Vikan


Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 28

Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 28
Jónas Kristjánsson skrifar um fimm bestu veitingahúsin í „Öllum ég elska óska ég örlítils æois Níu rétta og fimm kampavína veisla llum ég elska óska ég örlítils æðis, — það gerir hjartað glatt." Þessi orð rithöfundarins Anatole France hefur danski- meistarakokkurinn Sören Gericke gert að einkunnarorðum hins óneitan- lega æðisléga veitingahúss síns við Gothersgade 35, andspænis Rósin- borgargarði I hjarta Kaupmannahafnar. Sören Gericke er sá. sem kynnti hina nýju matargerðarlist, „Cuisine Nouvelle”, fyrir Dönum, þegar hann var yfirmatreiðslumaður hins fræga veitingahúss, Baron of Beef á Plaza hótelinu. Nú hefur hann um skeið verið sinn eigin herra á Anatole, sem alþjóðlegir sérfræðingar telja eitt af fimm bestu veitingahúsum Kaupmanna- hafnar. Franskt geimskip Innan dyra er Anatole engu líkt. kannski helst geimskipi i frönskum stil. Mest áberandi eru hinir bakháu og þægilegu borð- eða hægindastólar úr málmgrind og plussi, svo og fallegar marmaraplöturnar á borðum. Anatole skiptist i fjögur herbergi og eru hvitmálaðar þiljur I þremur þeirra, mjög svo franskar að stíl. 1 einu herberginu er ber steinninn hvitmálaður og er það ekki eins notalegt og hin þrjú. Gólfteppi eru á gólfum. Allir litir eru auðvitað I nákvæmu samræmi. Það var fullt hús 70 gesta, þegar við hjónin komum á Anatole á fimmtudagskvöldi. Nokkru áður höfðum við verið þar alein að snæðingi í fimmtudagshádegi. En svona er lifið, ýmist of eða van, sagði Sören Gericke. 427 danskar krónur Enginn skyldi fara blankur á Anatole, því að þar er dýrt að borða. Maturinn kostar 235 danskar krónur og vinið 192 krónur. Fyrir þetta fengum við sex rétti, nokkra eftirrétti og kaffi og fimm tegundir af kampavíni. Það eina, sem við gátum valið um, var milli tveggja rétta I máltíðarlið númer sex. Af þessu leiðir, að enginn eiginlegur matseðill er á Anatole og heldur enginn vínseðill. Við setjumst bara niður, fáum glas af lystauka, kampavini, blönduðu jarðarberjamauki og sitrónusafa. í gifur- lega háum og mjóum glösum. Við svörum því, hvort við viljum naut eða hana og hvort við viljum kampa- vinsröðina. Síðan sitjum við bara og mætum örlögum okkar. Meðan við sötruðum lystaukann skoðuðum við eins konar réttaskrá, þar sem taldir eru upp nokkrir tugir rétta. sem hugsanlega gætu komið á dagskrá vetrarins eftir framboði markaðs og árstíðar á degi hverjum. Síðan byrjaði skriðan. Réttir útskýrðir Fyrst fengum við létta og góða kæfu úr lúðu og sjóbirtingi með hvítri jógúrt- sósu. Þjónninn útskýrði réttinn um leið og hann setti hann á borð. Það gerði hann síðan við hvern þann rétt, sem hann bar fyrir okkar. Þetta er orðinn siður á „cuisine nouvelle” veitinga- húsum. Jafnframt kom á borðið kampavínið „Blanc de Blanc de Chardonnay Coteaux Champagnoise”, milt, gott og dálitið súrt. Þetta kampavín er ekki búið til úr blöndu hvítvínsberja og rauðvíns- berja, Chardonnay og Pinot Noir, svo sem venja er, heldur eingöngu úr hvítvinsberjunum Chardonnay. Næst á dagskrá var mjög hóflega soðinn lax I Martinisósu, frábærri, léttri og bragðljúfri. Síðan mjög góður flat- fiskur (sötunge) með kálfabrisi og ofsalega góðu truffe-svartsveppa-soði. Þessu fylgdi kampavínið Laurent Perrier Champagne Brut, mjög þurrt og sterkt á bragðið. Þá kom fjórði réttur- inn, bragðgóður humar í tómatediksósu með vel gerðri kartöfluköku. Hvíldarréttur á milli Fimmti rétturinn var eins konar 28 Vikan 24. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.