Vikan


Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 16

Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 16
Framhaldssaga Kramer — — GEGN Kramer Sundlaug? Var það ekki hættulegt? Heill dagur? Yrði Billy ekki einmana? Hann Billy hans mundi taka áætlunarvagn út úr borginni í umsjá ókunnugra til ókunnugs staðar. Og að hausti mundi Billy hefja skólagöngu, alvöru- skólagöngu. Og þeir létu hann svo sannarlega hafa fyrir hlutunum. Hann varð að setja sölu á svið eins og hann væri þegar farinn að starfa hjá þeim, þeir létu hann ræða við þykjustu-viðskiptavin, slepjulegan mann á sjötugsaldri sem var bæði auglýsingastjóri og eigandi útgáfunnar og hafði auga á hverjum fingri. — Þetta var ágætt hjá þér. Alveg ágætt. Þú heyrir frá okkur eftir viku. Það var alveg eins og hann hefði sungið fyrir þá til að krækja sér i hlut- verk í söngleik. — Það er enn ekkert ákveðið með kaup. — 1805 ásamt umboðslaunum. — Þú sagðir 19, kannski 20. — Sagði ég það? Það hefur verið einhver misskilningur. Nei, 1805. Við gætúm fengið mann fyrir mun minna. — Þaðerekki mikið. — Við erum heldur ekki tímaritið Life. Nokkuð annarleg athugasemd þar sem Life var hætt að koma út en iðnaðarblaðið hélt áfram útgáfu. Hann átti sem sagt möguleika á vinnu sem var rétt ofan við þau mörk sem gátu kallast léleg. En hún var sú eina sem hann átti völ á fyrir utan tilboð Jims O’Connors. Tæki hann þessa vinnu yrði hann senni- lega að fá sér ódýrari íbúð. Og þyrfti hann að flytja mundi kostnaðurinn við það gleypa í sig leigumismuninn 1. árið. Hvað tekjur snerti gat hann alveg eins gerst leigubílstjóri. Því fylgdi þó nokkur áhætta að aka leigubíl i New York. Leigubílstjórar urðu oft fyrir árás i starfi. Honum var skemmt yfir að hann skyldi draga þennan galla fram til að undirstrika að hann ætti að halda áfram í sama starfi. Fáir auglýsingasölu menn urðu fyrir árás í starfi. En svo fór hann að velta fyrir sér þeim möguleika að það gæti gerst. Hvað ef hann yrði nú rændur einhvers staðar eða jafnvel drepinn? Hvað yrði þá um Billy? Hann hafði ekki gert neina erfðaskrá. Hvaðef hann dæi skyndilega? Hver fengi drenginn —foreldrar hans? Óhugsandi. Foreldrar Jóhönnu? Ómögulegt. Ted Kramer hugsaði um dauða sinn. Svo ákvað hann að biðja einu manneskjuna i heiminum, sem hann gat treyst fyrir drenginn. — Thelma, ef ég dey — — Talaðu ekki svona. — Hlustaðu nú á mig. Ef eitthvað kemur fyrir mig og ég dey, viltu þá taka Billy að þér? — Ég er djúpt snortin — — Viltu það? — Er þéralvara? — Já. Ég veit að það er ekki auðvelt að svara þessu. — Ted — — Viltu hugsa um þetta? — Égeralvegorðlaus. — Ef þú heldur að þú treystir þér til Copyright 1979 by A very Corman. þess, þá langar mig að geta þess í erfðaskránni. — Ted, talaðu ekki svona. — Mig langar til að láta skjalfesta það í erfðaskránni. — Þér er óhætt að gera það, Ted. — Þakka þér fyrir, Thelma. Þakka þér afskaplega vel fyrir. Ég veit að honum mun líða vel hjá þér. Þú ert góð móðir. Þessar dapurlegu hugsanir hvildu svo þungt á honum að hann hringdi i lögfræðing og bað hann að skrifa fyrir sig erfðaskrá. Þar var Thelma skráð sem ábyrgðarmaður Billys. Svo heimtaði hann að læknirinn hans, sem hann hafði ekki séð í tvö ár, gerði nákvæma rannsókn á heilsufarinu til að fá staðfestingu á því að hann væri ekki að dauða kominn. Læknirinn tilkynnti honum að hann væri eftir því sem sjáan- legt var við bestu heilsu — en það yrði nokkurra daga bið á úrskurði rann- sóknarstofunnar. Hin góðu tiðindi um heilsufar hans höfðu svo góð áhrif á hann að hann eyddi næstu helgi með Billy á leikvellinum. Þar klifruðu þeir um i fjörugum apaleik sem Billy var alltaf jafnhrifinn af. Ted sá son sinn fyrir sér leiða brúði sína til altaris — eftir að hafa skroppið með Ted í smáapa- leik á leikvellinum fyrir athöfnina. Það er að segja ef hann sjálfur lifði svo lengi. Hann hafði varla efni á að greiða Ettu 16 Vikan 24. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.