Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 13
IC < \C <
gildandi laga um fóstureyðingar?
ÞORVALDUR GARÐAR
KRISTJÁNSSON:
„Þjóðfélag sem leyfir
fóstureyðingar af félags-
legum ástæðum lítur
fram hjá hinum raun-
verulega vanda, sættir
sig við óleyst vandamál"
„Samkvæmt þessu eiga
félagslegar ástæður
aldrei að geta réttlætt
fóstureyðingu. Þess
vegna ber að þrengja
ákvæði gildandi laga um
fóstureyðingar"
„Það er grundvallaratriði
að þetta mannslíf hefur
rétt til þess að vera
borið í þennan heim"
24. tbl. Vikan X3
heimilinu. Ef barnið er ekki velkomið i
heiminn af einhverjum ástæðum skal lífi
þess tortimt. ef óskað er. Þá er önnur
leiðbeiningarreglan sú að fóstureyðing
geti verið heimil ef konan býr við „bágar
heimilisástæður vegna ómegðar eða
alvarlegs heilsuleysis annarra á heim
ilinu". Og þriðja leiðbeiningarreglan er
sú að fóstureyðing geti verið heimil
„þegar kona getur ekki vegna æsku og
þroskaleysis annast barnið á full-
nægjandi hátt”.
Tvær siðustu leiðbeiningarreglurnar
byggjast vissulega á félagslegum ástæð-
um. Enginn neitar því að bágar heimilis-
ástæður vegna ómegðar eða alvarlegs
heilsuleysis á heimili eða þroskaleysis
móður getur skapað félagslegt
vandamál. En spurningin er hvernig á
að bregðast við þeim vanda. Það á ekki
að gera með því að veita heimildir til
fóstureyðingar. Þjóðfélag sem leyfir
fóstureyðingar af félagslegum ástæðum
lítur fram hjá hinum raunverulega
vanda, sættir sig við óleyst vandamál.
Félagslegur vandi verður ekki leystur
nema með félagslegum ráðstöfunum.
Samkvæmt þessu eiga félagslegar
ástæður aldrei að geta réttlætt fóstur-
eyðingu. Þess vegna ber að þrengja
ákvæði gildandi laga um fóstureyðingar.
Þetta leiðir af því. að það er um
mannslíf að tefla. þegar rætt er um
eyðingu fósturs. Það er grundvallar-
atriði að þetta mannslíf hefur rétt til þess
að vera borið í þennan heim. Réttinn til
lífsins verður að viðurkenna. Það er
siðferðileg skylda að varðveita lif, jafn
vel lif ófædds barns. Það verður að
byggja á því lífs- og manngildismati sem
er undirstaða íslenskrar menningar og
arfleifðar. Samkvæmt þvi mati er
rétturinn til lifs undirstaða allra annarra
mannréttinda.
Islandi og foreldrar þeirra hafi mögu-
leika á að lifa mannsæmandi lifi. Það má
benda þeim. sem í raun vilja að konur
þurfi ekki að láta eyða fóstri af félags-
legum ástæðum. á að baráttumál
Rauðsokkahreyfingarinnar eru meðal
annars: Lifvænleg laun fyrir átta stunda
vinnudag. Atvinnuöryggi fyrir alla.Næg
og góð dagvistarheimili. Sex mánaða
fæðingarorlof fyrir alla. Kynferðis-
fræðsla i skólum. Ókeypis getnaðar
varnir.
Að minu mati er þetta eini grund
völlurinn sem hægt er að berjast á. ef
menn vilja fækka fóstureyðingum af
félagslegum ástæðum. Allar hugmyndir
um þrengingu þessara laga eru því út i
hött.
Opurt er um hvort ástæða sé til að
þrengja ákvæði gildandi laga um fóstur
eyðingar. I gildandi lögum er gert ráö
fyrir að félagslegar ástæður heimili
fóstureyðingu þegar ætla má, eins og
það er orðað, „að þungun og tilkoma
barns verði konunni og hennar nánustu
of erfið vegna óviðráðanlegra félagslegra
ástæðna". í lögunum er svo að finna
leiðbeiningar um til hvers skuli tekið
tillit við mat á þvi hvað er „of erfitt” í
þessu sambandi og hvaðeru „óviðráðan
legar félagslegar ástæður”. Þar er
tiltekið sem ástæða fyrir fóstureyðingu
að konan hafi alið mörg börn með stuttu
millibili og skammt sé frá siðasta barns-
burði. Samkvæmt þessari reglu getur
fóstureyðing verið heimil þó að heimilis
ástæður séu góðar og heilsufar gott á
IBBBWM
L