Vikan


Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 30

Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 30
Draumar Saur út um allt gólf Kæri draumráðandi! Mig langar til þess að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig, sem mig dreymdi fyrir tveimur mánuðum og læt loksins verða af því að skrifa þér. Draumurinn er svona: Ég sat á klósetli á ókunnum stað og mér fannst ég aldrei ætla að verða búin að gera þarfir mínar. Loksins þegar þetta er afstaðið er saur um allt gólf (gólfð var mjög lítið) og nær upp að klósettsetu. Ég reyni nú að hreinsa mig af bestu getu. Síðan geng égfram á gang og hitti þá J'yrir skólabróður minn, sem . . . hét, og segi við hann: „Ert þú hérna, ” og hann jánkar því. Síðan sný ég mér að stúlku sem var með honum og segi við hana: „Nei, og þú líka hérna . . . mín. ” Hún kinkar brosandi kolli en segir ekkert. Draumurinn varð ekki lengri — en ég vil taka það fram að þau eru bæði dáin og voru góðir vinir. Þökk fyrir birtinguna. Ein berdreymin. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma muntu detta í hinn eftir- sótta lukkupott einhvem tímann alveg á næstunni. Bæði salernið og saurinn boða þér mikla peninga og þú færð þá greinilega næstum alla í einu lagi. Oftlega hafa draumar sem þessi verið fyrirboði happdrættisvinnings eða annarra álíka atburða. Nöfn hinn látnu vina þinna benda eindregið í þessa sömu átt og undirstrika í raun þá hagnaðar- von sem draumurinn boðar þér augljóslega. í þessu tilviki eru tákn þess, sem sumir trúa, að látnir vinir geti birst lifendum í draurni til þess að segja fyrir um mikla atburði, bæði góða og slæma. Nöfn þeirra eru bæði mjög góð í draumi og sem fyrr segir er aðeins um undirstrikun á jákvæðum þáttum að ræða. Dreymir sömu manneskj- urnar aftur og aftur Kæri draumráðandi! Ég er alltaf yfrfuU af draumum og er alltaf að dreyma sömu manneskjurnar, næstum á hverri nóttu. í nótt dreymdi mig að ég væri heima hjá fyrrverandi eiginmanni mínum og sambýlis- konu hans. Mér fannst ég vera að passa fyrir þau barn sem þau áttu (þau eiga ekki barn). Barnið var stelpa. Þar sem ég er stödd í stofunni stel ég frá henni lampaskermi, svakastór- um. Hann var af lampa sem mér fannst hann hafa gefð henni. Svo var eitthvað meira sem ég tók Jrá henni, eitthvert sælgæti minnir mig. Jæja, svo er hún komin heim til mín, svona I kurteisis- heimsókn fannst mér, en ég var búin að fela skerminn. En hún var greinilega alls staðar að gá ; að honum, svona I laumi. Hálfsá ég nú eftir þessu en mér fannst hún gruna mig. Ég var ekki alveg örugg og ætlaði að þræta ef hún bœri þetta upp á mig. Svo er ég seinna komin til þeirra í heimsókn (með dætur okkar tvœr) og ég er að segja við hana að nú ætli ég að fá manninn minn aftur. / draumn- um fannst mér ég Ijúga því að hann vildi koma til mín. Hún sagðist aldrei sleppa honum og trúði því ekki að hann vildi fara frá henni. Þá segi ég: „Þú fékkst manninn minn þegar við vorum loksins komin á græna grein og höfðum það gott, laus við allar skuldir. Þú manst ekki eftir fátæktinni með honum eins og ég. ” Eitthvað fleira sagði ég við hana I sama dúr. Þegar ég var búin að segja henni þetta allt ætlaði hún ekki að vilja hleypa mér inn, en þá var hann þar og gaf henni Ijótt auga og sagði: „Þær koma víst inn. ” Annar draumurinn er þannig að hann er í heimsókn hjá mér og það kemur læknir og hann ætlar að drepa hann. En ég bjarga honum og við hlaupum út. Þriðji draumurinn var þannig að hún er að gœta kornabarns fyrir mig og var ég hálfhrædd um að þau myndu ætla sér að eiga það. Því kem ég þangað og beygi mig yfir vögguna og barnið brosir svo fallega til mín. Þá vissi ég að þetta var fyrsta brosið og nú ætlaði ég að taka það heim með mér. Þetta læt ég duga núna, en spyr um ráðningu, því reyndar er Jlest í þessum draumum ólíkt því sem er í vökunni. Það er samt vonandi að þú getir gefið mér ráðningu á þessum draumum, sem láta mig aldrei í friði. Þakka þér fyrirfram og skrifa aftur seinna. Bless. s Þessir draumar eru fyrir góðu og á það einkum við um þig og þitt heimili. Merkingin er sýnu verri fyrir fyrrverandi mann þinn og sambýiiskonu hans. Merking drauma af þessu tagi getur þó verið með ýmsu móti og það er til í dæminu að hugsanir í vökunni brengli merkinguna og hafi bein áhrif á atburðarás í draumnum. í slíkum tilvikum er vafasamt að telja táknin mark- tæk nema að litlu leyti. Ýmislegt bendir þó til þess að umhverfis- breyting gæti orðið þér til góðs og breytt ýmsu sem ekki er með besta móti um þessar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.