Vikan


Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 41

Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 41
5. hluti um svörtu messunnar. Á hæla þeirra veltust nokkur börn með ærslum, litlar naktar verur með andlit jafngömul og syndarinnar. „Júlía, ertu reiðubúin?” Gangan beygði i átt til hennar; kross- inn, hinn mikli crux imissa, var dökkur í Ijósinu frá kertunum. Dýrið var aftur komið í hásæti sitt yfir altarinu. Enn reyndi hún að hrópa, en kom engu hljóði upp. 1 gegnum endalausan trumbusláttinn heyrði hún aftur bor- hljóðið, sem hún fann fyrst fyrir frammi í anddyrinu. Hún kastaði höfðinu örvæntingarfull til hliðanna til að reyna að sleppa frá þessari kvöl, því það var eins og laser-geisli hljóðs skærist í við- kvæma hluta hugar hennar. Ekkert, ekkert skipti meira máli en að losna frá því. Mínúturnar liðu, og hljóðið hélt áfram sama hvella óþolandi tóninum. Svo þagnaði það skyndilega og sömu- leiðis trumbuslátturinn, og í þögninni hallaði geitin sér fram. Rödd tónaði: Pater noster adversus, rex el imperator, deus et diabolus... Hendur gripu hana. Hver átti þær? Hún reyndi að losa sig, reyndi að snúa höfðinu og sjá hver það var, sem hélt henni svona harkalega. En lömunin hafði aukist. Hún gat bara staðið þarna, ósjálfbjarga og fangin, og starað fram fyrir sig á gönguna sem nálgaðist hana og fjarlæga, glottandi geitina. Sá sem hélt á stóra öfuga krossinum nam staðar fyrir framan hana. Enn tón- aði röddin á latinu særingarmannanna: deus et diabolus. .. deus et amator. . . Fyrir aftan krossberann voru á silfur- diskum áhöld og fórnargjafir svörtu messunnar: innyfli hanans, skál með blóði, mannasaur, silfurhnifur. Þungum kaleik — hvað var í honum? — var haldið hátt á lofti. Það gerði ungur drengur, falleg vera með líkama eins og ungur skógarguð og hindaraugu. Hún þekkti hann; þetta var elsti drengurinn af Swanwickbörnunum þrem, og hann bjó i Malt House í Jesuit Drive. Augu hans hæddu hana. Hann hélt stoltur á kaleiknum, hrokafullt, og nekt hans var fegurð sprottin frá hinu illa. Fyrir aftan hann var vera I svörtum kufli og með hettu. Þegar gangan nam staðar, kastaði hún hettunni frá og þá kom í Ijós andlit, svo afmyndað af grimmd og losta, að það var allt að því ókennilegt. I kerta- Ijósinu loguðu dökk augu undir björtu enni. Grimmdarlegur munnur hrækti skyndilega. Síðan setti hún aftur upp hettuna. En hún þekkti hana. Þetta var Betty, feimna og grátandi Betty, sem hún hafði reynt að flýja með skömmu hrífa athygli sína frá auðu hásætinu. Á svæðinu fyrir framan altarið hreyfðust verur á ruddalegan hátt eða lágu saman í áberandi nánum faðmlögum. Marga kannaðist hún við. Tony Wylde, hár- greiðslumeistarinn hjá brautarstöðinni, sem oft greiddi henni. Hann faðmaði Lynn Davies úr bakariinu. Bæði voru nakin. Eiginmaður Lynn, Charles bakari, var þarna lika. Hann sat skammt frá konu sinni og drakk úr einkennileg- um bikar. sem hlaut að rúma minnst einn lítra. Hann ruggaði til og hellti mestöllu innihaldi bikarsins niður á hvítu flíkina, sem hann var i einni fata. Hann virtist vera mjög drukkinn, og það leit ekki út fyrir að hann tæki hið minnsta eftir konu sinni og Tony Wylde. „Júlía!" Hún kom hvergi auga á Bill Meadow- son. Það var ekki annað en rödd hans, og hún varð varla greind fyrir óstöðv- andi trumbuslættinum, sem fyllti her- bergið. Skammt frá altarinu sá hún sitt Ijóst hár Tinu Roberts. Hún var að dansa trylltan dans og gafst i algleymi á vald trumbuslættinum. Hún var ekki klædd öðru en þrem hvítum blómum, einu fyrir ofan hvort eyra og einu milli fóta sér. Tina var unga konan hans Curtis Roberts, lögfræðingsins sem bjó þremur húsum frá Júlíu. Jane systir hennar dansaði skammt frá henni. Jane var líka nakin, en hafði stóran kross á gullkeðju, sem hékk á milli brjósta hennar. Það mátti jafnvel sjá það úr þessari fjarlægð, að krossinn var öfugur. „Júlia!” sagði nú önnur rödd. Höfuð og axlir Don Carters, annars bankastjór- ans, birtust á gólfinu og eins og upp úr því. Hann sást upp að mitti. var þannig eins og sundurhöggvinn búkur og starði á hana. „Þú ert þá loks komin, Júlía. Við höfum beðið þin." „Júlia!” Enn kallaði rödd Bills Meadowson. „Hvar ertu?” Hún gat enn ekki séð hann. En hann virtist kominn nær. „Hvarertu, Júlia!” Hún opnaði munninn til að kalla á hann. En ekkert hljóð kom. Varir hennar mynduðu orðið: Bill; en háls hennar var herptur saman eins og ein- hver hefði á henni kyrkingartak. Don Carter leið burt, og enn sást hann ekki nema til hálfs. Hún leit tryll- ingslega í kringum sig eftir Bill Meadow- son og sá fleiri sem hún þekkti. Til dæmis James Ibbott frá Saints Way. Formann Hverfisfélags sjálfstæðis- manna, eiganda hvíts Mercedes og amerisks sendiferðabíls, þriggja barna föður og meðeiganda í skattaráðgjafar- skrifstofu í London. Nú var hann á nær- MEYJAR- FÓRNIN Ópið reis innra með henni, tútnaði út, þar til virtist sem lungun myndu springa úr líkama hennar af áreynslunni. En ekkert hljóð kom. buxunum einum fata og líkami hans at- aður einhverju, sem virtist vera nýtt blóð. Hann hélt á dauðum hana í ann- arri hendinni. með hinni gældi hann við nakin brjóst Eileen Courtauld hjúkr- unarkonu. Hennar líkami var líka at- aður blóði. „Júlía!” Trumbuslátturinn þagnaði aldrei. Hún hafði ekki hugmynd um hvaðan hann kom. Hann virtist ekki koma frá neinum einum stað, hvergi eiga upptök. Hann var allt umhverfis þau; það var eins og hann væri ekki kallaður fram helduf væri bara. Hún vissi að þetta hlaut að einhverju leyti að vera blekk- ing, en engu að síður var hún óhugnan- lega raunveruleg. Enn reyndi hún að snúa sér undan, að flýja frá þessu húsi brjálæðinga. En líkami hennar og fætur högguðust ekki. Hversu áköf boð, sem heili hennar sendi þeim, var þeim ekki hlýtt. Hún var eins og lömuð frá mitti og niður, en þó gat húnstaðiðupprétt. Og nú gekk lítill hópur framfyrir alt- arið í skripamynd af helgigöngu. Fremst var borinn öfugur kross, og göngu- menn voru í kirkjulegum klæðum, skornum sundur að framan til að sýna holdið þar undir. Sumir héldu á silfur- diskum með viðbjóðslegum fórnargjöf- Z4. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.