Vikan - 03.04.1980, Qupperneq 56
Páskasiðir
SUNGIÐ
OG
DANSAÐ
w
A
GÖTUNUM
Ég man eftir að hafa sótt eina sem barn
og það var heilmikil áreynsla. Kirkjan
var troðfull af fólki, engir bekkir til að
sitja á heldur stóð það eða baðst fyrir á
hnjánum. Það var svo loftlaust þarna að
fólk náði varla andanum. En það sem
helst eimir eftir af hinu gamla páska-
haldi er mikið skemmtanahald á páska-
dag, sérstaklega í sveitum landsins. Því
fylgir mikil vodkadrykkja og varla
þverfótað á götunum fyrir fólki sem
syngur og dansar.
Og við báðum Lenu um að gefa okkur
uppskrift að páskabrauði sem enn
einkennir páskana í Sovétríkjunum:
PÁSKABRAUÐ
1 kíló hveiti
1 1/2 glas af mjólk (miðað er við stórt
vatnsglas)
6egg
300 g smjörlíki eða smjör
1 l/2glassykur
50 g pressuger
lítil teskeið salt
150grúsínur
50 g súkkat
50 g möndlur, gróft saxaðar
1 bréf af vanillusykri
eða stór teskeið af kardimommum
Pressugerið er leyst upp í volgri mjólk
eða um 35 gr heitri. 1/2 kílói af hveiti
bætt í, blandað vel og hnoðað í íláti eða
hrærivél með hnoðara. llátinu lokað og
látið bíða á hlýjum stað þar til deigið
hefur tvöfaldast (40-60 mín.). Salti,
eggjarauðum, sykri, bræddu smjöri,
þeyttum eggjahvítum og afgangi
hveitisins bætt út í. ílátið aftur geymt á
hlýjum stað uns deigið hefur tvöfaldast.
Nú er rúsínum, súkkati og möndlum
bætt í og blandað vel saman. Deigið sett
I vel smurt mót eða dós, stráð raspi eða
hveiti. Smurður smjörpappír hafður á
botninum.
Fyllið mótið eða dósina að einum
þriðja og látið deigið lyfta sér á hlýjum
stað, diskaþurrka breidd yfir. Síðan er
deigið bakað við 175-180 gr hita í 50-60
min. Best er að athuga með prjóni hvort
það er fullbakað. Ef það vill dökkna of
fljótt má breiða smjörpappír yfir mótið.
JÞ
S6 Vikan 14. tbl.
©
MYNDSMIÐJAN
Smiðjuvegi 9, Kópavogi,
sími4 55 33
Tímapantanir milli 13 og 17.
MINNINGIN
ER í MYNDINNI
FÚLGIN
Barna- og fjölskyldumyndir
Fermingarmyndir
Brúðkaupsmyndir
Tækifærismyndir
Aug/ýsinga- og
iðnaðar/jósmyndun