Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 7
ræddu ákaft saman ýmislegt
sem við kom leiknum,
misskiljanlegt leikmanni eins og
blaðamanni. Úti í sal sat
höfundurinn ásamt aðstoðar-
manni leikstjóra, Guðnýju
Halldórsdóttur, en Sveinn
Einarsson leikstjóri heilsaði upp
á innrásarliðið og kynnti leikar-
ana fimm sem flytja okkur Snjó
um mitt sumar. Með hlutverk í
leiknum fara Bríet Héðinsdóttir,
Erlingur Gíslason, Lilja Guðrún
Þorvaldsdóttir, Pétur Einarsson
(þetta er hans fyrsta hlutverk í
Þjóðleikhúsinu) og Rúrik
Haraldsson. Hvíslarinn,
Jóhanna Norðfjörð, var líka á
þönum og fólk kom þarna og
fór, án þess maður fyndi í því
nokkra reglu. Þó var auðfundið
að í þessum ys og þys
fór eitthvað markvisst fram.
Baka til var verið að æfa
samlestur, búningar voru rétt í
mótun, búningahönnuður, Dóra
Einarsdóttir, birtist við mikinn
fögnuð. Mér skilst að skraut-
legur klæðaburður hennar hafi
vakið þessa kátínu. Höfundi
leikmyndar, Magnúsi Tómas-
syni, bregður fyrir. Aftur er
hlegið og mér er sagt að það hafi
verið að leikhúsbrandara, ef ég
man þá rétt. Hvert sem nafnið
er á þess konar fyndni þá þekkist
hún af því að vera léleg og þá er
líka hlegið á „sérstakan hátt”.
Og áður en ég veit af er
farið að leika upphaf 3ja þáttar.
Sviðið er læknisbústaður úti á
landi. Snjóflóð hefur fallið, öng-
þveiti virðist ríkja, en ekki
endilega vegna þess. Við fáum
saman ferskeytlu.” segir Kjartan. þar
sem hann situr við skólastofulegt borð
úti í sa! Þjóðleikhússins og fylgist með
leikurunum túlka leikrit hans. Hann
segist litlu hafa breytt frá upphaf-
legum texta og getur tekið undir að
það hjálpi honum til að vinna verkið á
raunhæfan hátt að þekkja svo vel til
leikhúss sem raun ber vitni. Hann
reynir líka að gæða hvert hlutverk
sínu lífi:...leikari verður að hafa á
einhverju að byggja,” segir hann. Það
er kannski þess vegna sem upphaf
þriðja þáttar. sem rétt i þessu er að
byrja, höfðar beint til blaðamanns úti í
sal, sem þekkir hvorki haus né sporð á
framvindu leiksins fram að þvi né
hvernig honum muni lykta. Uggur og
nokkur spenna hefur þó óneitanlega
gert vart við sig eftir þetta stutta
atriði.
Kjartan segist líka hafa verið að
reyna að vekja vissa spennu og
óhugnað hjá áhorfendum, í þessu
leikriti. Að þessu sinni leikstýrir
Kjartan ekki leikriti sínu. það er
enginn annar en Sveinn þjóðleikhús-
stjóri Einarsson sem það gerir.
Kjartan er þó þarna og fylgist með
þróun leiksins I meðförum leikara og
ekki annað að sjá en honum líki vel.
Það hefur litið þurft að eiga við texta
leiksins i meðförum. „Það var bara i
Ble'ssuðu barnaláni sem við þurftum
að breyta textanum, laga hann að
áhorfendum, þvi farsi byggist á því að
vinna með áhorfendum." í leikriti sem
þessu, sem byggist á því að vinna upp
spennu, hlýtur meðferð textans að
vera það sem höfundi er annast um og
greinilegt er að þarna er saman
kominn hópur sem reynir að gera
leikriti Kjartans verðug skil.
aób.
Pétur Einarsson brunar inn ð sviðið: Snjóflóð er fallið. (Ljósip. Jim Smart.)
Rúrik i hkjtvarki gamla lœknisins
hlustar á Láru, konu hjartasér-
frœðingsins (Bríeti): „Mér liður eins
og stórfljóti sem hefur sprengt af
sér . . . nokkrar hagnýtar vatnsafls-
stöðvar."
örlitla innsýn inn í persónuna
Dísu, sem Lilja Guðrún leikur,
og ekki er laust við að mann
gruni hvers konar manngerð
yngri læknirinn, sem Erlingur
leikur, er. Það er líka brugðið
upp svipmynd af samleik þeirra
Rúriks og Brietar i hlutverkum
gamla læknisins og eiginkonu
hjartasérfræðingsins. Pétur
Einarsson virðist vera eini
maðurinn sem hefur áhuga á því
að fallið hefur snjóflóð. En það
er auðvitað ekki hægt að segja
mikið um atriði sem þessi slitin
úr samhengi. En forvitnin er
vakin og það er ekki vafamál að
áhugavert er að sjá þessa
sýningu í heild. Góða
skemmtun.
aób.
24. tbl. Vikan 7