Vikan


Vikan - 24.12.1981, Side 35

Vikan - 24.12.1981, Side 35
Erlent Það verður ekki af henni skafið að hún er fögur. Hún er líka heimsfræg og vellauðug. Og nú reynir Alessandra að feta í fótspor hennar. Olivia enn á ný Olivia Newton-John ier ekki dauð úr öllum æðum. Hún hefur nú breytt um hárgreiðslu og söngstíl og reynir að halda sér í takt við tímann. Síðasta platan hennar „Physical” og samnefnt lag stormuðu upp vinsælda- listana beggja vegna Atlantsála. Á „Physical” sýnir Olivia á sér nýja hlið. í stað rólegu ástar- söngvanna syngur hún mun rokkaðri og kraftmeiri lög og kemst bara vel frá því Olivia er orðin býsna reynd í faginu. Hún er 33 ára, fædd í Englandi, uppalin í Ástralíu en nú búsett í Bandaríkjunum. Hún varð snemma söngelsk og stofnaði stelpuhljómsveit þegar hún var 13 ára. Þegar hún var 17 vann hún söngkeppni og verðlaunin voru ferð til Englands. í London kynntist hún Bruce Welch gítarleikara The Shadows. Hann hafði sambönd og opnaði henni leiðina inn í breska skemmtana- bransann þar sem samkeppnin er hörð og mikil. Fyrsta lagið sem hún söng til vinsælda var Dylan-lagið „If Not For You”. Hún hafði lengi verið þekkt söngkona í Bretlandi þegar hún ákvað að flytjast til Banda- ríkjanna og þar var ekki fyrr en með „Grease” og „You’re The One That I Want” að hún öðlaðist heimsfrægð í gervi bandarísku táningsstúlkunnar frá 6. áratugnum. Oliviu dreymir nú um að fá að spreyta sig á skapgerðarhlut- verki i kvikmynd og sagan segir að það tækifæri sé i sjónmáli. 52. tbl. Vikan 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.