Vikan - 03.04.1980, Side 78
iPósturinn
Eiginlega með 13 ára og hrifin
tveimur strákum af einum strák,
og svo er einn... en ...
Ráðagóði Póstur!
Ég er i vanda stödd og ég veit ekki
hvað ég á að gera svo mér datt i hug
að leita til þín.
Það er þannig að ég er eiginlega með
tveimur strákum, bæði strák sem ég er
búin að vera með í tæpt ár og einnig
strák sem ég var að kynnast. En ég get
ekki sagt þeim fyrrnefnda upp.
Svona getur þetta ekki gengið, ég er
alveg að deyja úr áhyggjum og
vandrœðum. En þú getur ekki sagt mér
að gleyma þeim síðarnefnda þvi það
get ég ekki.
Og svo er annað. Það er strákur sem
ég var einu sinni með sem pínir mig i
hvert skipti sem við hittumst vegna
þess að ég vil ekki byrja með honum
aftur.
Hvað á ég að gera til að losna við
hann? Hvað á ég að gera? Ég dey ef ég
fœ ekki svar strax.
Og svo, hvað ert þú gamall, gömui?
Hvernig er stafsetningin?
Ein að deyja úr áhyggjum.
Væri ekki happadrýgst að losa sig við þá
alla þrjá og snúa sér að öðrum verkefn-
um? Þú hefur greinilega ætlað þér of i
samskiptum við hitt kynið og veitir
sannast sagna ekki af því að taka þér
hvíld um tíma. Ekkert liggur á og þegar
þér finnst þú hafa öðlast nægan styrk og
munir ráða við atburðarásina verður
heimurinn ennþá fullur af bæði strákum
og körlum — af öllum hugsanlegum
stærðum og gerðum. Þegar hætta er
orðin á því að svona vandamál valdi
andláti viðkomandi — eins og þú lætur
að liggja — er mál að linni.
Pósturinn er á óræðum aldri.
Hœ, hœ, kœri Póstur!
Éger 13 ára og ég er hrifm af
einum strák, en það er önnur stelpa
jafngömul og ég sem er hrifm af
honum líka. Hvað á ég að gera til að
losa mig við hana svo ég geti reynt að
halda áfram I friði?
Svo jxtrf ég að spyrja þig annarrar
spurningar: Ég veit ekki hvort hann er
hrifinn af mér, hvernig á ég að spyrja
hann hvort hann sé það?
Bœ, bæ.
S
P.S. Ég verð mjög glöð ef þú svarar
mér.
Láttu timann líða og leiða í ljós hvort
stráksi endurgeldur tilfinningar þínar.
Það er þér varla til góðs að segja honum
hvað þú hefur i huga alveg strax enda
mun meira gaman að láta sig dreyma
um lífið og tilveruna. Ef þessi stelpa er
vinkona þin ættirðu ekki að losa þig við
hana því vinátta hennar er miklu meira
virði en andartakshrifning af einhverjum
strák sem þið hafið ef til vill báðar
gleymt á morgun eða þarnæsta dag. 1
þessu efni sem öðrum er betra að flýta
sér hægt og framkvæma ekkert óhugsað
sem þú gætir séðeftir síðar.
Sætu strákarnir
Ifta alltaf
á hana
Elsku Póstur!
Þetta er fyrsta bréftð sem ég skrifa
þér og ég grátbið þig um að svara því.
Þannig er (byrja ekki flest bréf
svona) að ég á systur sem er einu ári
eldri en ég. Við erum líkar og höfum
oftast sama smekk á strákum. En sætu
strákarnir líta alltaf á hana (við erum
oft saman) en þessir Ijótari á mig. En
ég er svo þrá að ég vil ekki vera með
þeim.
Hún drekkur en ekki ég. Getur það
verið út af því?
Ég vonast eftir svari fljótt.
Bless — bless.
Ein þrá.
Sannast sagna getur Pósturinn ekki
imyndað sér að það valdi miklu i þessu
efni hvort þú drekkur eða ekki. Það væri
fremur að þú sért bara ennþá of ung og
þar sem systir þín er árinu eldri getur
það valdið-Cmhyerju-Tim. Hins íegar
skalrú 'hafa pað hugfast að það er ekki
allt undir útlitinu komið og þeir sem þér
finnast ef til vill heilmiklir karlar núna
verða alls ekki jafnglæsilegir nokkrum
árum síðar. Persónuleikinn skiptir
meginmáli í nánari kynnum tveggja
einstaklinga og veldur þar í raun mestu
um hvernig til tekst. Gættu þess að láta
þetta ekki hafa áhrif á samband ykkar
systranna og það væri slæmt ef þetta ylli
misklíð og öfund ykkar á milli.
Innanhúss-
arkitekt
leiðréttur!
í grein um lýsingu sem birtist í 11.
tbl. voru birtar myndir af tveimur
gerðum danskra lampa. Var sagt í
myndatexta að Rafbúð Domus
Medica hefði umboð fyrir þá hér á
landi, en hið rétta er að umboðsaðili
er verslunin Epal, Siðumúla 21 í
Reykjavík. Eftir sem áður fást
lampar þessir á báðum stöðunum.
Hvar er Ragnar
Birgisson?
Í 6. tbl. þessa árs birtist i pennavinadálki
svohljóðandi: Ragnar Birgisson,
Bergstaðastræti 30, 101 Reykjavík,
óskar eftir að skrifast á við stúlkur á
öllum aldri. Áhugamál eru feröalög,
hestamennska, popptónlist o.fl. Mynd
fylgi fyrsta bréfi, ef mögulegt er. Og
hann er 24 ára.
Nú hafa okkur borist hér á ritstjórn
tvö bréf til hans, sem hafa verið endur-
send þvi hann fyrirfinnst ekki að
Bergstaöastræti 30. Svarbréfin tvö verða
þvl geymd hér á ritstjórn
Vikunnar, Slðumúla 23, og getur hann
sótt þau hingað alla virka daga milli
klukkan 8 og 17.
Pennavinir
Joseph V. Foster jr., 75808 — Camp J,
Angola, Louisiana, 70712, USA, er 31
árs og óskar eftir að komast í bréfa-
samband við íslenskt kvenfólk. Hann
biður um að mynd fylgi fyrsta bréfi ef
hægt er.
Helga Haraldsdóttir, Nónási 1, 675
Raufarhöfn, óskar eftir að komast í
bréfasamband við stráka á aldrinum 11-
14 ára. Áhugamál hennar eru dans,
sund, ferðalög, diskótek og margt fleira.
Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er.
Kristbjörg Karlsdóttir, Aðalbraut 35,
675 Raufarhöfn, óskar eftir að komast í
bréfasamband við stráka á aldrinum 12-
15 ára. Áhugamál hennar eru dans,
ferðalög, bækur, diskótek og margt
fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er.
Venke Tröcng, 2542 Vingelen, Norge,
er 16 ára norsk stúlka sem óskar eftir að
komast í bréfasamband við íslenska
krakka á svipuðum aldri. Hún skrifar á
ensku og norsku. en skilur dönsku lika.
Áhugamál hennar eru popp, íþróttir,
saga, bækur og blaðamennska.
Sveinbjörg Gunnarsdóttir, Hraunbæ
174, 110 Reykjavík, óskar eftir að
skrifast á við stelpur eða stráka á
aldrinum 12-14 ára. Hún er sjálf að
verða 13 ára. Áhugamál eru margvísleg
og hún svarar öllum bréfum.
Sigrún Guðmundsdóttir, Asparfelli 4,
109 Reykjavík, óskar eftir pennavinum
á aldrinum 14-17 ára. Áhugamál eru
tónlist, diskótek og margt fleira.
Jóna G. Einarsdóttir, Hliðartúni 2, 780
Höfn, Hornafirði, hefur áhuga á að
skrifast á við stelpur og stráka á
aldrinum 14-16 ára. Áhugamál hennar
eru margvisleg.
Lis Könnecke, Holitzberg 80, 2000
Hamburg 62 W-Germany, er 23 ára
gömul og hefur áhuga á að skrifast á við
fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á
póstkortasöfnun. Hún skrifar á þýsku,
ensku og sænsku og skilur dönsku og
norsku.
Sigrún SvemtJjötnsdóttir,' •Hagatúni' 6,
780 Höfn Hornafirði, hefur áhuga á að
skrifast á við stráka og stelpur á
aldrinum 13-15 ára. Hún er sjálf 14 ára.
Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er.
Áhugamál hennareru margvísleg.
Inga Hanna Guðmundsdóttir,
Brekkugötu 11, 530 Hvammstanga,
óskar eftir pennavinum á aldrinum 7-9
ára.
Hrund Traustadóttir, Flúðaseli 83, 109
Reykjavík, óskar eftir pennavinum á
aldrinum 7-9 ára. Hún er sjálf 8 ára.
Hanna A. Guðmundsdóttir, Kárrhöks-
gaten 92, 552-69 Jönköping, Sverige, er
16 ára og hana langar til að skrifast á við
stráka og stelpur á aldrinum 16-20 ára.
78 Vikan 14. tbl.