Vikan


Vikan - 24.12.1981, Síða 11

Vikan - 24.12.1981, Síða 11
íslensk kvikmyndagerð sem stundum koma fólki á óvart. Atriði 35 Inni. Morgunn. Svefnherbergi foreldranna. Jón Oddur og Jón Bjarni eru nývaknaðir. JÓN ODDUR: Vá, maður, mig dreymdi að ég væri enn þarna í hellinum. JÓN BJARNI: ...og svo komu útilegu- mennirnir... JÓN ODDUR: ... eða tröll... JÓN BJARNI: ...og mér var svo kalt á löppunum... Mamma kemur inn. MAMMA: Jæja, svo strokumennirnir eru vaknaðir. Strákar mínir, flýtið ykkur nú að klæða ykkur og koma fram. Pabbi ætlar að keyra mig og hann Kormák afa ykkar upp á spítala og Kormák langar að sjá ykkur áður en henn fer. Mamma fer. Strákarnir þjnla á fœiur og klœda sig. sem sat þarna í rólegheitum í morgunkaffi, siðan í hádegis- mat, þá síðdegiskaffi og loks kvöldmat. Svo áhugasamur var hann að fylgjast með öllu umstanginu! Sjálf kvikmyndatakan stóð frá maílokum til júlíloka og við höfðum á að skipa þaulvönum kvikmyndagerðarmönnum. Það voru þau Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður frá sjónvarpinu, Kristín Páls- dóttir sem sá um klippinguna, hún hlaut menntun við London Film School sem kvikmynda- stjóri, og Friðrik Stefánsson hljóðupptökumaður frá útvarp: inu. Sum atriði lofa góðu í kvik- myndahandriti en reynast öðru- vísi þegar á hólminn er komið. Önnur atriði reynast miklu betri en virtist á pappírnum. Að lokinni kvikmynduninni kemur í ljós úr hverju maður hefur að moða. Þá reynir á klipparann og klippingin er að mínu mati mest spennandi hluti kvik- myndagerðarinnar. Um það leyti fer kvikmyndin að „taka á sig mynd”. Tónlist og leikhljóð voru unnin af Agli Ólafssyni í nánu samhengi við klippinguna. Hann samdi og útsetti alla tónlist í kvikmyndinni. Tónlistin undir- byggir og styður það andrúms- loft sem reynt er að skapa í kvik- myndinni um Jón Odd og Jón Bjarna.Notuð eru áhrifahljóð og tónlist sem undirstrikar til- finningar drengjanna, reynt að lýsa hvernig þeir finna sig í landslagi eða hvernig þeim líður við ýmis tækifæri. Segja má að tónlistin hafi veigamiklu hlut- verki að gegna í myndinni. Klipping og endanlegur frágangur hljóðs fór fram í ágúst, september og október og var lögð í það mikil vinna. Þráinn Bertelsson fór síðan með allt saman til Kaupmannahafnar þar sem hann gekk frá lokalit greiningu á hinum einstöku myndskeiðum og frá endanlegri hljóðblöndun. Þráinn kom svo heim um miðjan desember með sýningareintökin en myndin verður frumsýnd annan dag jóla. Að lokum vil ég taka fram að það er þessi góði samstarfsandi, sem ég hef minnst á, sem gerir kleift að vinna kvikmyndir við þær aðstæður sem ríkja hér á landi. Við gerð kvik- myndarinnar um Jón Odd og Jón Bjarna fannst mér þessi andi áberandi góður. 52. tbl. Vikan IX

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.