Vikan


Vikan - 24.12.1981, Page 24

Vikan - 24.12.1981, Page 24
Hljómlist Texti: Hrafnhildur fræg á einni nóttu þegar hún heyrðist í fyrsta skipti í sjón- varpi sem titillag í sakamála- þáttunum „Der Alte”. Richard Clayderman hefur stundað píanóleik svo að segja allt sitt líf. Faðir hans var þekktur píanóleikari og kennari og hann var ákveðinn í að sonur hans skyldi verða heimsfrægur. 16 ára gamall vann Richard Clayderman til verðlauna fyrir píanóleik sinn og eftir það var leiðin á toppinn auðveld. Hann gifti sig ungur og eignaðist eitt barn, Maud. En það fór allt í vaskinn, þá var hann ungur og framgjarn. og fjölskyldan var honum einungis fjötur um fót. En nú er hann eldri og reyndari og nýgiftur. Sú lukkulega heitir Christine og er hárgreiðslukona í heimsborginni París. Richard Clayderman fékk 35 gullplötur og 5 platínuplötur á 18 mánaða timabili og ekkert lát virðist ætla að verða á vinsældum hans. Hann ferðast út um allan heim, hefur nýverið haldið tónleika i Japan og vakti ekki síður hrifningu þar en hann hefur gert annars staðar. Píanó- rómantík Fyrir nokkru skaut upp á stjörnuhimininn nýrri stjörnu, hinum fransk-ættaða 28 ára gamla Richard Clayderman. Hann tók heiminn með trompi í fáeinum skrefum. Hin undur- fallega útsetning á laginu „Ballade Pour Aneline” varð 24 Vlkan 52. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.