Vikan


Vikan - 06.11.1980, Page 25

Vikan - 06.11.1980, Page 25
sjálfan þig." Þaö kom mér mikið á óvart. hversu litið ég þekkti sjálfan mig og hversu mikilvægt það er að reyna að kynnast sjálfum sér. Eitl af skilyrðum þess að vera edrú og ánægður held ég að sé aukin sjálfs þekking. Einnig kom það mér á óvart. að við nánari kynni al' öðrum alkóhólistum konr i ljós. að margir þeirra liöfðu kynnst ýmsum neikvæðum fylgifiskum drykkjunnar. sem ég hélt. að ég einn hefði kynni af. Reynsla manna er sem sagt keimlík. 3. Fjölskylda min tók mér opnum örmum og reyndar flestir kunningjar mínir. Vissulega verð ég einnig var við neikvæð viðbrögð og þá helst hjá þeim. sem eiga við drykkjuvanda að stríða. en eru ekki reiðubúnir að viðurkenna það fyrir sjálfum sér. Erfiðast er að koma hinurn mannlegu samskiptum í eðlilegt horf eftir þá einsemd og andlegu innilokun. sem drykkjan óhjákvæmilega leiðir til. Hvert smáskref I þá átt að bæta samskiptin finnst mér stórsigur. sern leiðir til aukins þroska tilfinningalífsins. Meðal kostanna við þetta breytta líf eru dýpri skynjun á alll umhverfið. ný og áður óþekkl frelsistilfinning og forræði á eigin lífi. senr ég hafði löngu glatað. Ég var hættur að ráða mér sjálfur, en núna veit ég. að ég get gert það. sem ég þarf að gera. hvort sem það er eftir þrjá daga. þrjár vikur eða þrjá mánuði. VETURINNOG STOFUBLÚMIN Oumariö er liðiö og þar meö aðalblómatíminn. Laukplöntum svo sem gloxinium og begónium á að vera búið að koma fyrir i geymslunni til næsta vors. Flestar aðrar stofuplöntur vilja halda lil sinum og lögun yfir veturinn. a.m.k. lifinu. Margar plöntur ættaðar frá suðlægum slóðum eiga dálitið erfitt með að sætta sig við stutlan daginn hér uli á íslandi. En þó undarlegt kunni að virðast er það ekki fyrst og fremst litil birta sem rænir þær aldri. Það er öllu heldur ósamræmið milli birtu og hitastigs i stofunum. Úr heimkynnum sinum eru plönturnar vanar eilitið svalara lofti samfara minnkandi birlu. Í upphit- uðum stofum er oftar en hitt sérlega þurrt loft. og kunna jurtirnar þvi illa. í eldri ibúðum þar sem gluggar eru litlir þarf að færa flestar plöntur i eða að glugga til þess að þær njóti sem mestrar birtu. í nýrri ibúðum sem marg- ar hverjar hafa hins vegar stóra glugga eru slíkar tilfæringar e.t.v. ekki jafnnauðsynlegar. Gætið þess þóaðallar plöntur fái einhverja birtu. Þegar liður á haustið þarf að draga úr vökvun og hætta áburðargjöf. Sumir vilja halda áburðar- gjöf áfram yfir vetrartimann. en sé það gert þarf að minnka hana stórlega. Það er nokkuð misjafnt eftir tegund áburðar hverju mælt er með. Um þetta má fá leiðbeiningar á áburðarbrúsunum eða i blómaverslunum. Rakann i loftinu má auka með þvi að hafa jafnan skál með vatni á miðstöðvarofninum. Burkna, pálma. gúmmitré. bergfléttur, mánagull og fleiri grænar plöntur er mjög gott að úða u.þ.b. tvisvar i viku með hreinu, stofuheitu vatni. Alhugið að þessar leiðbeiningar eiga almennt við um þær plöntur sem renna sitt blómaskeið yfir sumartimann. Um aðrar verður fjallaðsíðar. 45. tbl. Vikan 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.