Vikan


Vikan - 06.11.1980, Síða 2

Vikan - 06.11.1980, Síða 2
Mest um fólk Þessir hressu krakkar eru hluti af Tapiola-unglingakómum sem hér var staddur af þessu tilefni. Þau heita Sinikka, Jukka, Ann, Matti, Eva, Pia og Mikkn. A finnsku kvöldi Það er ekki ofsögum sagt að Finnland er fagurt og fritt. Sömuleiðis er finnskur matur sérstæður og Ijúffengur. Þessu fengu menn að kynnast á Finnlands- kynningu á Hótel Loftleiðum sem haldin var í byrjun október. Þar var boðið upp á finnska sérrétti. dixíland jass. kynningarkvikmynd og sýnishorn af finnskri tísku. Á matseðli kvöldsins var m.a. reykt hreindýrakjöt að lapplenskum hætti, með einiberjum og trönuberjum. Finnsk-amerísk tónlistin leikin af hljómsveitinni DDT (Downtown Dixieland Tigersj var hið ágætasta meðlæti með hnossgætinu. Sýningarfólk úr santtökunum Módel '79 sýndi fatnað frá finnska fyrirtækinu Finnwear. Það fyrirtæki hefur m.a. sérhæft sig í framleiðslu fatnaðar úr bómullarvelúr. Sýndir voru kjólar, sloppar, náttföt og baðföt. Kven- og barnafatnaðurinn fæsl i versluninni Dömunni, en herraflíkurnar í Geysi. Að sýningu lokinni var stiginn dans af miklum krafti við fjörugan undirleik DDT. Virtust allir skemmta sér hið besta enda sveif finnskur andi yfir vötnum. Hjónin Atli Helgason og Sif Johnsen, á milli þeirra situr Guðný Albertsson. Atli hafði aldrei fyrr verið á tískusýningu en lét vel af. 2 Vlkan 45. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.