Vikan


Vikan - 24.12.1981, Síða 16

Vikan - 24.12.1981, Síða 16
Hötundur: Robert MacLeod Teikning: Siguröur Vilhjálmsson 4.hluti Gaunt kinkaði kolli. — Ég tek tölur þínar trúanlegar. En ég verð að fá þær staðfestar siðar, skattskýrslur, samþykki banka — — Já, auðvitað sagði Leifur og benti á konu sína. — Það er í verkahring Önnu. Ég kann að græða fé, en hún er reikningshausinn. Þegar Anna ljómaði upp við hrósið, dró Leifur annað augað í pung og bætti við: — Hún eyðir hvort eð er megninu, aftur. Þetta var aðeins upphafið að löngum. þreytandi samræðum, sem færðu Gaunt heim sanninn um, að það var ekki komið að tómum kofunum hjá þeim hjónum. Þau ræddu um afskrift flugvéla og flugtíma, innistæður í banka og bankalán, leigu á flugskýli, samninga um eldsneyti á vélarnar, og smám saman saxaðist á minnislistann, sem hann hafði gert í huga sér. Leifur og Anna töluðu og borðuðu, nýjar bjór-, flöskur birtust og tæmdust, og loksins virtist flest sagt, sem ræða þurfti. — Ekkert fleira, herra Gaunt? Anna Jörgensdóttir lokaði síðustu reikningsfærslubókinni í staflanum, sem hún hafði stuðst við, og gaut augunum til bónda síns, þegar Gaunt hristi höfuðið. — Þá — eh — —Ég vil selja, þið hafið áhuga á að kaupa. Gaunt krumpaði blaðið, sem hann hafði notað til útreikninga, henti því í ruslakörfu og hallaði sér aftur á bak í stólnum. — Mér virðist svo sem hlutur Jamie Douglas i Arkival Air gæti verið fjörutíu þúsund punda virði — Breitt andlit Leifs Ragnarssonar fölnaði. — Ó. En — — Bíddu við, sagði Gaunt og yggldi sig framan í hann. — Ég sagði gæti verið. Það eru viss lagaleg vandamál í tengslum við þetta i Skotlandi og við verðum að fá þetta út úr heiminum, hvað sém það kostar. Ég býðst til að selja hlutinn á tuttugu og átta þúsund sterlingspund út í hönd. Leifur kyngdi munnvatni og sneri sér að konu sinni. — Anna, í krónum ... Hún var þegar tekin að reikna. Brosandi ýtti hún til hans blaðinu. Hann leit á það, síðan á Gaunt, kyngdi aftur, leit á konu sína. Hún kinkaði ákaft kolli. — Samþykkt, sagði Leifur rámur. — En ég þarf tíma — eigum við að segja tvo daga? — Fjörutíu og átta klukkustundir, og þú sérð um öll lagaleg atriði og kostnað hérna megin, sagði Gaunt. Hann hafði fært þeim kostaboð á silfurfati, ekki gjöf, en betri kjör en þau höfðu vænst. Svo að örlitill þrýstingur hjálpaði til að friða samviskuna gagnvart fyrirtæki hans. — Við segjum ekkert frá samningnum, uns allt er frágengið. Leifur innsiglaði samning þeirra með kraftmiklu handtaki. Meðan Gaunt var 16 Vikan 52. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.