Vikan


Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 21

Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 21
stjórnkænsku. Hann gat ekki horft aðgerðalaus á barnið sitt gráta tapið svobeisklega. —Þú átt sjálfur að standa fyrir þinu máli, öskraði hann. —Þú hefur engan rétt til að æpa á mig, sagði Billy og beygði af. Eftir að hafa staðið í samningum vegna vinnu sinnar í New York var hann kominn til Flórída til að standa I samningum vegna leikfangabáts og fórst það ekki einu sinni vel úr hendi. Sandy, sem fylgst hafði með málum, bað Holly að fara með Billy á róluvöllinn. —Nú hefurðu fri í tíu mínútur. —Þakka þér fyrir, Sandy. —Mér líst ekkert á þetta. Ég var að tala við Ralph — ég held að þú þurfir á dálitlu fríi að halda. Barnið líka. Stundum þurfa börn og foreldrar að fá sér smáfri hvort frá öðru. — Þú ert mjög taugaspenntur. sagði Ralph. —Við höfum gert áætlun og það þýðir ekkert fyrir þig að malda i móinn. Við förum i Disneyland með Billy. Sjálfur geturðu gert hvað sem þér sýnist. Verið kyrr hér eða farið á eitthvert hótel i Miami. Við munum hugsa vel um Billy. Þetta verður ykkur báðum til góðs. —Ég er ekki svo viss. Leyfið mér að hugsa mig um. Það sem flýtti þó fyrir ákvörðun hans var sú staðreynd að honum var farið að standa alveg ósjálfrátt. Og þar sem hann sat í sundskýlu einni fata með Billy i fanginu var þetta ákaflega óviðeigandi og óþægileg staðreynd. Þegar þetta fór að koma oftar fyrir greip hann óviðráðanleg þrá til frelsis svo hann gæti losnað við frekari atburði af þessu tagi. Það var áreiðanlega best að hann sendi Billy í Disneyland þar sem hann gæti um stund setið í fanginu á Mikka mús í staðinn. Ted sagði Billy að hann ætti að fara einn með fjölskyldunni í Disneyland. Pabbi þyrfti að fá nokkra daga fyrir sjálfan sig. Svipur barnsins lýsti vonbrigðum. —Já, en við ætluðum að fara þangað saman. —Við höfum nógan tíma til að vera saman. —Ég vil ekki fara. —I Disneyland? Þér g'etur ekki verið alvara. Þetta hitti i mark. Billy gat ekki staðist Disneyland. Fjölskyldan tók sér bil á leigu og ók í norður. Dóra reyndi að gera Billy brottförina auðveldari með þvi að kaupa handa honum stóran poka af brúnum og rauðum lakkrís. —Hafðu engar áhyggjur. Það verður allt í lagi með hann, kallaði Dóra. Borðaðu gottið þitt. Billy veifaði dapurlega til hans út um gluggann. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir feðgamir skildu. Þau ætluðu að vera þrjá daga í Disneylandi. Ted gat hitt þau þegar þau kæmu til baka eða tekið sér frí það sem eftir væri vikunnar þar sem Sandy ætlaði að vera áfram. Hann hefði líka getað tekið viku í viðbót, en það þýddi að Billy yrði eingöngu i umsjá foreldra hans. Og hann var mjög hikandi við að skilja hann svo lengi eftir í sælgætis- landi. Og Harold var enginn uppeldis- fræðingur. Einhvern tíma þegar Ted leitaði sem ákafast lausnar á einni leikfangadeilunni við sundlaugina kallaði Harold: — Segðu honum að lemja í magann. Það er venjulega nóg. Þú verður að kenna honum að lemja í magann. Hann var frjáls. Hann mundi varla eftir öðru eins frelsi. Honum var frjálst að láta sér standa eins mikið og hann vildi og sofa til tíu á morgnana. Hann gat átt í ævintýri með ekkjunni Gratz, unglegri konu sem var kannski ekki einu sinni orðin fimmtug — laglegasta konan við sundlaugina, grannvaxin og aðlaðandi ef maður forðaðist að horfa á hár hennar sem lá eins og plasthrúga ofan á höfðinu. Framhald í næsta blaði. Bouclé TASSO vegg- stríginn fráokkurer | ý|,' h,,;j ; *^lfr^j;; of | *•! auðveldur íuppsetningu sími 83500 24. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.