Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 25
Erlent:
Bókmenntir i aldanna rás hafa lýst
þeirri takmarkalausu hrifningu sem
ilmurinn af fagurri konu veldur hjá
körlum. Franska ljóðskáldið Baudelaire
lýsir fjálglega í Ijóðum sínum hinym
sæta ilmiaf kvenhári.
Konur verða ekki siður fyrir áhrifum
af lyktinm af körlum. Bandaríkjakonan
Janet L. Hopson, sem er dáður skáld-
sagnahöfundur i heimalandi sínu. byrjar
frásögn af eldheitu ástarævintýri á
þessunt orðum:
„Við stigum inn i lyftu sem var
troðfull af fólki og ég starði beint á
skyrtuhnappana hans. Við stóðum svo
þétt hvort upp við annað í mannþröng-
inni að ég fann léttan ilminn af honum
— lykt af rakspira. nýstraujaðri skyrtu
og dálitlum svita rann saman."
Dýrin þefa hvert af öðru þegar þau
mætast. ýmislegt þykir benda til þess að
steinaldarmenn hafi gert slíkt hið sama.
en nútímamaðurinn telur nauðsynlegt
að hjálpa náttúrunni duglega.
Siðastliðið ár smurðu Islendingar sig
með ilmefnum fyrir andvirði nær 1.000
milljóna króna. Eins og getur nærri er
þetta liklega heimsmet miðað við
höfðatölu. Samanborið við Vestur-
Þjóðverja eyðum við árlega helmingi
hærri upphæð á mann í alls kyns
húðkrem. rakspíra, freyðiböð og ilmvötn.
Mönnum finnst kannski lílið varið i
að nefið stjórni ástarsamböndum. En
maðurinn er nú einu sinni „spendýr" og
hjá spendýrum hefur þefskynið mikla
þýðingu, bæði hvað snertir fæðuneyslu
og kynlíf.
Athuganir á alisvínum hafa leitt i ljós
að gylta þarf ekki annað en rétt snusa af
gelti, og gerir hún sig þá þegar liklega til
eðlunar. Svinabændur hafa fært sér
þessa vitneskju í nyt. Þeir úða dálítilli
moskuslykt á trýni gyltunnar og þá
veitir hún ekki minnstu mótstöðu við
gervifrjóvgun.
Vísindamenn, sem fengist hafa við
rannsóknir á ilmefnum, duttu nýlega
niður á þá staðreynd að það örlar á
Er
kynæsandi
lykt
af þér?
moskuslykt i handarkrikum karlmanna.
Skyldi sú staðreynd skipta einhverju
máli?
Dr. Alex Comforth, höfundur bóka
um kynlif, gefur sannfærandi svar: „Við
erum jú ekki ferfætlingar sem snusa
hver af öðrum líkt og hundar. Við
göngum upprétt og mætum væntan-
legum maka augliti til auglitis. Handar-
krikarnir eru því nærtækastir sem
lyktargjafar.”
Jafnframt þykir sannað að lyktarskyn
konunnar sé næmast þegar egglos á sér
stað og einmitt um það leyti eru
mestar likur á þungun. Tilraunir hafa
sýnt að ef kona andar að sér moskus-
ilmefnum með vissu millibili getur
komist regla á mánaðarlegar tíðir.
Fyrir nokkrum mánuðum tókst
breskum vísindamönnum að framleiða
efnasamband sem likist vissum
hormónum og ilntar eins og sandelsvið
ur. Konur sem brugðu efninu undir nef-
ið sögðu að lyktin væri þægilega karl-
mannleg.
En þrátt fyrir að efnið virkaði
kynæsandi á konur var horfið frá
framleiðslu á þvi vegna þess að karlar,
sem smurðir voru þessu ilmefni,
hrugðust eins og reiðir hanar hver við
öðrum.
Útlit, framkoma, staða og margt
annað hefur þýðingu við hin fyrstu
kynni. Samt virðist ýmislegt benda til að
við fyrstu fundi karls og konu sé lyktin
siður en svo þýðingarlaus.
Söguhetjan Pierre í hinni
heimsfrægu bók Leo Tolstoj Stríð og
friður verður yfir sig ástfanginn af
prinsessunni Helenu. þegar hann finnur
ilminn og hlýjuna sem stafa af barmi
hennar. Aftur á móti misheppnast
hjónaband þeirra gjöt§amlega_.
Láta menn kannski glepjast af
lyktinni?
Svarið liggur ekki fyrir en i það
minnsta er víst að fleira þarf til en
lyktina eina.
jás
24. tbl. Vikan 25