Vikan


Vikan - 24.12.1981, Page 23

Vikan - 24.12.1981, Page 23
Fjölskyldumál senda svo jákvæðra viðbragða sé einstaklega gott samband á milli hjónanna. Karlmenn sem gefa sœði Mörgum finnst einkennilegt til þess aö hugsa aö til séu karlmenn sem vilja gefa sæði og geta af sér börn sem þeir munu aldrei fá að sjá. Barnið er og verður þeim óþekkt. Karlmenn sem gefa sæði koma yfirleitt á sjúkrahús og gefa sæði sem siðan er notað strax eða fryst þangað til not eru fyrir það. Þessir menn yfirgefa sjúkrahúsið áður en konan sem á að fá sæðið kemur þangað. Þessir einstaklingar, sem hugsanlega eignast barn saman með tæknilegri frjóvgun, fá aldrei að hittast. Karlmenn sem gefa sæði geta eignast mörg börn meö mismunandi konum og oft er reynt að fá sömu mennina aftur og aftur til að gefa sæði, af því að það reynist vel. Karlmenn sem gefa sæði eru oft giftir. Oft eiga þeir börn í hjónabandi. Það er alltaf haft langt viðtal við þá áður en þeir gefa sæðið og ef þeir eru giftir er oftast rætt við konur þeirra líka. Margar konur vilja ekki að eiginmenn þeirra gefi sæði, þó svo að þeir séu sjálfir tilbúnir til þess. Þessi mál snerta mjög tilfinningar fólks og hafa konur sagt að þær geti ekki hugsað sér að maðurinn eigi börn með annarri konu á þennan hátt. Sumar láta í ljós ótta um að börnin geti líkst þeirra eigin bömum. Einnig em sumar konur hræddar um að þær hugsi stöðugt um hvort þetta eða hitt bamið geti verið barn mannsins. „Ég fer að hugsa um þau börn sem ég mæti á götunni. Á hann kannski þetta eða hitt?” hefur einhver sagt. Óþægileg og óbærileg tilfinning fyrir margar' konur. Margar konur samþykkja hins vegar að maður þeirra gefi sæði og þær virðast ekki vera óánægðar yfir þessari ákvörðun né virðist hún valda þeim hugarangri. Það er eins og þær skilji vandræði kvenna sem langar til að eignast barn og séu tilbúnar til þess að leggja eitthvað af mörkum til að svo geti orðið. Miöi í happdrætti SÍBS gefur góða vinningsvon,nær 2/3 hlutar veltunnar fara í vinninga, og meira en f jóröi hver miði hreppir vinning. Þar að auki á hver seldur miði þátt í því að aðrar vonir rætist. Vonir þeirra sem þurfa á endurhæfingu að halda — endurheimta afl og heilsu með þjálfun og störfum við hæfi. Arlega fá nær 600 manns þjálfun og vinnu að Reykjalundi og 40 öryrkjar starfa að jafnaði á Múlalundi. Og enn er átak framundan: nýþjálfunarstöð að Reykjalundi og nýtt húsnæði fyrir Múlalund. Almennur stuðningur landsmanna erlykillinn að árangursríku starfi SÍBS______________^ Happdrætti SÍBS MIÐAVERÐ AÐEINS 30 KR. Hæsti vinningur 150.000 kr. Lausn fyrir marga Það er enginn vafi á því að tæknileg frjóvgun hefur verið lausn fyrir marga sem hafa búið við barnleysi. Aukning þess háttar frjóvgana víða um heim sýnir að áhuginn er fyrir hendi. Mörgum finnst þetta hins vegar vafasamt út frá siðferðilegu sjónarmiði og hafa ýmsir áhyggjur út af stöðu barna í þessum fjöl- skyldum. Hvað gerist til dæmis ef for- eldrar skilja? Hvað rétt hefur barnið þá? Út frá lagalegu sjónarmiði eiga þessi börn engan föður. Lög taka mið af kynföður bama. 1 skilnaðarmálum óttast sumir að málin geti oröiö erfið ef eiginmaður neitar til dæmis að borga með barni á þeim forsendum að hann eigi ekkert í barninu og vilji vera laus allra mála. Læknar hafa hins vegar sagt að tækni- leg frjóvgun sé það mikilvæg fyrir marga aö ekki sé hægt að stöðva þess háttar frjóvganir út frá þvi sjónarmiði að ein- hver vandamál kynnu að koma í kjöl- farið. Framtíðin mun hins vegar skera úr um hvort tæknileg frjóvgun reynist það vel að sæðisbankar verði raunveru- legt tilboð fyrir þá sem lifa í hjónabönd- um þar sem maðurinn er ónýtur. 52. tbl. Vlkan 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.