Vikan


Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 47

Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 47
MISNOTKUN VÍMUEFNA /\f' hverju byrja menn að misnota efni eins og alkóhól, pillur og ýmiss konar eiturlyf? Spurningunni hafa margir velt fyrir sér og reynt að gefa svör, en engin tæmandi skýring er i rauninni til. Enda þótt ekki séu til alhliða skýringar á þvi hvers vegna sumir menn misnota efni og aðrir ekki, eru flestir sem um þessi mál fjalla sammála um að likurnar á misnotkun aukist ef mönnum líður illa innra með sér og í samskiptum við aðra. Ýmiss konar vímugefandi efni eiga það sameiginlegt að mönnum finnst að þeim liði talsvert betur eftir að þeir hafa tekið efnjð inn. Vandamál sem ollu hugarangri í vimulausu ástandi hverfa gjarnan í vímuástandi og menn eiga auðveldara með að sannfæra sjálfa sig um að þeir geti tekist á við heiminn. Það er mjög einstaklingsbundið hvaða efni fólk notar til að komast í vimu. Sumir nota einungis áfengi, aðrir pillur, enn aðrir nota bæði áfengi og pillur og alltaf eru einhverjir sem nota sterk lyf eða þau sem stundum eru kölluð eitur- lyf. Nú er málum svo háttað að sum vimuefni eru fremur viðurkennd af samfélaginu en önnur. Það er t.d. álitið eðlilegt að fólk noti áfengi og viss róandi lyf að vissu marki en það er álitið hættulegt og er algerlega bannað samkvæmt lögum að neyta hass eða þeirra efna sem geta flokkast undir eitur- lyf. Mismunandi samfélög hafa mismunandi reglur um notk- un vímugjafa Sum lönd hafa þannig löggjöf að bönnuð er öll notkun á áfengum drykkjum en hassnotkun getur t.d. verið leyfð. Önnur lönd, eins og ýmis Asíu- lönd, leyfa notkun sterkari eiturlyfja sem eru vanabindandi. 1 Nepal er t.d. leyft að reykja ópíum og eru slíkar reykingar álitnar frekar fínar. I mörgum löndum Suður-Ameríku er bæði leyfð notkun áfengra drykkja og notkun hass. í Mexíkó, Venesuela og Perú er bæði búin til og leyfð notkun á þeirri tegund kannabisjurtarinnar sem heitir marí- húana. Vimugefandi efni hafa stundum verið notuð í pólitísku augnamiði. T.d. hefur þekkst i Suður-Ameriku að verka- menn fengju hluta af launum sínum útborguð í eiturlyfjum. Mat samfélaga á þvi hvaða efni skal leyfa og hvaða efni skuli vera bönnuð fer m.a. eftir mati á því hvað er álitið skaða manninn minnst. Lengi vel hefur áfengi verið álitið skaðminna en önnur vímugefandi efni og þess vegna hefur verið meira og minna frjáls aðgangur að því. Það hafa hins vegar farið fram miklar umræður, t.d. á Norðurlöndum, um réttmæti þess að banna hass þegar vitað er að skaðsemi af völdum áfengis er margfalt meiri en hún hefur verið af hassi. Menn hafa líka velt því fyrir sér hvort skaðsemi af völdum áfengis, eins og t.d. skorpulifur, eigi ekki eftir að aukast stórkostlega á næstu árum, ekki síst vegna stóraukinnar notkunar á léttum vínum. Það hefur sýnt sig að nú þegar hafa lifrarskemmdir gert vart við sig í auknum mæli í Danmörku, og vita menn og hafa reiknað gróflega út hvernig aukningin muni verða eftir um þaðbiláratug. Hvað er misnotkun? Þegar rætt er um hugtakið misnotkun kemur oft í ljós að menn tala um mismunandi hluti. Það er t.d. hægt að tala um misnotkun efna í lögfræðilegum skilningi, þ.e.a.s. þegar maður neytir efnis eins og hass eða ópium sem samkvæmt lögum er bannað að neyta. Á lslandi heyrir það þannig undir misnotkun ef maður reykir eina pipu af hassi. Aðrir tala um mis- notkun í læknisfræðilegri og sálfræði- legri merkingu. Þá er um að ræða að maðurinn hafi vanið sig á ákveðið efni og geti ekki verið án þess né hætt notkun þess nema meðaðstoð. Slík misnotkun þarfnast meðhöndlunar. Misnotkun geta menn lika talað um ef þeir reyna erfiðleika inni á heimili, sem umhverfið skynjar ekki sem lögfræði- lega né læknisfræðilega misnotkun. ^nabinding Margir sem hafa misnotað efni á þann hátt að þeir verða likamlega og sálfræði- lega háðir því tala um að þeim líði stórum betur í hugarástandi vímunnar en i venjulegu hugarástandi. Einnig talar fólk oft um að það líti lífið bjartari augum i vímu, sé haldið minni kvíða- einkennum og efnið slaki á spennu og innri óróa. Einstaklingurinn öðlast því meira öryggi og velliðan innra með sér þegar hann er í vímu og skynjar það sífellt neikvæðara að vera i eðlilegu ástandi. Þegar tíminn líður eiga margir erfiðara með að vera í eðlilegu ástandi og kljást við sín mál, en freista þess að leysa vandamál sín með flótta yfir í vímuástand. Þegar einstaklingur notar vimuástand til að „leysa úr” persónu- legum vandamálum sínum er oft talað um að efni sé sálrænt vanabindandi. Líkami mannsins venst vimuefni gjarnan á þann hátt að þol mannsins er fremur lítið í byrjun neyslu en eykst síðan stöðugt og getur farið svo að líkaminn þoli óhóflega stóra skammta. Margir kannast við þetta fyrirbrigði frá áfengisneyslu, enda þótt þeir geti ekki talist áfengissjúklingar. Það er t.d. ekki óalgengt að heyra fólk ræða um það sin á milli hve mikili munur sé á því hvað það „þurfi núna” miðað við þegar byrjað var að smakka áfengi. Það er oft talað um að þolmyndun einstaklinga gagnvart efni aukist. Þegar likaminn hefur vanist einhverju efni eykst hins vegar ekki einungis þolmyndun hans. Líkamleg vanabinding gerir það að verkum að likaminn hrópar á efnið ef hann fær það ekki. Einstaklingur sem er háður efni og fær það ekki verður haldinn ýmiss konar vanlíðan og eirðarleysi. Hann getur fengið mörg einkenni eins og magaverki, ógleði, svima og svefnleysi. Þessi einkenni eru oft kölluð fráhvarfs- einkenni. Þau hverfa ef maðurinn fær þann skammt af efninu sem hefur orðið að ávana. Líkamlegur ávani reynist mörgum erfiður og getur öll tilvera manna stjórnast af því að berjast við að skynja fráhvarfseinkenni. Hverjir falla fyrir vímu- ástandi? Það er ekki hægt að benda á ákveðnar manngerðir sem fremur falla fyrir vímugjöfum en aðrar. Aðstæður fólks skipta hins vegar máli þegar um misnotkun er að ræða, bæði raunverulegar ytri aðstæður og einnig þær aðstæður sem einstaklingurinn skynjar sjálfur að hann sé í. Vímuástand hefur sennilega aðdráttarafl fyrir langflest fólk, m.a. vegna þess að allir reyna tímabundna erfiðleika sem þeir vilja helst flýja frá. Hitt er svo annað mál að það hefur áhrif á löngun og tilhneigingu manna til að komast í vímu hve ánægðir þeir eru með líf sitt. Ef einstaklingur skynjar líf sitt sem leiðinlegt, tilgangslaust og óumræðilega erfitt er tilhneiging til vímunotkunar sterkari en hjá þeim sem eru jákvæðari út í lífið og geta ef til vill líka séð eitthvað jákvætt í vandamálum lífsins. □ 24. tbl. Vlkan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.