Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 12
Glerhúsið
„Málið snýst ekki um
hvort eigi að leyfa
fóstureyðingar eða ekki
heldur hvenær eigi að
leyfa þær og hver eigi
að ráða því"
„Mikil er ábyrgð þeirra
og sjálfstraust, sem telja
sig geta tekið jafnörlaga-
ríka ákvörðun fyrir aðrar
manneskjur"
. . allar hugmyndir um
þrengingu þessara laga
eru því út í hött"
12 Vikan 24. tbl.
Er ástæða til að þrengja ákvæði
INGIBJÖRG
HAFSTAÐ:
Þeir sem laka þá afstöðu, að lif sé orðið
til strax eftir frjóvgun og það sé morð að
fjarlægja það, hljóta að taka eindregna
afstöðu gegn fóstureyðingum, af hvaða
ástæðum sem þær eru. Aðeins þeir. seni
taka þessa afstöðu tii fulls. hafa siöferði
legt leyfi til að rtota þá röksemd gegn
fóstureyðingum. að þeir vilji vernda
mannlegt lif
Lykkjan er ein vinsælasta getnaðar-
vörnin á Islandi og sé sá póll tekinn i
hæðina, sem áður er nefndur. er hún
lika stórvirkasta morðtólið þvi hún
kemur ekki i veg fyrir að egg
frjóvgist heldur hindrar að það festist
i leginu, og ef það festist þá losar hún
það. Það er þvi varla hægt að tala
um stigsmun á því að nota lykkjuna
og að gangast undir annars konar
aðgerð sem fjarlægir frjóvgað egg á
frumstigi meðgöngu. Væru þeir. sem
nota röksemdina um helgi lífs, sjálfum
sér samkvæmir myndu þeir auðvitað
byrja á þvi að ráðast gegn lykkjunni. En
málið snýst ekki um hvorl eigi að leyjá
fóstureyðingar eða ekki heldur hvenær
eigi að leyfa þær og hver eigi að ráða þvi.
Nú hefur Þorvaldur Garðar
Kristjánsson endurflutt frumvarp sitt á
Alþingi um að afnema þann rétt, sem
konur hafa haft frá 1975, til aðfá fóstur-
eyðingu, ef aðstæður þeirra eru svo
slæmar að þær treysta sér ekki til þess að
ala upp börn sín á mannsæmandi hátt.
Nú vill Þorvaldur ekki afnema fóstur-
eyðingar af völdum lykkjunnar, vegna
vansköpunar eða vanþroska fósturs eða
vegna nauðgunar, svo að ekki gengur
honum lifhelgin til. Eða ætlar hann að
setja sig í dómarasæti og ákveða hvaða
lifeigi réttáséroghvaðekki?
Fóstureyðing hlýtur alltaf að verða
neyðarúrræði. En meðan félagslegar
aðstæður eru slíkar sem raun ber vitni
um munu fóstureyðingar af félagslegum
ástæðum halda áfram að eiga sér stað.
hvort sem löggjöfin verður þrengd eða
ekki. Að fá slíka aðgerð framkvæmda
við fullnægjandi aðstæður verða þá
forréttindi hinna efnameiri — eins og
alltaf hefur tíðkast þar sem fóstur-
eyðingalöggjöfin er þröng. Sumar konur
hafa tök á að komast á góð sjúkrahús
erlendis, aðrar gangast undir ólöglegar
aðgerðir við ýmsar aðstæður og oft með
hrottalegum afleiðingum, eins og dæmi
eru um.
Fóstureyðingar eru leyfðar samkvæmt
islenskum lögum (og hafa alltaf verið og
munu verða framkvæmdar hvort sem
leyfið fæst eða ekki) og þvi vil ég leyfa
mér að spyrja: Hverjir hafa meiri
forsendur til þess en sú kona sem i hlut á
að ákveða hvenær þær aðstæður skapast
að fóstureyðing er nauðsynleg? Mikil er
ábyrgð þeirra og sjálfstraust sem telja sig
geta tekið jafnörlagarika ákvörðun fyrir
aðrar manneskjur.
Samkvæmt íslenskum lögunt eiga
konur að njóta fullra mannréttinda. En i
raun gera þær það ekki. Sem dæmi má
nefna að stórir hópar kvenna eiga ekki
rétt á lifeyri fyrir sig og nýfætt bam sitt
meðan þær eru óvinnufærar sökum
barnsburðar. En að öllu jöfnu eiga menn
rétt á greiðslum úr almennum trygg-
ingum séu þeir óvinnufærir. Annað
dæmi um að konan er ekki talin vera
ábyrgur þjóðfélagsþegn er að ef hún
verður ófrísk án þess að hafa ætlað sér
það og við aðstæður sem hún treystir sér
ekki til að ala upp barn við. þá ætlar ein-
hver nefnd úti í bæ að taka það að sér að
ákveða hvað henni sé fyrir bestu og
hvaða stefnu lif hennar skuli taka næstu
10-20 árin.
Það er samfélagið sem ber ábyrgð á
því að fóstureyðingar af félagslegum
orsökum eru svo margar sem raun ber
vitni um. Ættum við þvi ekki að einbeita
okkur að þvi að breyta aðstæðum á
þann veg að allir nýir þjóðfélagsþegnar á