Vikan


Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 66

Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 66
Framhaldssaga morgun. Farðu nú snemma í rúmið og reyndu aðsofa vel.” Þegar hún var farin lagði Janet svalar hendur sínar að vöngum sinum og studdi fingurgómunum á augnalokin. Hvers vegna var allt að verða svona flókið? Var Peter ástfanginn af henni? Var Karen orðin honum of tengd? Hún vissi það ekki. Allt sem hún vissi á þessari stundu var að það var dásam legt að hafa einhvern til að deila byrðinni með. Oft höfðu þau sýnt hvort öðru blíðu- hót. Það hafði einnig komið fyrir að sú tilfinning að hafa handleggi hans um sig, að finna að hún tilheyrði einhverjum á einhvern undarlegan hátt, hafði veitt henni frið sem hún hafði hvergi getað fundiðannars staðar. Hún varð einhvern veginn að þrauka þetta timabil hvernig svo sem hún færi að þvi. Hún þurfti á hjálp Peters að halda. Hún gat ekki hugsað þá hugsun til enda hvort hún væri að færa sér til- ifinningar hans í nyt, hvort hún væri réttlát gagnvart honum, Karenu eða jafnvel henni sjálfri. Nei, hugsaði hún óþolinmóð. Hvernig sem allt færi yrði framtíðin að leiða í Ijós hvað gerðist milli hennar og Peters. Janet andvarpaði og fór út úr íbúð- inni. Hún gekk hægt í áttina að sjúkra- deildinni. Karen hefði átt að vera komin i rúmið og sofnuð en hún lék sér af fullu fjöri á náttfötunum uppi í rúminu með kengúr- una sem Peter hafði gefið henni. „Heyrðu mig! Það er bannað að hoppa,” kallaði Janet i gegnum gagnsætt einangrunartjaldið sem umlukti rúmið. „Þú ert engin kengúra.” „Ég er kengúra!” Hún hoppaði hlæj- andi í rúminu til að sanna mál sitt. Janet brosti. Það gat verið erfitt að hafa hemil á Karenu þegar þessi gállinn var á henni og þetta hlaut að vera góðs viti? Lxit Karen ekki betur út nú í kvöld? Það virtist vera meiri roði í kinnum hennar og augun voru bjartari. Var heimskulegt að vonast til að sjá árangur svo snemma? Tvær vikur, vina min, hafði Samuel Muir sagt. Fyrrgetum við ekki búist við árangri. Hann talaði um blóðvefi og blóðkorn. Hann hafði átt við úrslit rannsóknanna á rannsóknarstofunni. Hann vildi vita vissu sína áður en hann segði neitt ákveðið. En Janet varð einhvern veginn að þrauka þetta biðtimabil. Það hafði stundum gerst áður, jafnve! meðan Karen var kornabarn, að hún hafði haldið sig sjá einhver batamerki þrátt fyrir vitnisburð læknanna. Hún hafði alltaf haft rangt fyrir sér. Hún hafði alltaf orðið að viðurkenna það. Og nú var hún aftur orðin óþolinmóð að biða eftir svari. Hún stóð við rúmið og horfði á Karen. Hún litur betur út, hugsaði hún. Peter bankaði á dyrnar að ibúð Janetar seinna um kvöldið og beið þess ekki að hún opnaði. „Halló þarna,” sagði hann. „Hvernig gengur?” Hún leit upp frá borðinu með penn- ann í hendinni og brosti. „Ég held að þetta gangi vel.” „Er hún sofandi?” „Já. Ég ætla aðeins að klára að skrifa þetta bréf til Chris og þakka honum fyrir þessi dásamlegu blóm.” Hún skrifaði síðustu setninguna, braut saman bréfið og seildist eftir umslagi. „Förum eitthvað út,” sagði Peter. Hann gekk órólega um gólf og virtist vera allt of stór fyrir þetta litla herbergi. „1 gönguferð?” „í ökuferð.” Hann brosti. „Ég tók bíl á leigu í dag.” „Ó, það væri dásamlegt að fara í öku- ferð!” „Við skulum fara eitthvað langt í burtu. Á einhvern opinn og eyðilegan stað.” „Ekki of langt,” flýtti Janet sér að segja. „Ekki meira en klukkustundar akstur, Peter, ekki fara lengra.” „Ég er aðeins bílstjórinn,” sagði Peter rólega. „Þú gefur fyrirmælin.” Þau héldu út að bílnum og hann setti hann í gang. Hún settist við hliðina á honum og hugsaði sig um augnablik. „Opinn og eyðilegan stað . .. Ég býst við að besti staðurinn sem við getum fundið sé Hampstead Heath,” sagði hún. Hún sagði honum í hvaða átt hann skyldi aka og hann hélt út í umferðina. „Þú ert ekki hrifinn af London, Peter, er það?” Hann svaraði henni ekki strax. Hann starði á bílana fyrir framan þau. Myndi Janet alltaf finna á sér allt það sem hann reyndi að leyna í fari sínu? Hvernig gat hún fundið svona lagað á sér? spurði hann sjálfan sig. Hann hafði aldrei gefið í skyn hve mikið hann hataði þennan stað og þó virtist hún vita það. „Hvers vegna heldurðu það?” spurði hann kæruleysislega. „Ástraliumenn eru yfirleitt svo \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.