Vikan


Vikan - 24.12.1981, Síða 29

Vikan - 24.12.1981, Síða 29
Smásaga sólinni, eftir stignum, gegnum aldin- garöinn, inn í leynigöngin. Nornin fór inn í höllina og til herbergja drottningarinnar. Hún var kengbogin. Hún hélt um brjóstið. Með visnum höndum opnaði hún fílabeins- kistilinn, sem töfraspegillinn hvíldi í. „Speculum, speculum. Dei gratia. Hvern sérðu?” „Ég sé þig, frú. Og alla í landinu. Ég sé líkkistu.” „Hvaða lík hvilir í kistunni?” „Það sé ég ekki. Það hlýtur að vera Bianca.” Nornin, sem hafði verið hin fagra galdradrottning, lét fallast niður í stólinn, sem stóð við gluggann, sem í var agúrkugrænt gler. Lyf hennar og töfra- drykkur biðu til að lækna ellina, sem engillinn Lucifiel hafði lagt á hana, en hún snerti það ekki. t eplinu hafði verið brot af líkama Krists, oblátan helga, hið heilaga sakra- menti. Galdradrottningin tók biblíuna og opnaði hana af handahófi. Hún fylltist ótta, þegar hún las orðið: Resurgat. Það minnti á gler, kistan var úr mjólkurhvitu gleri. Þannig varð hún til: Hvítan reyk lagði upp af líkama Biöncu. Það rauk úr henni eins og af eldi, þegar vatnsdropar falla á hann. Oblátu- bitinn stóðfastur í hálsi hennar.Oblátan var eins og vatn á eld hennar, og það raukafhenni. Köld næturdöggin myndaðist og kuldinn jókst um miðnætti. Reykurinn fraus. Frostið varð að silfurvíravirki á reykkenndum ísnum, sem umlék Biöncu. Frosið hjarta Biöncu gat ekki brætt ísinn. Ekki heldur sólarlaus, græn móðan. Þarna sást hún liggjandi í kistunni. Sást gegnum glerið. Mikið var hún falleg, hún Bianca. Svört eins og íben- viður, hvít eins og mjöll, rauð eins og blóð. Trjágreinarnar slúttu yfir kistuna. Árin liðu. Rætur trjánna umluktu hana. Augu þeirra grétu flækjum og grænni kvoðu. Græn trjákvoðan harðnaði á kistunni eins og gimsteinar skreyttu hana. „Hver hvílir hér undir trjánum?” spurði prinsinn, þegar hann reið inn í rjóðrið. Gullinn máninn virtist koma inn i rjóðrið með honum. Gullið var hár hans, gullin brynjan og hvít satínskikkjan var skreytt gulli og dreyra og bleki og safírum. Hvítur hesturinn gekk yfir litlaus blómin, en þau réttu úr sér um leið og hófurinn steig af þeim. Skjöldur hékk við hnakknöfina, undarlegur skjöldur. Öðrum megin var ljónshöfuð, hinum megin lambs. Trén stundu og gríðarstórir munnar þeirra lukust upp. „Er þetta kista Biöncu?” spurði prinsinn. „Skildu hana eftir hjá okkur,” sögðu trén sjö. Þau toguðu í ræturnar. Jörðin skalf. Iskistan sporðreistist og sprakk. Bianca hóstaði. Oblátan hafði hrokkið úr hálsi hennar. Kistan sprakk i þúsund mola og Bianca settist upp. Hún leit á prinsinn og brosti. „Velkominn, ástin mín,” sagði Bianca. Hún reis á fætur, hristi hárið og gekk til prinsins á hvíta hestinum. En hún gekk inn í skugga, inn í purpuraherbergi, inn í blóðrautt herbergi þar sem loftið skar hana líkt og hárbeittir hnífar. Næst kom hún inn í gulan sal og þar heyrði hún grátstunur, sem nístu hlustir hennar innan. Hún hafði ekki líkama lengur, hjartað eitt barðist. Hjartslátturinn varð að vængjum tveim. Hún flaug. Hún var hrafn, hún var ugla. Hún flaug á logandi vegg. Hún brann varð hvít. Mjallhvit. Hún var dúfa. Hún settist á öxl prinsins og faldi höfuðið undir vængnum. Hún var ekki lengur svört, ekki rauð. „Byrjaðu lífið aftur, Bianca,” sagði prinsinn. Hann tók hana af öxl sér. Á úlnliði hans var far. Það var stjömu- lagað. Eitt sinn hafði það verið naglafar. Bianca flaug af stað, upp yfir lauf- þykknið. Hún flaug inn um glugga. Hún var komin til hallarinnar. Hún var sjö ára. Galdradrottningin, nýja móðir hennar, hengdi víravirkiskross um háls hennar. „Spegill,” sagði galdra- drottningin. „Hvern sérðu?” „Ég sé þig, frú,” svaraði spegillinn. „Og alla í landinu. Ég sé Biöncu.” iM Nýkomið úrval af glæsilegum kjólum, drögtum, buxnadrögtum m/pilsi, kvartjakkar og kápur. ^tærðir 42 - 56. horninu okkar höfum við mikið úrval af jólaskrauti, m.a. ný- lega aðventukransa, jólakúlur, ýmisskonar handgert bastskraut largt, margt f leira. . uilarhorninu er mikið úrval af hvers konar ullarfatnaði svo sem handprjónaðar peysur frá 320.00 kr. SENDUM HVERT Á LAND SEM ER 52. tbl. Vikan 2«

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.