Vikan


Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 6

Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 6
Listahátíð í Reykjavik. Erlingur f hlutverki hjartasór- fræðingsins, nývaknaður. Æfingum á leikritinu Snjó lauk nú fyrir skemmstu og það hefur nú verið frumsýnt á Lista- hátið. Þá uppskera leikarar, leik- stjóri, höfundur og aðrir aðstandendur sýningarinnar laun erfiðis síns, og þá loks vita SNJÓR UM MITT SUMAR Reynir að blíðka Dísu (Lilju Guðrúnu). Það skerst í odda með þeim. þeir i raun hver árangurinn hefur orðið. Blaðamaður og ljósmyndari VIKUNNAR fengu nú fyrir skömmu að líta inn á æfingu leiksins og fylgjast með því sem þar fór fram. Það var skuggsýnt á sviðinu er okkur bar að garði, full skuggsýnt fannst ljósmyndaranum sem þó tókst að festa þessar myndir á filmu. Leikarar og leikstjóri Höfundur leikritsins Snjór er Kjartan Ragnarsson. Kjartan hefur á undan- förnum árum verið töluvert í sviðs ljósinu, í eiginlegri og óeiginlegri merkingu þess orð. Hann er leikari, leikstjóri og leikritahöfundur og hcfur líklega vakið hvað mesta athygli fyrir síðasttalda hlutverkið nú að undan- förnu. Útfærsla hans á Ofvita Þórbergs Þórðarsonar hefur gengið fyrir fullu húsi í allan vetur og önnur leikrit hans eru mönnum í fersku minni. Saumastofan, Týnda teskeiðin og Blessað barnalán hafa náð til ótrúlegs fjölda landsmanna og alltaf er verið að setja upp leikrit Kjartans viða um land. Og hvers megum við svo vænta af Kjartani í þessu nýja leikriti, Snjó? Kjartan segist vera að fjalla um lifið og tilveruna, reyna að bregða upp mynd sem höfðar til áhorfenda og boðskapur leiksins verði svo sjálfsögð niðurstaða þess sem á horfir. Hann vill ekki predika yfir fólki, gildra sem líklega er auðvelt að falla í ef fjallað er um jafnviðkvæmt efni og vandamál fólks. Leikurinn gerist i læknisbústað úti á landi. Gamli læknirinn þar fær hjartaáfall. Hann þykist hvergi hræddur og neitar að fara suður á spitala. Hjartasérfræðingur kemur á staðinn, gamall nemandi gamla læknisins, og kona hans sem einnig hafði hafið nám i læknisfræði en hætt til að vinna fyrir manninum sínum meðan hann var að Ijúka prófi. Spenna magnast svo með ýmsu móti. Brestir fara að koma í 10-15 ára hjónaband yngri læknisins en eldri læknirinn reynist óttast dauðann meir en hann vill vera láta. Kjartan leitast við að ná upp spennu i leiknum, halda athygli áhorfandans og inn í dæmið koma utanaðkomandi spennu- valdar. Kjartan telur að uppbygging leiksins, skipulag hans sé meginatriðið sem hann hefur við að fást í Snjó. Hann hafi í raun ekki getað byrjað að vinna verkið fyrr en hann gerði sér grein fyrir því hvernig því mundi lykta. Það sem hann hafi þó fyrst og fremst orðið að gera sér grein fyrir sé hvaða tilfinningu hann vill framkalla hjá áhorfandanum. Leikformið bjóði síðan upp á útfærslumöguleika sem kalli á ákveðin vinnubrögð, markviss og að vissu leyti eftir ströngum lögmálum. „Það er líkt og að setja Höfundur spjallar vifl aðstoðarleikstjóra, 'ouflnýju Halldórsdóttur. KJARTAN RAGNARSSON 6 Vikan 24. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.