Vikan - 06.11.1980, Síða 20
SPURNINGARNAR
ÞRJÁR
1. Hvað varð til þess, að þú tókst þó ákvörðun að takast á við
vartdann — að alvöru?
2. Hvað kom þér mest á óvart í meðferðinni?
3. Hvemig tók samfálagið þér að meðferð lokinni?
NÚ ER ÉG FRJÁLS
GUNNAR ÖRN GUNNARSSON:
33 ára, myndlistarmaður. Var í meðferð hjá SÁÁ í maí/júní
1980.
A ALKÓHÚLISMA ER
ENGINN EÐLISMUNUR
INGER LAXDAL EINARSDÓTTIR:
28 ára, við heimspekinám í Háskóla íslands. Var í meðferð
hjá SÁÁ á síðastliðnu vori.
1. Ákvörðunin átti sér langan
aðdraganda, og ég sé það núna,
hvernig mér hefur hrakað smám
saman. Hvað mína atvinnu
snerti, þá var ég vanur að vera
mjög aktívur, en afköstin
minnkuðu jafnt og þétt, og að
lokum hætti ég að geta unnið.
Þegar þessi staðreynd hvolfdist
yfir mig, réttlætti ég hana með
því, að ég hefði runnið mitt
skeið sem málari. Mér datt
auðvitað aldrei til hugar að játa
það fyrir sjálfum mér, að ég væri
að missa stjórn á lífi mínu, í
stóru og smáu, vegna drykkju.
Ég var þá líka farinn að verð-
launa sjálfan mig fyrir ótrúleg-
ustu hluti, sem þjónuðu sem
réttlæting fyrir minni drykkju.
Eftir að ég hætti að geta unnið
hvolfdist ég endanlega niður í
flöskuna, með öllum þeim ótta
og því vonleysi, sem fylgir því að
verða ósjálfbjarga. Sjálfsvirðing-
in var auðvitað löngu búin að
kveðja mig, án þess að ég vildi
skilja hvers vegna. Þá fór það
blessunarlega þannig, að ég stóð
uppi drekkandi án réttlætingar.
Það voru innri átök, sem ég vildi
ekki upplifa aftur. Það mætti
líkja því við, að verið væri að
tæta mann í sundur innan frá.
Hluti af uppgjöfinni kom svo,
þegar ég var byrjaður að loka
mig inni og gat hvorki sofið né
hætt að drekka. Þá hringdi ég og
bað um meðferð. En þrátt fyrir
allt fór ég i meðferð til að fá þá
til að stoppa mig og kenna mér
aðdrekka í hófi.
2. Ég fékk hreinlega andlegt
sjokk fyrstu dagana á Pollinum.
Allt, sem talað var um, var
akkúrat um mig, og þá stað-
reynd, að ég væri bullandi alkó-
hólisti, gat ég ekki flúið lengur.
Mér kom mjög á óvart, út á
hvað meðferðin gekk, þessi
sjálfskönnun, sem maður verður
að ganga í gegnum. Og mér
skildist smám saman, hvað ég
hafði verið orðinn fársjúkur.
Það var stórkostlegt að upplifa
það, hvernig eðli mitt náði smátt
og smátt yfirhöndinni yfir
blekkingarvef sjúkdómsins.
3. Maður er bara í startholun-
um, þegar maður kemur úr
meðferð, sagði einn góður AA-
maður einu sinni. Það er átak að
koma úr því verndaða umhverfi,
sem maður nýtur í meðferð-
inni, og láta reyna á það, sem
maður hefur lært. Afstaða
manna er tvískipt. Margir skilja
þetta vel, en ennþá er sú afstaða
algeng, að þetta sé aumingja-
skapur, og það fólk fæ ég ekki til
umræðu um þessa hluti. Hvað
sjálfan mig snertir, reyni ég að
vera mér meðvitaður um, að ég
er og verð alltaf alkóhólisti. En
nú ræð ég að mestu sjálfur,
hvernig mér líður, og í dag líður
mér vel. Nú er ég frjáls.
1. Það var engin persóna, sem
lagði að mér að leita hjálpar,
heldur fór ég af eigin hvötum.
Ástæðan var sú, að ég var
komin í skóla og farin að læra
það, sem ég hafði áhuga á, og ég
fann, að mín áfengisneysla stóð
mér verulega fyrir þrifum, þ.e.
ég gat ekki stundað mitt nám
sem skyldi. Allar ytri aðstæður
voru mér hagstæðar, ég hafði
gaman af því, sem ég var að
gera, átti góða fjölskyldu og
vini, og öll skilyrði t>ess, að mér
liði vel, voru fyrir hendi. Samt
fór áfengisneysla mín stigversn-
andi, ég réð ekki við hana, og
því leitaði ég hjálpar SÁÁ.
2. Áfengisnotkun mín hafði
lengi verið mér hulin ráðgáta,
mér fannst hún í blóra við alla
skynsemi. Ég taldi hana stafa af
einhverjum andlegum kvillum.
Það kom mér ef til vill mest á
óvart að komast að raun um, að
ég drakk ekki, vegna þess að mér
leið illa, heldur leið mér illa,
vegna þess að ég drakk. Enn-
fremur fékk ég skýringu á þvi,
hvers vegna ég hafði ekki getað
komið mér út úr þessum víta-
hring sjálf. Ég skildi einfaldlega
ekki, hvert vandamálið var.
Maður getur hætt um stundar-
sakir sjálfur, en manni liður
alveg jafnilla eftir sem áður, og
fyrr eða síðar fer allt í sama farið
aftur. Meðferðin kennir
okkur, hver vandinn er og
hjálpar okkur að takast á við
hann. Alkóhólisti er svo gjör-
samlega týndur í sínu vanda-
máli, tilfinningalífið er svo
flækt, öll hans viðbrögð svo
fjarri raunveruleikanum, að það
tekur tíma að finna sjálfan sig
aftur, koma lagi á tilfinningar
sínar og viðbrögð. Ennfremur
kom mér á óvart að komast að
raun um, að á alkóhólisma er
enginn eðlismunur. aðeins stigs-
munur.
3. Viðhorf annarra mótast
vafalaust af minni eigin afstöðu,
vegna þess að ég er sjálf svo
ánægð með að hafa farið i
meðferðina og hef á engan hátt
farið dult með það. Ég er
þakklát fyrir þá opnu umræðu
og aukna skilning manna á
þessum sjúkdómi, sem vissulega
átti sinn þátt í því, að ég leitaði
mér aðstoðar, áður en verr var
komið.
20 Vlkan 45. tbl.