Vikan


Vikan - 03.04.1980, Qupperneq 62

Vikan - 03.04.1980, Qupperneq 62
Framhaldssaga Patricía Johnstone: I leitac lífðjafa Leit Karen ekki betur út nú í kvöld? Það virtist vera meiri roði í kinnum hennar og augun voru bjartari. Var heimskulegt að vonast til að sjá árangur svo snemma? „Hr. Blake líður ágætlega, þakka þér fyrir,” sagði frú Tyndall. Við hliðina á henni var bolli með köldu tei og henni varð lítið ágengt með vélritunina þenn- an morguninn. „Ég heiti hr. Jennings.” Rödd mannsins í símanum var vingjarnleg. Hann bætti við: „Frá PTV. Okkur vantar upplýsingar um fæðingardag og ár hr. Blakes og ég er viss um að þú getur hjálpa mér.” „Hann er þrjátíu og fjögurra ára.” Hún hafði oft þurft að svara spurning- um um aldur Peters áður. „Jæja. Og fæðingardagurinn?” „Ég er hrædd um að ég viti það ekki. Það hefur enginn spurt um fæðingardag- inn áður. „Hr. Blake er ekki til viðtals i augna- blikinu en ég gæti látið hann fá skilaboð frá þér og beðið hann um að hringja í þig . . .” „Það er alveg óþarfi að vera aðgera veður út af þessu. Við viljum aðeins fá uppgefinn fæðingardag lians og fæðing- arstað og það ætti sennilega að vera skráð í skýrslunni. Við viljum ekki vera að ónáða hr. Blake að óþörfu." C'hris Jennings virtist bæði vera vingjarnlegur og skynsamur. „Ég held að hann sé sofandi í augna- blikinu.” Hún þurfti að fara með bréf upp til hans en hún vildi ekki trufla hann fyrr en eftir hádegið. „Augnablik, hr. Jennings. Ég get ef til vill hjálpað þér.” Hún lagði sim'tólið frá sér, gekk að skjalaskápnum og opnaði eina skúffuna. Það var auðvelt að finna upplýsingam- ar. Skýrslurnar um gefendurna voru ein- mitt geymdar inni hjá henni. Hún hugsaði málið sem snöggvast. Nei, hún gat ekki séð að það gæti verið rangt á neinn hátt að gefa slíkar upplýs- ingar. Hún tók aftur upp tólið. „Tólfta maí, nitján hundruð fjörutíu og þrjú,” sagði hún. „Og fæðingarstaðurinn er Hanthorpe, Surrey.” „Þakka þér kærlega fyrir.” „Það var ekkert, hr. Jennings.” Hún lagði tólið aftur á, leit óþolinmóð á tebollann og ákvað að drekka teið þó að jrað væri orðið kalt. Eftir að hún var búin að fá sér tvo sopa eða svo hringdi síminn aftur. Þetta var óendanlega langur dagur fyrir Janet. Dr. Muir hafði komið aftur inn um hádegið. Karen hafði sofnað en frekar óvært. Frú Halstead hafði farið inn í íbúð Janetar til að hvíla sig. Janet sjálf, sem ekki virtist geta orðið þreytt, sat enn við rúmið. Seint um daginn kom dr. Muir inn með yngri lækni. Hann skoðaði Karen, brosti og kleip hana í kinnina. „Þú getur farið á fætur á morgun," sagði hann. „Ég vil fara heim, "sagði Karen. Hún hafði verið hálfgeðvond þennan dag. „Þetta mun ekki taka mikið lengri tíma,” sagði dr. Muir. Frú Halstead var nú komin inn aftur og hún leit á dóttur sína. Það var ekki hægt að útskýra fyrir fimm ára barni hve langur tími tvær vikur væri. Og fyrir Janet sjálfa myndu tvær næstu vikurnar ekki verða mældar á eðlilegan hátt. Janet gekk ásamt læknunum að dyr- unum. „Enn sem komið er lítur allt vel út,” sagði hann lágt. „Ég vildi að ég gæti leyft henni að fara heini en við þurfum enn að fylgjast vel með henni.” „Ég veit það,” sagði hún. „Allt í lagi, góða mín.” Hann horfði athugull á hana. „Hvíldu þig nú. Móðir þín er hér. Farðu út og fáðu þér göngu- ferð.” Hann gat auðveldlega séð þreytu- merkin í andliti hennar. Þegar hann var farinn sagði frú Hal- stead nokkurn veginn það sama. „Farðu nú, Janet. Við Karen ætlum að fara í spurningaleik og á eftir fer hún að sofa.” Peter hafði sofið allan morguninn i ibúðinni og hann var vel úthvíldur jtegar hann vaknaði. Er hann hafði snætt hádegisverð fór hann i gönguferð en hann hugsaði aðeins um Janet og Karen. Frú Tyndall hafði fært honum bréf frá Owen þennan sama dag og önnur bréf frá vingjarnlegu fólki sem hann þekktiekki. Komdu aftur eins Jljótt og þú getur. hafði Owen skrifað. Viösöknum þín öil. Ástralía virtist eitthvað svo fjarlæg núna. Hugsunin um vinina þarna syðra og vinnuna gátu enn komið honum í betra skap en sterkastar tilfinningar bar hann samt sem áður til Janetar og barnsins hennar. Hann vildi ekki hugsa um neitt annað — ekki einu sinni Susan — ekki enn. Hann hélt aftur til íbúðar sinnar, fékk sér bjór og hlustaði á útvarpið. Nokkru síðar var bankað á dyrnar og hann stóð upp til að opna. Janet stóð í dyrunum en það leið nokkur stund án þess þau segðu nokkuð. Allt í einu fann hann til óstjórnlegrar verndartilfinningar. „Þetta gekk bara nokkuð vel, ekki satt?” sagði hann lágt. Hún kinkaði kolli. Andlit hennar var þreytulegt og stíft. Án þess að segja orð breiddi hann út faðminn og hún kom til hans og hallaði höfðinu að öxl hans. Hann vissi að hún var sér ekki alveg meðvitandi um návist hans. Hún þurfti aðeins á honum að halda í augnablikinu til að halla sér að. Það var þægileg tilfinning að vera sér þess meðvitandi að einhver þurfti á manni að halda. Hann leiddi hana inn og lét hana setj- ast niður. „Hvernig líður Karen núna?” spurði hann. „Hún sefur. Mamma er farin heim. Hún var töluvert þreytt.” „Hvenær á ég að koma og heilsa upp á hana á morgun?” „Þá verður hún aftur komin inn í leik- herbergið. Þú getur komið hvenær sem er eftir morgunverð. Ég býst við að það sé best að þú komir sem fyrst. Hefurðu einhverjar aðrar áætlanir?” „Áætlanir?” „Ætlarðu að fara eitthvað? Nú ert þú búinn að gegna þínu hlutverki. Þú getur farið frá sjúkrahúsinu hvenær sem þér þóknast.” „Nei,” sagði hann hægt. „Ég hef ekki gert neinaráætlanir.” Hann hafði ekki einu sinni hugsað um þetta en auðvitað hafði hún rétt fyrir sér. Allir myndu búast við þvi að hann færi eitthvað. Hann var frjáls ferða sinna þangað til dr. Muir hefði fengið að vita vissu sina um hvort aðgerðin hefði tekist í þetta skiptið eða ekki. „Þú ættir að ferðast um og njóta þess að eiga frí.” Rödd hennar var liflaus. „Það er langt síðan þú hefur verið í Bret- landi.” „Janet, ég er ekki i neinu skapi til að fara í skemmtiferðir. Ég vil heldur vera hér og sjá hvernig gengur með Karen og vera hjá þér.. .” Hann langaði næstum til að hrista hana, fá hana til að skilja þessa nýju til- finningu á milli þeirra. En erfiðið og spennan hafði deyft allar tilfinningar hennar og hún var nú fjarlægari honum en nokkru sinni. Hún brosti dauflega til hans. „Auðvitað viljum við miklu heldur að þú sért hér. En það getur ekki verið sér- lega skemmtilegt fyrir þig.” „Ef ég má ráða vil ég heldur vera hér.” Hann gekk að stólnum þar sem hún sat og kyssti hana blíðlega á ennið. „Það verður lika einhver að líta eftir þér,” sagði hann. „Og i kvöld legg ég til að þú 62 Víkan 14. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.