Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 5
því við, að sýningarnar á Akureyri
hefðu staðfest þetta mat hans á leiknum,
ekki væri annað að sjá en hann höfðaði
beint til áhorfenda, og hann væri
mönnum á engan hátt torskilinn.
Uppfærslan á leiknum sagði Oddur
að væri unnin beint út frá textanum, og
það hefði gefið þeim visst frjálsræði í
túlkun. Samt sem áður hefðu þeir
forðast að nálgast verkið með persónu-
legu mati. Leikmyndin hefur vakið
mikla athygli. Hún er eftir Magnús
Tómasson, og er mál manna að honum
hafi tekist mjög vel að ná andrúmslofti
leiksins, með hallandi sviði og málmtré,
sem bregður fyrir á myndunum með
þessari grein. Oddur getur þess reyndar í
leikskrá að það hafi tekið Magnús
nokkurn tíma að sannfæra hann um
ágæti þessarar leikmyndar, en þá hefði
líka gefist kærkomið tækifæri til að ræða
um leikinn og blæ hans. Leikendur eru
fimm, og leikur Árni Tryggvason gesta-
leik með félaginu, reyndar sama
hlutverk og hann fór með í uppfærslu
Leikfélags Reykjavíkur 1960.
Hins vegar er hver uppfærsla ný, og
hann tekur hlutverkið því nýjum tökum
nú. Árni (Estragon) og Bjarni
Steingrímsson í hlutverki Vladimirs eru
inni á sviðinu allan tímann, á 3ju
klukkustund, og kvað Oddur það vera
mikið álag á leikarana. Hann gat vel
samþykkt að þetta væri erfiðasta verk-
efni L.A. til þessa. Púntilla og Matti hefði
reyndar verið nokkuð erfitt viðfangs-
efni, en Brecht væri allt annars eðlis en
Beckett. Með önnur hlutverk í leiknum
fara Viðar Eggertsson, Theodor Júlíus-
son og Laurent Jónsson. Leikurinn var
æfður í þrjá mánuði, og sú sýning sem
nú kemur fyrir augu listahátíðargesta
er unnin í smáatriðum, allt að því með
millimetranákvæmni.
Það er að sönnu í anda Becketts, sem
segir að framsetningin skipti mjög miklu
máli. Þrátt fyrir erfiðið við uppsetningu
og sýningar þessa leikrits taldi Oddur að
þeir sem að sýningunni standa hafi verið
sammála um að þetta væri skemmtilegt
erfiði. „Enda skyldi enginn nálgast þetta
verk nema vera heillaður af því,” bætti
hann við. Það er vissulega heillandi
viðfangsefni að vera að fjalla um sögu
Ámi Tryggvason og Bjami'
Steingrímsson í hlutverkum
Estragons og Vladimirs, þeirra hlut-
verk í sýningunni er upp á líf og
daufla, þeir vikja ekki út af svifli
allan tímann. (Ljósmyndari G. Sigur-
geirsson.)
Þama sést sviðsmynd Magnúsar
Tómassonar glöggt. (Ljósmynda-
stofa Páls Akureyri.)
mann'eskjunnar á öllum tímum og sem
er engum manni óviðkomandi, eins og
Oddur segir að sé í raun að finna í þessu
óvenjulega verki. Stílbrögð eru hárfínt
skop, og þrátt fyrir grátbroslega og
heldur nöturlega mynd sem upp er
dregin eru heildaráhrifin í raun jákvæð,
sagði Oddur.
í þessari sýningu hafa leikstjóri og
leikendur reynt að varðveita mannlegu
hlýjuna og húmorinn í verkinu „ .. . og
það var ekki erfitt með svona góðum
leikurum,” bætti Oddur við.
Og nú gefst sunnanmönnum og
öðrum gestum listahátíðar sem sagt
kostur á að sjá þessa sýningu L.A. Þetta
tímalausa verk Becketts, hvort tveggja
er, að nú, 27 árum eftir frumsýninguna,
er verkið nær manni í tíma en þegar
það var frumsýnt. og einnig er tímaleysi
einkenni verksins í sjálfu-sér. Eða eins
og Vladimir mun komast að orði í
sýningunni: „Víst eru klukkustundirnar
langar við þessar aðstæður og neyða
okkur til að hlunnfara sig með athöfnum
sem, hvað skal segja, — geta í fyrstu
sýnst skynsamlegar, uns þær komast
upp í vana. Þú getur sagt að þær séu til
að koma í veg fyrir að við missum vitið.”
Biðin, þetta megininntak leiksins, leiðir
af sér ýmis óvænt atvik, og það verður
áreiðanlega spennandi fyrir bæði þá sem
eru kunnugir verkinu og þá sem þekkja
það bara af afspurn að sjá þessa sýningu
L.A. Auk þeirra sem áður eru nefndir er
rétt að geta Svanhildar Jóhannesdóttur,
sem er aðstoðarmaður Odds og hefur
umsjón með búningum, Freygerðar
Magnúsdóttur, sem gerði búninga,
leikmyndasmiðanna Ingvars B. Björns-
sonar og Hallmundar Kristinssonar,
sem unnu að gerð leikmyndarinnar auk
höfundar hennar. Viðar Eggertsson
hefur sýningarstjórn með höndum, og
áminnari er Kristin Nikulásdóttir, og hef
ég grun um að hún sé hvíslari öðru
nafni.
Og til að gera lesendur örlítið forvitna
ætla ég að vitna til svars Becketts, sem
hann hefur gjarna á reiðum höndum,
þegar hann er spurður um þetta verk
sitt: Heilagur Agústínus sagði:
„Örvæntu ekki: öðrum ræningjanna
var bjargað. Vertu ekki vongóður; annar
ræningjanna var fordæmdur.” aób.
24. tbl. Vlkan 5