Vikan


Vikan - 06.11.1980, Síða 37

Vikan - 06.11.1980, Síða 37
flöskunni á borðið. Til allrar óhamingju lenti hún á endanum á silfurskeið sem var stungið niður í skál með kirsuberjum. Árangurinn varð sá að slatti af rauðum berjum sveif á hvítt skyrtubrjóst útgefandans. Mér hitnaði grunsamlega snöggt í framan en tókst þó fyrir eitthvert kraftaverk að grípa munnþurrku til að þurrka kirsu- berin af, Mér tókst að ná þeim nærri öllum. Aðeins of seint uppgötvaði ég að það var munnþurrkan sem ég hafði notað til að þurrka upp bernaise sósuna sem ég hellti niður þegar ég varð fyrir smáóhappi með sósuskálina. Skyrtubrjóstið leit hreint ekki vel út. Ég hneppti í flýti efstu tölunni á jakkanum hans. — Hana, sagði ég og mig kitlaði ónotalega í hársræturnar. Þá getum við snúið okkur aftur að bernaise sósunni, ég meina kampavininu! — Danglaðu aðeins á botninn, lagði útgefandinn til. Eg rak bylmingshögg í botninn. Tappinn varenn fastur. — Þýðir þetta að það takist yfirleitt ekki? spurði Maríanna og var að verða ansi vonsvikin. — Gætir þú ekki gert tilraun á annarri flösku? lagði útgef- andinn nú til. Af gildri ástæðu lést ég ekki heyra þessa nýjustu tillögu. — Hristu nú almennilega í seinasta skiptið og sláðu nú myndarlega í botninn! hélt út- gefandinn áfram. Ég hristi duglega og þá gerðist það! PFUWWWW! heyrðist og eins og byssukúla flaug tappinn beint upp í munninn á útgefand- anum, einmitt þegar hann var að opnast í nýju og heillaríku ráði. Kampavínsgusa, svo öflug að hún gaf ekki bestu bunu úr brunaslöngu hætishót eftir, fylgdi í kjölfarið. Hún gerði út- gefandann holdvotan. Nokkrar sekúndur stóð ég stjarfur og gat ekki gert nokkurnskapaðanhlut. Síðan tók ég á mig rögg og beindi bununni í aðra átt. Loks var gosinu lokið og ég dró andann léttar. Það gerði útgef- andinn hins vegar ekki. Hann greip um háls sér og blánaði upp. — Guð minn almáttugur, sagði Maríanna, tappinn! Hann hefur gleypt tappann. Hann er að kafna. Hvað eigum við að . . . Hún fór inn í eldhús eftir tappatogara. Eg var ráðagóður og sló útgefandann bylmings- högg í bakið. Tappinn losnaði og flaug þvert yfir borðið. Maríanna kom hlaupandi með tappatogarann. Ég gaf henni til kynna með handahreyfingu að hún ætti að hypja sig og fara að Skop Þarna er presturinn að monta sig enn einu sinni. útdeila kransakökunni. Síðan greip ég kampavínsflöskuna til að hella í glösin. En það var ekki svo mikið sem fingurbjargarlús eftir af þessum dýrmæta vökva. Ekki var um annað að ræða en að rölta niður í kjallara eftir einni flösku af kirsuberjavíni sem ég vissi um þar. Kvöld verðurinn sem slíkur hefur ekki enn launað sig í hærri launum. En það getur að sjálfsögðu ræst úr því. Þýð.:aób. Skál fyrir minni elskulegu eiginkonu sem kom mér til að drekka. 45. tbl. Vikan 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.