Vikan


Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 10

Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 10
Landbúnaður Útsæðið spfrar i hátfan mánuð við birtu og stofuhita. Strax og tíðarfar leyfir, ar útsæðið drrfið ofan i jörðina. Útsæðið er komið i geyminn á niðursetningarvélinni, en Sverrir Þór bætir' áburði ó vélina. við erum aftur komnir heim til Sigurðar í Háarima. Hann hefur vart sleppt orðinu þegar barið er að dyrum. 1 heimsókn er kominn einn gamalreynd- asti kartöflubóndinn i Þykkvabænum, Óskar Sigurðsson í Hábæ. „Ég hóf að rækta kartöflur til sölu árið 1934. Þá var vélvæðing engin. Ég notaðist við hestaplóg, höggkvíslar og handaflið. Ériðrik kaupmaður keypti af mér uppskeruna ,og seldi hana til Reykjavíkur. Þá voru settir niður 42 pokar og síðan stungið upp á haustin,” sagði Óskar. Talið berst að vélvæðingunni og Óskar hefur frá ýmsu að segja. Hann keypti ásamt Jóni í Nýjabæ fyrstu vélina sem notuð var við kartöflurækt í Þykkvabænum. Það var kartöfluupp- tökuvél, sem þeir keyptu árið 1942, og rótaði hún kartöflunum upp þannig að þær lágu í röst á jörðinni. Seinna keyptu þeir svo aðra upptöku- vél, sem skildi kartöflurnar eftir í röð á jörðinni, þannig að léttara var að tina þær upp. Það var ekki fyrr en á sjöunda áratugnum að keyptar voru til landsins vélar sem sekkjuðu uppskeruna jafn- óðum. Segir sagan að Sigurbjartur Guðjónsson í Hávarðarkoti hafi séð slíka vél i íslenska sjónvarpinu þegar það var nýbyrjað. Hann lét panta vél til landsins og eiga nú flestir kartöflu- bændur stórvirkar upptökuvélar af þessu tagi. Vélvæðingin var seinna á ferðinni i niðursetningu á kartöflum. Óskar átti eina af fyrstu niðursetningarvélunum og þurfti að tína kartöflurnar ofan í vélina, eina af annarri. Vélin plægði jaröveginn og lokaði honum aftur, en bjalla á vélinni hringdi þegar átti að láta útsæðið detta. Óskar réð einhverju sinni til sin sjómann, sem sat á niðursetningarvél- inni og lét útsæðiskartöflurnar detta við bjölluhringinguna. Þegar hann hafði setið við þennan verknað drykklanga stund varð honum að orði: „Nú, þetta er ekki meiri vandi en að beita.” Hluti af uppskeru hvers árs er geymdur við sérstök skilyrði eða „hafður á pillunni” eins og bændurnir orða það. Það þarf að koma í veg fyrir að þessar kartöflur spiri, þær verða nefnilega notaðarsem útsæði næsta vor. Þessar kartöflur eru spíruvarðar með sérstökum reykmyndunaráhöldum, þær eru gerðar „náttúrulausar” segja Þykkbæingar. Útsæðið fær loks að spíra um miðjan april ár hvert. Þá er það tekið fram úr kuldanum, látið liggja í sérstökum spírunarkössum í birtu og 15 til 20 stiga hita. Kartöflurnar spíra á 7-14 dögum, og segja bændur að ólafsrauðurinn sé „graðari” en til dæmis gullaugað, en fyrrnefnda tegundin spirar fyrr. Þegar jarðvegs- og hitaskilyrði eru orðin viðhlitandi að vori tekur niður- setningarstarfið við. Myndirnar sem fylgja þessari grein lýsa þvi. Eitri gegn illgresi þarf að úða yfir kartöflugarðana 8-12 dögum eftir niður- setningu. Síðar um sumarið hreykja bændur upp að kartöflugrasinu til að halda jarðveginum skorpulausum. Með þvi móti nýtur sólarorkan sín betur. Þegar tekur að liða að lokum vaxtar- tímans líta bændurnir eftir því hvort til dæmis stöngulsýki hefur breiðst út. Það er mjög nauðsynlegt að fylgjast grannt með útbreiðslu þessa bráðsmitandi sjúkdóms sem getur valdið gifurlegu tjóni. Mjög stöngulsýktar kartöflur eru óhæfar til dreifingar. Síðari ár hefur góðu heilli nokkurn veginn tekist að halda þessum sjúkdómi í skefjum. „Kartöflubændur mega eiga von á strangara mati í haust, þar sem ný reglu- gerð mun taka gildi, því í ljós hefur komið að i núgildandi reglugerð eru ekki nægilega nákvæm ákvæði varðandi geymslusjúkdóma, geymslu|x)l og fleira,” sagði Eðvald B. Malmquist, yfirmatsmaður garðávaxta, í viðtali við Vikuna. Geymsla á kartöflum er ekki siður mikilvæg en vaxtartímabilið. Kartöflur geta orðið fyrir sjúkdómum í uppvextin- um, svo sem sveppasjúkdómum, myglu og stöngulsýki. En jafnvel þótt þær sleppi við þessa sjúkdóma er þeim hætt við geymslusjúkdómum og þá alveg sér- staklega ef þær hafa skaddast við upp- tökuna. Kartöflum sem skaddast hafa við upptöku er hætt við phoma- sveppum, fuceri-sveppum og öðrum geymslusjúkdómum. Eðvald B. Malmquist leggur þvi áherslu á að rétt verði að kartöflu- upptökunni staðið i haust. Hann fræðir okkur einnig um geymslu á kartöflum. Best er að geyma kartöflur við 4 stiga hita á Celsíus. Geymslustaðurinn þarf ekki endilega að vera myrkur, en þó er rétt að taka fram að gullauga þolir birtu illa og kemur græn slikja á hýðið, sem þó er hættulaust. Ekki þarf að hafa áhyggjur af áhrifum birtu ef kartöfl- urnar eru geymdar í neytendaumbúð- unum, það er að segja bréfpokunum. Á geymslustaðnum má ekki vera mikill raki og hann má heldur ekki vera of þurr. Þeir sem hafa það fyrir venju að geyma kartöflur undir eldhúsvaskinum IO Vikan 24. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.