Vikan


Vikan - 06.11.1980, Page 40

Vikan - 06.11.1980, Page 40
Einingahús úr timbri Timbur í hólf og gðlf segir í auglýsingu Samtaks hf á Selfossi. Þad sýnir best að ekki er lengur feimnismál að auglýsa timbur sem byggingaefni, þvert á móti, það er kostur. Samtak er eitt hinna nýrri fyrir- tækja á einingahúsamarkaðinum og hefur mátt vel við undirtektir almennings una. Mikið er hringt til þeirra á Selfossi ogspurt, hús rísa, eitt af þeirri gerð sem nejhist Óðalshús er til dæmis að sjá kirfilega merkt, í nýju hverfi í Breiðholti, og þar fyrir utan er þörfum annarra húsbyggjenda en einkaaðila gaumur gejinn. SAA pöntuðu hús frá Samtaki fyrir starfsemi sína í Sogni, Ölfusi og æ feiri aðilar virðast vera farnir að líta á timbur sem œskilegt byggingarefni. Samtak hf. hóf starfsemi sína vorið 1979 og eigendur fyrirtækisins eru þrjú verktakafyrirtæki á Selfossi. Þegar hajá hús frá Samtaki risið víða um land og ýmsar gerðir eru á boðstólum. Þau eru frá 80 fermetrum að stœrð og upp í 160 og efnið íeiningunum er „vel viðjaðar einingar með bandsagaðri 5 tommu klæðningu sem öll er böðuð í fúavarnarefni”, svo vitnað sé í fyrstu heimild. Í hvert hús fara 30-40 einingar og þær eru auðfytjanlegar hvert á land sem er. Viðar Ólsen arkitekt hefur teiknað húsin. 48 Vikan 45. tbl. Öðalshús, i Breiðholti.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.