Vikan


Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 20

Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 20
Framhaldssaga Hann vildi ekki fara til Fire Island. Hann langaði ekki til að verða vitni að öðru taugaáfalli. Hann skoðaði bæklinga frá ferðaskrifstofum, sértilboð, sem öll grundvölluðust á dvöl í tveggja manna herbergi. Fyrir Ted þýddi það sumarleyfi með skugganum sínum. Í svona ferð yrði hann að vera yfir Billy öllum stundum nema hann fengi einhvurja af þjónustustúlkunum til að gæta hans á kvöldin, svo hann gæti pikkað upp stelpur á börum. Ekki beinlínis neitt lúxusleyfi. Hann var þreyttur. Sá tími sem hann var at- vinnulaus hafði tekið á taugarnar og Nanna og Gulli voru löngu hætt að ræðast við, enda búin að vera gift lengi. Ef þau yrtu hvort á annað þá var það helst til þess eins að koma einhverjum andstyggilegum athugasemdum á framfæri. Til að leysa það vandamál sem óhjákvæmilega kemur upp þegar fólk í sambýli ræðist ekki við, höfðu þau hjón tekið upp þann sið að skrifa skilaboð á miða sem þau síðan afhentu hvort öðru með kulda- legum þjósti. Eitt sinn vildi það til að Gulli þurfti nauðsynlega að bregða sér til útlanda og átti að mæta úti á flugvelli árla morguns. Þar sem síðan hafði hann unnið eins og þræll. Og hann vissi að með Billy yfir sér allan sólarhringinn yrði lítið úr hvíld eða endurnæringu fyrir hann. Svo hann ákvað loks að taka tveggja vikna frí i ágúst, eyða fyrri vikunni með Ralph og fjölskyldunni í Flórída, þar sem það var löngu kominn timi til að fjölskyldan sameinaðist, og svo mundi hann eyða einni viku í New York. Hann gat hvilt sig á meðan Billy var allan daginn i sumarbúðum. Hann gat sofið, farið í bíó, verið heima, borðað súkkulaðiís í rúminu, horTt á sjónvarpið og slappað af. hann var morgunsvæfur í meðallagi skrifaði hann miða til ektakvinnunnkr og bað hana vera svo góða að vekja sig klukkan 6 næsta morgun. Gott og vel. Nóttin leið og Gulli vissi ekki af sér fyrr en hann hrökk upp með andfælum við hádegisfréttirnar í útvarp- inu. Hann leit skelkaður i kringum sig — allt var eins og það átti að vera — nema hvað á náttborðinu hans var miði sem á var skrifað: „Klukkan er sex! Þú áttað vakna.” Óhugnanlegt, finnst ykkur ekki? EJ Hann hélt þó stærstu fréttunum leyndum fyrir Billy þar til þeir voru á leið út á flugvöllinn. Raunar hafði hann lagt á ráðin með mágkonu sinni um það. —Billy, við förum líka og skoðum Disneyland í Flórída. Drengurinn rak upp stór augu. Hann hafði séð Disneyland auglýst í sjónvarpinu. —Já, William Kramer. Þú færð að hitta Mikka mús. Ralph og Sandy tóku á móti þeim á flugvellinum ásamt börnum sinum og Dóru og Harold. Þau kysstu Billy af áfergju, gáfu honum súkkulaði og svo stóran poka af sælgæti að hinn afinn og amman hefðu fengið slag við að sjá hann. Hann kom því til Fort Lauderdale með munninn fullan af sælgæti og var strax stóránægður með staðinn. Áætlunin var sú að sofa á hóteli en eyða dögunum í útisundlauginni við hús Dóru og Harolds. Þeir fóru með farangur sinn á hótelið en hittu siðan fjölskylduna. Sandy hafði verið sýning- arstúlka áður en hún giftist. Hún var hávaxin, leggjalöng og rauðhærð og blóðþrýstingurinn hjá öllum gömlu' körlunum við sundlaug tengdafor- eldranna hækkaði ískyggilega i hvert sinn er hún birtist. Eldra barn þeirra. dóttirin Holly, var líka hávaxin og lagleg. Hún var orðin sextán ára og þeg- ar komin með hinn töfrandi ólundarsvip sem einkennir táningaár stúlkna. Sund- laugarvörðurinn ungi féll strax svo rækilega fyrir henni að fjöldi manns hefði getað drukknað fyrir framan nefið á honum án þess að hann tæki eftir því. Sonurinn, Gerald, var fimmtán ára, sterkbyggður en renglulegur unglingur, sem steypti sér kollhnis ofan í sundlaugina. Þau heilsuðu Ted með kæruleysislegu „hæi” að hætti unglinga. — Billy er alveg stórkostlegt barn. sagði Sandy. —En þú litur sjálfur hörmulega út. — Gefðu mér smátima. Ég er enn ekki farinn að borða matinn hennar mömmu. Útlit mitt á eftir að versna að mun. —Matur? Ég ætla ekki að elda neitt. sagði Dóra yfir öxl sér, niðursokkin í samræður við vini sina við sundlaugina. — Ég get ekki eldað fyrir svona margt fólk. — Ralph ætlar að bjóða okkur öllum út að borða. sagði Harold. — Ralph, ég vil ekki láta þig fjármagna uppihald mitt hér, sagði Ted. —Vertu ekki að þessu. Ég skrifa megnið af þessu sem risnu. —Hvernig ferðu að þvi? —Ekkert auðveldara. —Ralph gekk til eins af vinum foreldra sinna, horaðs, áttræðs öldungs, sem lá i sólbaði á legubekk. —Fyrirgefið, herra Schlosser. En ekki vænti ég þess, að þér hefðuð áhuga á að opna nýjar leiðir í áfengisviðskiptum i Chicago? —Ertu að gera að gamni þinu? Ég mundi ekki einu sinni nenna að ganga til næstu matvörubúðar til áfengis- viðskipta. —Þakka þér fyrir. Jæja, Ted, ég skráði þetta í bókina mína sem viðskipta- samtal: Ræddi möguleika á nýjum leiðum i áfengisviðskiptum við herra S. Schlosser í Flórida. Þetta er sem sagt viðskiptaferð. —Fjölskylda okkar er ekki alveg gjörsneydd kimnigáfu. Hann benti á for- eldra sína. — Hún er að vísu stundum ómeðvituðen þó til. —Þetta er hann Ralph minn, hann verslar með áfengi og er orðinn stór- jöfur á því sviði, sagði Dóra skömmu seinna. — Og þetta er Ted, hann selur karlmannafatnað. Billy lék sér að báti i sundlauginni, en þegar hópur af börnum stökk ofan í hana og skvetti vatni i allar áttir flýði hann tilTed. —Við erum óaðskiljanlegir, sagði hann við Sandy með samblandi af stolti og gremju. Ted hafði talað við fóstru Billys áður en leikskólanum lauk. Henni fannst hann sætta sig vel við hlutskipti sitt. —Hann virðist vera fullkomlega eðlilegt bam, sagði hún. Það stakk hann að hún skyldi segja, „virðist vera". —Er hann ekki of feiminn? —Börn eru jafnólik og þau eru mörg. Sumum foreldrum finnst að börn þeirra séu of frek. Og þarna sat Billy í fanginu á honum og varla hægt að segja að hann væri frekur. Hann gerði sér grein fyrir að það gæti verið að hann fylgdist of mikið með honum. En hvernig var annað hægt með drenginn yfir sér alla stund? Hann svaf í þrjá tima um nóttina. Billy hraut og það skrölti í loftkæling- artækinu. Klukkan ellefu næsta morgun uppgötvaði Billy að hann gat líka steypt sér kollhnís ofan í laugina ef pabbi hans var þar fyrir og greip hann áður en hann lenti í vatninu. Eftir hálftima i þessum leik var Ted orðinn svo þreyttur að hendur hans skulfu. Það kom til smábar- daga milli Billys og hinna barnanna vegna leikfanga. Þau tóku bátinn hans en Ted skakkaði leikinn af hinni mestu RAUNIR ÞREYTTRA HJÓNA Hjónabönd geta verið góð, það vita allir sem eru vel giftir. Hitt vitá þeir sem eru illa giftir að hjóna- bönd geta tekið á sig hinar óhugnanlegustu myndir þegar verst lætur. Sagan um Nönnu og Gulla sannar það. 20 ViKan 24. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.