Vikan


Vikan - 03.04.1980, Page 42

Vikan - 03.04.1980, Page 42
Freus-Figueretes Mjög vel staðsett lítið íbúðarhús, ca 500 m frá Lido. íbúðirnar eru innréttaðar í Ibizastíl. Skammt er í verslanir, matsölustaði og á ströndina. Lido-Figueretes Glæsileg ibúðablokk í um það bil 2 km fjarlægð frá miðborg Ibiza. Húsið er nýlegt og er staðsett við strönd. íbúðirnar skiptast í: stofu, svefnherbergi, bað, eldhús og svalir. Í Lido er gestamóttaka, matsalur, vínstúka, verslanir og leikaðstaða fyrir börn er á ströndinni. Einnig er stór og góð sundlaug með afmarkaðri barnalaug. Stuttur gangur er út á lengstu ströndina á eynni Playa de’n Bossa 4 km löng. Þar eru bátaleigur, siglingaskólar, stökkbretti (trambolin), sjóskíðaleigur, barir o.fl. Penta Club Er staðsett 4 km frá San Antonio öðrum stærsta bænum á eynni. Þessi sérstaki staður er réttnefndur ferðabær (staður allsnægtanna). Þar er fyrir hendi allt sem ferðamaðurinn óskar. Til dæmis: fallegt umhverfi, 3 sundlaugar, barnaleikvöllur, tennisvellir, hestaleiga, borðtennis, fönduraðstaða, mini golf, vinstúkur, cafetería, matsölustaðir, verslanir, diskótek, hárgreiðsluþjónusta, læknishjálp og fleira. Öll gisting er í íbúðum allt frá „studio” upp í 3ja herbergja hús með stórri stofu og góðu eldhúsi. Um 5 mínútna gangur er niður á ströndina í tvær litlar og notalegar sandvíkur. Penta Club er tilvalinn staður fyrir barna- fólk og þá sem kunna að meta það að hafa ávallt eitthvað fyrir stafni, jafnhliða því að njóta hvíldar í sérlega fögru og skemmtilegu umhverfi. Athugið: Öll verð eru áætluð miðað við verðlag þann 1. mars 1980 og breytast í samræmi við þær verðbreytingar, sem kunna að verða á seldri þjónustu, til brottfarar- dags, hvort sem verðbreyting stafar af breytingum á fargjöldum, eldsneytishækkun, gengi ísk krónunnar, eða þeirrar þjónustu sem innifalin er í áætluðu verði ferðarinnar. Sértilboð vikuferðir Vikuferðir til Mallorca og Ibiza verða á boðstólum í sumar. Verð frá kr. 150.000. — Aðeins er hægt að bóka slíkar ferðir með vikufyrirvara og farþegar munu gista í þeirri íbúðargistingu, sem völ er á við brottför.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.