Vikan


Vikan - 06.11.1980, Side 61

Vikan - 06.11.1980, Side 61
í næstu Viku Vesturheimskrónika: Falk hraðinn sjö sekúndur á mann Ásgeir Hannes heldur áfram að leiöa okkur um Bandaríkin og fjallar nœst um uppgangshéraðið Arisóna og haröbalasveitina Nevada. Dags hríðar spor er nýtt íslenskt leikrit sem verður frumsýnt innan tíðar á „litla sviðinu" í Þjóðleikhúsinu. Höfundurinn er Valgarður Egilsson lœknir og fjallar hann um áleitnar spurningar sem fáir hafa þorað að takast á við. VIKAN gefur lesendum sínum kost á að skyggnast inn í heim leikritsins og um leið fá smjörþefinn af nýstárlegum lausnum í framsetningu. Staup af víni og hnetur til að örva kaupgleðina Sums staðar þykir viðeigandi að taka á móti tilvonandi viðskiptavinum með kurt og pí og bjóða upp á léttar vertingar meðan karpað er um kaupin. Frá þessu og fleira segja þau Guðrún Helgadóttir og Atli Rúnar Halldórsson sem fara með okkur í notalega heimsókn til Krítar í næstu Viku. Fegrun Nú sýnum við ykkur hvernig á að snyrta og hvernig á ekki að fara að. Við fengum okkur módel til að sýna hvort tveggja og nutum góðrar aðstoðar Guðnýjar Andrésdóttur og Heiðars Jónssonar. Allt þetta færum við ykkur á 8 litsíðum í næstu Viku.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.