Vikan


Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 17

Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 17
Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttír Níundi hluti fékk ekki séð hvernig hann ætti að hafa efniá því. Matarskáparnir voru næstum tómir. Matarreikningarnir voru himinháir. Uppeldi hans i Bronx hafði kennt honum rækilega mikilvægi þess að komast af — að þar er annaðhvort um að ræða að duga eða drepast og öll vopn leyfileg í þeirri baráttu. Svo að Ted Kramer tók til við það sem hann kallaði matvælaöflun sælkerans. Hann tók öll þau kritarkort er enn voru til í hús- inu frá dögum Jóhönnu. Þar sem hann skuldaði viðkomandi verslunum ekki neitt voru þau enn í fullu gildi og Ted fór i mikinn verslunarleiðangur. Hann fór í allar matvöruverslanir eða þær verslanir sem höfðu matardeild. Ted Kramer, sem hafði ekki efni á að kaupa hakk hjá slátraranum eða versla i næstu kjörbúð, vissi að hann gat keypt mat í stór- verslununum út á kritarkort og reikning- arnir kæmu ekki fyrr en löngu síðar. Og þá hlaut hann að geta borgað af þeim. Hann keypti fyrsta flokks nautakjöt, frosið grænmeti, sælkerabaunir sem kostuðu helmingi meira en þær baunir sem hann hafði áður keypt, silung frá Colorado, lax frá Washington, alls kyns lúxusvörur, pasta frá Italiu, kex frá Skotlandi. — Fyrirgefið, fröken, en var þetta brauð raunverulega sent í flugi hingað frá Paris? Að hugsa sér! Ég held ég kaupi það. Sumt lét hann senda heim, annað bar hann sjálfur heim, en hann greiddi aldrei neitt út i hönd. Heilu máltíðirnar af frosnum vörum, kálfa- steikur. Jafnvel nauðsynjavörur eins og ný egg frá New Jersey og hnetusmjör. — Frosin pizza? Er þetta virkilega alveg sérstök frosin pizza, eða bara ein af þessum venjulegu? Hann tróð frystikistuna fulla, hlóð ísskápana, raðaði upp kössum i eldhúsinu. Þeir gátu alltaf gripið til þess arna og hann þurfti ekki að borga fyrir það strax. Það nægði að borga smám saman, litið eitt í einu. Það eina sem stórverslanirnar vildu var trygging fyrir því að viðskiptavinurinn væri enn á lifi. Og hann var enn á lífi. kaup mikið lengur. Þótt hún byði honum að fresta kaupgreiðslunni gat hann ekki hugsað sér að láta hana liða fyrir atvinnuleysi sitt. Ef engin breyting yrði á mundi hún sökkva til botns með honum. Ár. O’Connor var einu sinni at- vinnulaus i ár. Kannski yrði hann sjálfur að annast Billy á daginn og fá sér bara barnfóstu er hann þurfti að skreppa i viðtöl. Sennilega átti hann nú rétt á leik- skólaplássi eða matarmiðum. Bróðir hans, Ralph, hringdi frá Chicago. Hvernig leið honum? Var hann ekki peningaþurfi? Honum hefði fundist það persónulegur ósigur að taka við peningum af eldri bróður sínum. Hann sagði Ralph að hann þyrfti ekki á neinum peningum að halda. Ralph ætlaði að koma til New York i viðskipta- erindum i næstu viku og stakk upp á því að þeir hittust. Konan hans, Sandy, kom líka í simann og benti á að þeir hefðu ekki sést í rúmt ár. Þau Ralph ætluðu til Flórída með börn sin næsta sumar, kannski gat Ted lika komið með Billy svo öll fjölskyldan gæti hist. Hann sagðist ætla að hugsa málið. En hann Hann hitti RSfph bróður sinn á Blamey Stone barnum á þriðja Avenue. Þeir ætluðu að skemmta sér eins og í þá góðu, gömlu daga: ítölsk samloka og bjór á barnum og siðan knattspyrnu- leikur. Ralph var hávaxinn og krafta- legur, laglegur fyrir þá sem mátu karlmannlegt útlit. Hann var í silki- fötum, með mjóröndótt bindi og í 24. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.