú plata væntanleg á markaðinn í maí nk. 14. tbl. Vikan 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.