Vikan


Vikan - 06.11.1980, Qupperneq 16

Vikan - 06.11.1980, Qupperneq 16
Grensásvegi 11 - sími 83500. MSBUmB frfálst, úháð dagblað J_______!______ Jennifer setti hljóðnemann upp að munninum og byrjaði. .. Ríkarður lagði mótorhjólinu fyrir framan húsið og ýtti á hnapp dyra- simans. Kristján bað hann um að koma upp á aðra hæð. Hann athugaði eyðilegginguna í stof- unni gramur og gekk siðan upp í her- bergi Kristjáns. — Hvað hefur eiginlega gerst? spurði hann. — Þaðer allt útatað i glerbrotum! Kristján brosti breitt. — Er útlitið slæmt á neðri hæðinni? Við erum ekki búin að athuga ennþá hvernig okkur tókst til. — Ég hélt að löggur væru eldri, sagði Jennifer hugsandi. Hún líktist álfamær þar sem hún sat þarna með stór blá augun og Ijóst hárið. Rikarður brosti svo sást í hvítar tennurnar. — Ég stefni hægt og rólega að því að verða eldri. Varstu fermd? Þegar hann sá undrunarsvip hennar bætti hann við: Ég var viðstaddur. Jonni Mohrer bróðir minn. Það birti.yfir andliti Jennifer. — Svo þú ert þá hetjan! Þá þekkjumst við næstum því. Ég hélt að löggur væru . . . væru. . . — Éýld og gömul ofurmenni. Nei. við erurn bæði venjulegir og dauðlegir. Segið mér nú hvað hefur gerst. Var brotist inn? — Já. flýtti Jennifer sér að segja. — Það voru þjófar hérna en við hræddum þá I burtu. — Héðan, bætti Kristján við. — Jennifer var alveg frábær. Þú hefðir átt að heyra I henni. Hún andaði I hljóðnemann. þungt og drungalega eins og sá sem hlustar og hefur þungar áhyggjur. Það var eins og veggirnir væru lifandi og biðu eins og kettir í veiðihug. Siðan hló hún — langt niðri I hálsinum, eins og húsið væri haldið kvalalosta. Annar þjófanna var alveg frá sér af hræðslu en þetta hafði engin áhrif á hinn. Hann var of gáfaður. Hún fékk aðra hugmynd. hún var lifshættuleg en bráðsnjöll! Ég tók alla hátalarana í her- berginu úr sambandi svo okkur sakaði ekki, setti síðan rafeindatónlist á plötu- spilarann og skrúfaði á fullan styrk. — Ja. héma. muldraði Ríkarður. — Það hlýtur að hafa verið óþolandi. sagði Kristján og hló. — Það er líka bannað. Húsið nötraði og ruðurnar skulfu eins og lauf I vindi. Það voru engin smáöskur sem þeir gáfu frá sér! Þeir hentust út og héldu höndunum fyrir eyrun þar til þeir voru komnir I bíl- inn. Það er skrýtið að þú hafir ekki mætt þeim. Leitaðu bara að heyrnarlausum náungum og þá hefurðu fundið þorpar- ana! — Hvað ertu eiginlega gamall. Ríkarður? spurði Jennifer. — Tuttugu og fjögurra ára, en. . . — Svona gamall? Hann fann hvernig hún virti einkennisbúning hans fyrir sér. 16 Vikan 45* tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.