Vikan


Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 43

Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 43
Nú var þögnin algjör. Jafnvel verurn- ar, sem stigu upp úr djúpinu, voru hættar að skrækja og hlæja. Fang'in af ósýnilegum höndum, stóð hún í þögn inni miðri og reyndi að æpa og æpa. Og tókst þaðekki. Þriðji hluti KLÓNUR OG SKRIÐDAUÐINN FYRSTI KAFLI Dave Farmer rannsóknarlögreglu- stjóri er maðurinn sem hefur yfirstjórn á upplýsingaöflun 01B. Sér til aðstoðar hefur hann hóp sérfræðinga, bæði óbreytta borgara og lögreglumenn, og i gegnum herbergin þeirra fimm hjá New Scotland Yard er stanslaus straumur upplýsinga. Aðallega koma þær að fremur litlu gagni. Upplýsingarnar eru tölvuunnar og mikill hluti þeirra geymdur í minninu árum saman, áður en þær eru loks þurrkaðar út. Eins og svo margir aðrir reynir Farmer ómeðvitað að sýna umhverfinu táknræna mynd af sjálfum sér, nafni sínu og hugsanlegu ætterni. Hann er maður stór vexti, klæðist tvídfötum eins og hann væri í sveit, þó hann sé staddur í London miðri, og hann fylgist grannt með jafnóliklegum málefnum og naut- gripaverði eða verðsveiflum á korn- metismarkaðinum. Þetta er ósköp mein- laus tilgerð, sem allir vita um — en ef einhver nefndi það einhvern tíma við hann í alvöru, myndi hann trúlega neita með öllu að eiga slíkt til. Það var Dave bóndi sem loks gat sett saman fáein brot af fjalli fínt síaðra efna og fengið þannig hluta af einhverju, sem minnti á ákveðið mynstur aðgerða . . Þegar Wall sendi fyrstu og aðra dul- rænu-viðvörun sína nefndi hann sérlega Gray Jordan, og Dave Farmer, sem var að sinna skyldustörfum hjá Yard þenn- an sunnudag, fékk einn af sínum venju legu innblástrum. Hitt aðaláhugamál Farmers var, og er enn, fjársvikadeildin, sem OIB vinnur alltaf náið með og hefur reyndar fengið þaðan nokkra sinna bestu manna (til dæmis Farmer sjálfan og Ian Wall). Mikill hluti þeirra upplýsinga, sem Farmer fær í hendurnar. fer til mótparts hans i fjársvikadeildinni, Reg Collins rannsóknarlögreglustjóra. Og upp á síð- kastið hafði Collins verið að kanna nokkur óútskýrð sjálfsmorð, eða það, sem virtust vera sjálfsmorð, hjá fjár- málarisunum í City. Mynstrið virtist alltaf vera það sama. Áberandi maður birtist á sjónarsviðinu og vann sig upp á toppinn og dró á eftir sér halarófu hinna og þessara fyrirtækja. Nýr keisari fædd- ist svo að segja á einni nóttu, og nýtt veldi reis, metið á svo eða svo margar milljónir. Isadore-Cohn, sem fljótlega fékk lávarðstitil. var formaður British Imp.-Ex; sir C’harles Blomfield, formaður AGRO Mining; og sir George Payn, formaður og framkvæmdastjóri Payn Paget Investments; þeir voru allir dánir á síðustu tíu árum, og líkast til fyrir eigin hendi. Hvert dauðsfall hafði valdið ókyrrð á verðbréfamarkaðnum og hlutabréf upp á ótaldar milljónir höfðu fallið í verði í æðisgenginni sölunni. En í öllum tilfellum hafði einhver orðið til að I kaupa, og aftur komst kyrrð á. Þessir kaupendur hlutu án efa verðskuldaða umbun fyrir þá trú sína, að hin aðskiljanlegu fjármálaveldi væru í eðli sínu traust, þeir auðguðust ágætlega i öllum tilfellunum, því þeir keyptu á lágu verði og seldu hlutina síðar, þegar ró var komin á. Fjórða sjálfsmorðið var nýskeð. Og það var það, sem hafði vakið áhuga Collins á þeim öllum fjórum. Stóri Jim Forrester, hjá verðbréfafyrirtæki BJF, hafði á sínum snærum hóp með svo margs konar áhugamál, að það olli bók- höldurunum hans miklum áhyggjum, en hlutafjáreigendum þeirra mörgu fyrir- tækja, sem um var að ræða, talsverðum hagnaði. Veisluhöldar, bíla- og flugvéla- leigur, auglýsingastofur og mjög arðbær keðja ráðningastofa fyrir skrifstofufólk, svo aðeins séu nefnd nokkur af áhuga- málum hans. Hann var rúmir tveir metrar á hæð, þrekinn og vöðvastæltur og hafði ávallt virst ímynd styrks og varanleika. Braskarar börðust um að fá far með öllum ört stígandi loftbelgjun- um hans — uns dag nokkurn, að þeir hófu að síga, hægt en allir samtímis, og loks bárust þær fréttir að snillingurinn aðbaki þeim væri látinn. Á tæpum þrem mánuðum höfðu hlutabréfin i BJF fallið um meira en þrjá fjórðu. Sögur voru á kreiki um enn meira hrun. Siðan komu stóru kaupend- urnir hljóðlega til skjalanna. Kyrrð komst á. Verðið hafði aldrei komist alveg jafnhátt og á meðan stóri Jim var og hét, en þó var rúmlega ‘helmingur af glötuðu milljónunum kominn aftur á markaðinn. Þeir sem höfðu selt i hræðslukasti, bölvuðu sjálfum sér og sleiktu sár sín. Þeir sem komu í staðinn, fóru yfir skjölin og sáu, að i heildina hafði hagnaður þeirra orðið margar milljónir punda. Aftur vár þarna sama mynstrið. En hvaða þættir voru þarna sameiginlegir? Hvers vegna höfðu Isadore-Cohn, Charles Blomfield. George Payn og nú Jim Forrester, allt saman menn á tindi traustra fjármálavelda, skyndilega svipt sig lífi? Hvers vegna varð Charles Blom- field, svo hann væri tekinn sem dæmi, að berjast við stjórnarmeðlimi sína, þegar þeir reyndu opinberlega að svipta hann völdum? Hví skyldi slíkur maður. nýkominn á fimmtugsaldur, sæta ásök- unum um skerta ábyrgðarkennd? Reg Collins rannsóknarlögreglustjóri og þrír aðrir meðlimir fjársvikadeildar- innar voru að reyna að finna svörin við þessum spumingum, og Dave Farmer hafði séð mikið af gögnunum, sem þeir höfðu úr að vinna. Það hafði i rauninni ekkert bent til dulrænna athafna, það gerir það sjaldan. Á efnissviðinu verður einhver atburðarás, og oft er það ekki nema óljós tilfinning, eða ef tveir að því er virðist óskyldir hlutif eru tengdir af tilviljun, sem eitthvað annað kemur i ljós. Collins hafði verið að aðgæta kaup- endurna, sem komu svona heppilega til bjargar í öllum tilfellunum fjórum. Mikið af stærri hlutunum hafði farið til kaupenda á meginlandinu, andlitslausra samsteypna, sem virtust hafa yfir tals- verðum sjóðum að ráða og vera reiðu- búnar að flytja sig um set á svæði, sem heimamönnum virtust ótrygg. En með aðstoð Interpol tókst loks að setja nöfn í samband við þessa hópa. Og þó að sum nöfnin kæmu fyrir aftur og aftur, merkti það svo sem ekki neitt. Nema nafn G.K. Jordan. Og þar var það óvenju næmur hugur Dave bónda, sem greindi sam- hengið. G.K. Jordan, sem kom viðsögu í öllum fjórum málunum, sem fjársvika- deildin hafði til rannsóknar; og Graham (Gray) Jordan, sem OIB lýsti eftir. Þetta var fyrsti veiki hlekkurinn milli satanistanna á Friars Hill og óútskýrðra dauðsfalla fjögurra fjármálamanna. Þegar víst varð, að samband var hugsan- legt, voru Collins rannsóknarlögreglu- stjóri og hinir þrír mennirnir frá fjár- svikadeildinni kallaðir úr helgarfríi til að sitja með Farmer og öðrum OIB-mönn- um umhverfis stóra borðið í vinnuher- bergi Dave. G.K. Jordan? Dulmálssend- ing til Interpol kom þegar með svarið. Graham Kenneth Jordan, tvö heimilis- föng, sem hvorugt kom að notum. Bæði voru c/o Coutts International, annað í París, hitt við Berkeley Square. NÝJUNG: 11 Sláttuvél með nykmþræði, III t VÉLORF Frœ, allskyns fræ, áburöur, pottar, sláttuvélar, hjólbörur, úðadælur, vökvunartæki, slöngur, slöngu- vagnar, slönguhengi, plastdúkur og ótal fleiri vörur til garðyrkju s.s. lúsalyf, sveppalyf, arfalyf. Eiturúðunardælur til úðunar með ýmsum vökvum. j{> s. im k luj SÖLUFÉLAG GARÐYRKJU- MANNA Reykjanesbraut 6 101 Reykjavík Simi 24366 24. tbl. VlKan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.