Vikan


Vikan - 15.01.1981, Síða 51

Vikan - 15.01.1981, Síða 51
Draumar Síendurteknar blódnasir í veisl- unni Ágæti draumráðandi! Sannast sagna hef ég skrifað þér drauma áður og þakka kærlega ráðningarnar. Þær hafa reyndar verið svokallaðar langtímaráðningar sem ef til vill koma fram síðar. Síðustu nótt dreymdi mig enn draum sem veldur mér talsverðum heilabrotum og þætti betra að fá ráðningu ef hægt er. Ég var staddur ísamkvæmi þar sem margt manna var saman komið og talsverður hávaði. Þá fannst mér allt í einu að blæða fœri úr mér. það er að segja ég fékk heilmiklar blóðnasir. Þetta hætti eftir skamman tíma en kom alltaf aftur og aftur eftir því sem á samkvæmið leið. Að lokum varð mér Ijóst að ég var allur orðinn blóði drifinn.fötin mín, borðdúkurinn og gólfð í kringum mig. Svo raunveru- legur var þessi draumur að ég fann blóðkökkinn í hálsinum greinilega. Skyndilega var ég svo staddur I sundlaug en man reyndar ekki eftir því hvort ég synti þar eða hitti annað fólk. Vatnið man ég þó greinilega en að öðru leyti er draumurinn mjög óljós. Kær kveðja og von um skjóta birtingu. Skagamaður Við ráðningu þessa draums er nokkuð erfitt að greina á milli hvort þarna er um veikan tákn- draum að ræða eða fyrirboða breytinga á framtíð þinni. Sé þetta einungis veikur tákn- draumur er merkingin varðandi veðurfar, þannig að eftir þennan draum ætti þá að hafa komið mikið hvassviðri og hálka á götum. Ef við gerum hins vegar ráð fvrir að þarna eigi draumurinn við framtið þína og þinna verður að segjast eins og er að þar munu skiptast á skin og skúrir. Fjártjón og veikindi munu baga þig um tíma og þér finnst á stundum að ekki muni úr rakna. Þarna þarf ekki að vera um þig sjálfan að ræða heldur einnig einhvern sem er þér svo nátengdur að hans örlög eru jafnframt þín. Hins vegar er ýmislegt sem bendur til að úr rætist og einhvers staðar i framtíðinni glittir í fasteign og fleira gleðilegt viðvíkjandi viðskiptum og starfi. Mörg bréf 4 Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem mér finnst afar einkennilegur. Mér fannst endilega vera laugardagur og mamma vœri frammi í eldhúsi með R. (kona sem ég leigi hjá). Hún var að spyrja R. hvers vegna póst- kassarnir væru niðri I forstofu en ekki í kjaUaranum. R. svaraði að póstkassarnir væru alltaf í forstofunni í fjölbýlis- húsum. Svo voru mamma og strákarnir hennar R. sest fyrir framan sjónvarpið í stofunni. Þá fór ég niður I forstofu og opnaði póstkassann hennar R. Hann var fullur (sem er skrýtið því það er ekki borinn út póstur á laugardögum og R. eða ég losum hann á hverjum degi). Það sem var I póst- kassanum var allt til mín. Það var Heimilis-Tíminn sem var brotinn I tvennt og utan um var blað sem á var handskrifað nafn mitt og mig minnir að það væru fimm frímerki á því einnig. Svo voru mörg bréf til mín. Á nokkur þeirra höfðu verið, límdir límmiðar með nafninu mínu vélrituðu á, ofan á það sem áður hafði verið handskrifað. Flest þessara bréfa voru frá útlöndum. Og svo voru einnig bréf þar sem nafnið mitt var handskrifað utan á. Ég var mjög glöð og fór upp í íbúðina og inn I stofu. Eg fór að lesa bréfin, en ég var alltaf að velta því fyrir mér hver hefði sent mér Heimilis- Tímann. Mérfinnst mjögskrýtið með bréfin að utan. Eg á nokkuð marga pennavini I útlöndum og mamma sendir mér alltaf þau bréf sem ég fæ einu sinni í viku, öll í sama umslagi. (Eg er í skóla úti á landi.) Eg vona að þú ráðir þennan draum fyrir mig. Með fyrirfram þökk. FMV P.S. Fyrir hverju er það ef mann dreymir að maður tali útlensku í draumi? Mig dreymdi í sumar að ég var að tala við pennavinkonu mína á Spáni í síma á spænsku. Eg kann ekki spænsku. Það er svolítið erfitt um það að segja hvort draumurinn hefur táknræna merkingu vegna þess hve mjög hann ber svip af því sem gæti raunverulega gerst. Þú segist eiga marga pennavini í útlöndum og fá mikið af bréfum. En í draumi þínum eru mörg tákn og hafa þau nokkuð þver- sagnarkennda merkingu. Bréf í draumi boða gjarnan óvæntar fréttir. Einnig geta bréf verið fyrir óvæntum atburðum og ævintýrum. Blaðið (Heimilis- Tíminn) getur merkt fréttir úr fjarska en einnig að þér beri að fara varlega. Draumurinn í heild boðar breytingar á högum þínum, sennilega vegna frétta langt að. Þú gætir lent í ýmsum óvæntum ævintýrum. í draumnum felst hins vegar sterkleg aðvörun um að fara varlega, sérstaklega í sam- skiptum við hitt kynið sem kunna að fylgja í kjölfar þessara breytinga. Án alls tillits til persónu kvennanna tveggja í vökunni boðar nærvera móður þinnar í draumnum heill og hamingju, en R. (konan sem þú leigir hjá) er fyrir vandræðum og og mótlæti. Hvernig sem allt verkast munu skiptast á si:in og skúrir hjá þér í framtíðinni. Gættu vel að þér en gleymdu ekki að gæfan er alltaf á næsta leiti. Að tala við útlending i draumi á hans máli er fyrir fréttum af vinum sem þú hefur ekki heyrt frá lengi og alltaf fyrir einhverju góðu. Sennilega hefur þessi draumur þegar komið fram. Móðir og lykill Fyrir skömmu dreymdi mig draum sem mér finnst mjög einkennilegur og vildi frá ráðningu á ef það er hægt. Mér fannst ég vera stödd heima á bœnum þar sem ég er fædd og uppalin, en er nú kominn í eyði. Mér fannst allt vera eins og það var þegar ég var lítil nema að það var enginn maður sjáanlegur. Þar sem ég stend þarna að mig minnir í eldhúsinu kemur móðir mín (sem er dáin fyrir allmörgum árum) I gættina. Hún horfir eitthvað svo einkennilega á mig og er star- sýnt á fæturna á mér. Þá verður mér litið niður og sé að ég er komin I hjólastól. Þá snýr móðir mín sér við og gengur fram. Hún kemur fijótlega aftur og heldur á stórum lykli I hendinni. Hún lætur mig fá lykilinn og segir um leið: Þetta ætti að duga til að koma þér á fætur. Lengri varð draumurinn ekki. Ef það skiptir einhverju máli þá hét móðir mín Jóhanna. EVA Það er kvenfólki ætíð fyrir góðu að dreyma móður sína. Það er sérlega góður fyrirboði að dreyma móður sína lifandi sé hún látin. Nafnið Jóhanna táknar og gott. Að dreyma að manni sé gefinn lykill er fyrir fjárhagslegum ávinningi eða hjálp frá vinum í áhrifastöðum. Lömun er hins vegar fyrir erfiðleikum. Sennilegt er að þú eigir nú þegar eða í náinni framtið í nokkrum erfiðleikum vegna bágs fjárhags. Fljótlega mun rætast úr fyrir þér og tengist það sterklega einhverjum nánum ættingja þínum( ef til vill systkini) sem reynist þér mjög vel þegar á reynir. 3. tbl. Vikan 51

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.