Vikan


Vikan - 24.12.1981, Page 7

Vikan - 24.12.1981, Page 7
l'l Jólagjafir leiknum að enginn má vita hvað hann fær í jóla- gjöf fyrr en stóra stundin rennur upp. En það er fleira pappír en jólapappír sagði vitur kona eitt sinn og pakkaði jólagjöfunum inn í servíettur, visku- stykki, álpappír, hvítan og brúnan umbúðapappír, gömul dagblöð og tímarit og hvað eina sem hendi var næst. Límdi því næst gullstjörnur og glans- myndir á suma pakkana, borða, bönd og jólaskraut á aðra og útkoman varð hin fegursta. t V Brúnn umbúðapappír með lista- verki eftir börnin gleður afa og ömmu án efa meira en hefðbundin glanspappír. Hér er smágjöf pakkað inn í álpappír sem notaður er í eldhúsum. Pakkinn er skreyttur með yndisfögrum heimagerðum engli búnum til úr eggjabökkum, bæði búkur, haus og vængir, og síðan allt málað með gullmálningu. Fagurlitaðar servíettur eru fullboð- legar utan um fegurstu jólagjafir. Slaufur, kúlur og glansmyndir. 52. tbl. Vikan 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.