Vikan


Vikan - 24.12.1981, Síða 22

Vikan - 24.12.1981, Síða 22
Jákvæð reynsla af tæknilegri frjóvgun I viðræöum við tæplega hundrað sænska foreldra, sem höfðu eignast barn með tæknilegri frjóvgun, kom í ljós að þessir foreldrar voru mjög hamingju- samir og eftirköst voru lítil. Sambúð þessa fólks var hins vegar mjög góð og það átti það sameiginlegt að hafa þráð lengi að eignast barn. Konurnar höfðu gjarnan farið í ótal rannsóknir og voru þreyttar á því að aldrei gerðist neitt. Fyrir þessar konur virtist það skipta sköpum að fá að ganga með barn og fæða það. Þess vegna völdu þær að verða þungaðar með sæði ókunnugs manns. I þessari könnun virtust karlmennirnir ekki taka það mjög nærri sér að barnið yrði ekki þeirra kyngetið barn. Þeir fylgdust með meðgöngunni með ákefð og eftirvæntingu eins og um eigið barn væri að ræða og þeir virtust geta glaðst yfir því að sjá hvað eigin- konur þeirra nutu þess að fá að ganga með barn. Sérstaklega hefur verið bent á að for- Texti: Guðfinna Eydal M argir geta ekki eignast börn. Barnleysi hefur valdið mörgum áhyggj- um og markað daglega tilveru heimilis- lífsins. Þegar fólk hefur reynt að eignast barn í langan tíma og ekkert gerist verður oft að taka ákvörðun um hvort lifa eigi lífinu án barna eða að útvega sér börn sem ekki eru manns eigin. Fyrir marga er þetta erfið ákvörðun og til er að fólk lifi í hjónabandi án þess að reyna nokkurn tímann að taka fósturbarn af því að það gat ekki orðið ásátt um hvort væri æskilegt eða ekki að taka barn. Ef hjón óska eindregið eftir því að eignast barn og konan er óbyrja er eina útgönguleiðin að taka barn í fóstur. Ef karlmaðurinn er hins vegar ófær um að geta barn getur nútima tækni komið því til leiðar að kona geti orðið ófrísk með því að sæði annars karlmanns sé spraut- að inn í leg hennar. Þetta er oft kölluð tæknileg frjóvgun og hefur hún tiðkast í nokkra áratugi í Bandaríkjunum og til dæmis Svíþjóð og Danmörk. 1 Banda- ríkjunum er sagt að fram að árinu nítján hundruð og sextíu hafi fæðst um 500.000 börn með tæknilegri frjóvgun og árið nítján hundruð sjötíu og níu fæddust um tvö hundruð börn í Svíþjóð eftir þessari leið. Gagnrýni á tæknifrjóvgun Konur óska oft mjög eindregið eftir því að fá að ganga með barn, þó svo að faðirinn sé óþekktur. Margir líta það hins vegar gagnrýnum augum að konur taki þá ákvörðun að fá gervi- frjóvgun. Menn hafa sett fram þá spurn- ingu hvort konur fái ekki óraunverulegar tilfinningar á meðgöngutima, þegar þær gangi með barn einhvers karlmanns sem þær þekkja ekkert og munu aldrci koma til með að vita hver er. Sumir óttast að slikar tilfinningar geti mótað tengsl móðurinnar við barnið. Einnig eru margir hræddir um að eiginmenn geti brugðist öðruvísi við meðgöngu og barninu en gert var ráð fyrir þegar þeir samþykktu gerviþungun. Margir sjá fyrir hjónabandserfiðleika. Gagnrýnin felst líka í því að erfitt sé að rannsaka til hlítar hvernig foreldrum þessara barna vegnar og hvernig börnunum líður. Það er erfitt að rannsaka allt í sambandi við tæknilegar frjóvganir af því að allt gerist með mikilli leynd. Foreldrar vilja helst ekki tala um atburðinn og helst gleyma því hvernig barnið varð til. Hvað viðvíkur börnunum sjálfum þá er á sjúkrahúsum yfirleitt rætt við hjónin um að láta barnið ekki fá neitt að vita um hvernig það varð til, en önnur sjúkrahús ráðleggja foreldrum að segja barninu sannleikann þegar það verður nógu stálpað til að skilja atburðinn. 22 Vikan 52. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.