Vikan


Vikan - 06.11.1980, Page 21

Vikan - 06.11.1980, Page 21
ÞÁ FYLLIST MAÐUR RÓ OG ÓRYGGI MAGNÚS TORFASON: 35 ára, tannlæknir. Margir kannast við hann úr knattspyrn- unni, en hann lék með Keflavfkurliðinu árin 1962-'71 og með landsliðinu '67-'68, ennfremur með Völsungum á Húsavík árin 1972-'76, meðan hann starfaði þar sem tannlæknir. Fór til meðferðar á Freeport í Bandaríkjunum árið 1977. 1. Ég held, aðenginn geti skilið þá innri baráttu og þjáningu, sem ég gekk í gegnum síðustu mánuðina, sem ég drakk, nema sá, sem hefur upplifað það sama. Lif mitt var orðið andleg þjáning, sem einkenndist af vonleysi, ótta, svartsýni og uppgjöf og fór alltaf versnandi. Lengi vel barði ég hausnum við steininn og reyndi að finna aðrar ástæður en drykkju fyrir ástandi mínu. Ég fann þó loks, að ég var að glima við eitthvað, sem ég réð ekki við, og greip skyndilega hjálpina, þegar hún var að mér rétt. Eg var tilbúinn að gera næstum hvað sem var til þess að komast á réttan kjöl. Þvi sagði ég „já, því ekki það”, þegar einn vina minna sagði við mig einn morguninn, þegar ég var mjög illa á mig kominn: „Því skellirðu þér ekki bara á Freeport?” 2. Mér kom mest á óvart, hvað mér þótti gaman í meðferðinni og hve oft á dag ég varð undr- andi yfir þvi, hve einfaldar staðreyndir um lífið voru lagð- ar fyrir mig, en ég hafði aldrei skynjað áður. 3. Mér var frábærlega tekið. Það eina, sem veltist fyrir mér, var feluleikurinn, þ.e.a.s. tíminn, sem leið, þar til ég var búinn að opinbera mig sem alkóhólista. Eitt það erfiðasta við að koma aftur úr meðferð er að svipta hulunni af sjálfum sér og þora að viðurkenna fyrir almenningi, að maður sé alkóhólisti. Þetta er innri barátta, sem tekur á manninn, en þegar þeim leik Iýkur,fyllist maður ró og öryggi. Þá hefur maður fast land undir fótum. Ég sá lengi vel eftir tæki- færinu, sem mér bauðst daginn, sem ég kom heim frá Freeport. Það vildi svo til, að ég kom heim með fyrstu flugvél, sem kom frá Bandaríkjunum eftir flug- mannaverkfall haustið 77. Tveir knattspyrnukappar, vinir mínir, voru að taka á móti mér á flugvellinum, er Atli Steinarsson blaðamaður, sem þar var staddur, snýr sér að mér og spyr, hvaðan ég sé að koma og hvort ég hafi lent í erfiðleikum úti vegna verkfallsins. Ég svaraði, að ég hefði verið í góðum höndum, en brast kjark til að opinbera mig sem Freeportara, sem ég sá seinna, að hefði losað mig strax við feluleikinn. Þá hefðu allir vitað, hvar ég hafði verið, því að daginn eftir kom í blaðinu mynd af mér og svar mitt við spurningu Atla um það, hvernig mér hafði reitt af á þessum erfiðu tímum í Banda- ríkjunum. MÉR FANNST ÉG KYNNAST NÝJUM MANNI BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON: 39 ára, framkvæmdastjóri Hafskips hf. Dvaldist á endur- hæfingarstofnuninni Hazelden í Minnesota í Bandaríkjunum í byrjun árs 1979. 1. Ég fór snemma að misnota áfengi og fá þau einkenni, sem því fylgja. Þess vegna hafði ég þvingað mig í mörg ár til þess að neyta ekki áfengis í lengri og skemmri tíma, einn dag, einn mánuð, jafnvel eitt ár. Ég vildi ná tökum á þessu vandamáli sjálfur, og til dæmis hef ég starfað í stjórn SÁÁ frá stofnun samtakanna. Það var ein leiðin hjá mér til að halda mér frá áfenginu, án þess að viðurkenna fyrir öðrum, að ég ætti sjálfur við vandamál að stríða. En sjúkdómurinn ágerist, þótt menn smakki ekki áfengi, ef þeir gera ekkert í því að læra um eðli hans og hvernig á að takast á við hann. Það dugir ekki að stytta sér leið. Kannski áleit maður sig líka of „fínan” til að geta haft svona sjúkdóm, því það er alkunna, að ennþá líta margir á þetta sem einskæran aumingja- skap. Ég hafði alltaf litið á mig sem viljasterkan mann, en sannleikurinn er sá, að þá fyrst reynir á viljastyrk og þrek, þegar menn hætta að fela vandamálin og eru reiðubúnir að takast á við þau. Þar kom, að ég viður- kenndi, að ég hafði ekki nægi- legt vald yfir því, hvenær og hvernig ég neytti áfengis, og það þoldi ég ekki. Ég fór því í meðferð til þess að læra um þennan sjúkdóm og hvernig ég ætti að snúa ofan af þessum. rangsnúnu hugmyndum og tilfinningarugli, sem ég var búinn að byggja upp með mér. Ég vildi freista þess að verða óháður því skýi, sem of oft var yfir höfði mér. 2. Mér kom það mest á óvart að kynnast sjálfum mér á ný, finna, hvernig ég hafði strítt gegn eigin persónuleika, misboðið eigin tilfinningum og annarra í því rugli, sem áfenginu fylgir. Og það rann upp fyrir mér, hvað ég var búinn að leggja mikla orku í að tryggja það, að ekki sæist, að ég ætti við vanda- mál að stríða. Það var stórkost- legt að fá þarna heilar fjórar vikur til að skoða sjálfan sig og fortíðina og skynja, hvernig hringiðan hafði náð tökum á manni. Það er nokkuð, sem allir hefðu gott af. Mér fannst ég kynnast nýjum manni. 3. Ég hef engu breytt í umgengni við vini mína og sé ekki ástæðu til þess. Auðvitað eru einhverjir, sem finnst ég hafa litillækkað sjálfan mig með þessu, og ýmsir hafa reynt að sannfæra mig um, að þetta sé tóm vitleysa, ég hafi ekki átt við nein áfengisvandamál að stríða. Svo vel hafði mér tekist að leyna þessu. Spurningin er auðvitað þessi: Hvað þurfa menn að drekka mikið eða rugla sinn lífs- máta mikið til þess að teljast ofnotendur? Þeirri spurningu getur enginn svarað fyrir aðra. Ég segi bara: Ég vildi, að ég hefði gert eitthvað í mínum málum fyrr. Lífsmáti minn og viðhorf hafa gjörbreyst til hins betra, sem ég finn, að endur- speglast í ánægjulegra fjöl- skyldulífi og starfi. Mér finnst ég geta leyst flest margfalt betur af hendi nú en áður. 45. tbl. Vikan XX

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.