Vikan


Vikan - 24.12.1981, Qupperneq 36

Vikan - 24.12.1981, Qupperneq 36
 (r. -"-4 Fimm míHútur meö Willy Breinholst tr@7 \Vj Heimsókn á glæsilegt heimili Það er alltaf gaman að sjá hvernig aðrir búa, sjá ný heimili, fá nýjar hugmyndir, nýja strauma. Við Maríanna hlökkum alltaf óskaplega til þegar okkur er boðið til fólks sem við höfum ekki komið til áður. Eins og til dæmis um daginn, þegar við komum í fyrsta skiptið til nýju vinanna okkar, Nabelkrantsfjölskyld- unnar, sem við hittum á hóteli í Palma á Mallorka. — Já, verið þið svo velkomin og gangið í bæinn og látið bara eins og þið séuð heima hjá ykkur! sagði Nabelkrants þegar hann tók á móti okkur með bros á vör. Það var strax komin þægileg stemmning. — Nei, sagði Maríanna áður en hún var búin að losa sig við yfirhöfnina, en hvað þetta er nú annars yndislegt veggteppi. Er þetta rýa? — Já, sagði frú Nabelkrants og kinkaði kolli, við keyptum þetta í Finnlandi þegar maðurinn minn var á ráðstefnu þar, þetta er einmitt sama mynstur og á teppinu sem finnski forsetinn hefur hangandi á veggnum bak við skrifborðið sitt. — Þú segir ekki? Ég féll í stafi af hrifningu yfir gamalli eikarkistu, sem var málmslegin. — Ég þori að veðja að þessi kista er ekki minna en tvö hundruð ára gömul, sagði ég. 1762, sagði Nabelkrants, ég fann hana á uppboði á Jótlandi einu sinni. Fólkið úti á landi hefur ekki hundsvit á gömlum kistum. Maðurinn sem seldi mér hana hafði notað hana til að geyma útsæði í! Ég fékk hana á 98 krónur! — Já, og ef þú keyptir hana hjá fornminjasala núna yrðir þú að blæða að minnsta kosti 2000 krónum, sagði ég svona til að komameð tilgátu. — Það er ekki svo fjarri lagi, sagði Nabelkrants. Siðan fórum við inn í stofu. En hvað þetta er dásamlegt teppi, sagði Maríanna. Er þetta Hamadan? Eða Tabris? — Nei, þetta er Bidjar. Við erum eiginlega nýbúin að fá það. Þú veist ekki hvað það er erfitt að finna nákvæmlega það rétta. Við eigum teppi fyrir að minnsta kosti hundrað þúsund krónur hér heima! En þú veist hvernig það er þegar maður kaupir ekta teppi! — O, sagði ég, það hlýtur að vera dýrt spaug. — Nefndu það ekki! sagði Nabelkrants og brosti, við erum að minnsta kosti ánægð með teppið og það er það sem skiptir máli. Nabelkrants, og ef maður á nokkrar krónur aflögu í vasanum þá skemmast þær ekki ef maður setur þær í teppi. Það er að minnsta kosti skárra en að horfa á eftir annarri hvorri krónu beint í skattana. — Hefurðu séð þetta? greip Maríanna fram í og togaði i handlegginn á mér, sjáðu Sevreslampann þarna! Einmitt eins og ég hef alltaf óskað mér. Hann er nú líka frábær. Þetta er Sevres, er það ekki? — Það hefði maður nú haldið, mín kæra! sagði frú Nabelkrants brosandi, maðurinn minn fann hann í Frakklandi í fyrra. Hann hafði verið í höll í Clermont — Ferrand. Hann heldur því nú fram að hann hafi fengið hann á 800 krónur, en... — Heppelwhite! hrópaði ég upp yfir mig og leit inn í borð- stofuna, ja, það er eitthvað við svona húsgögn sem maður bara stenst ekki. Við erum reyndar sjálf með borð- stofuna i Heppelwhite stíl. En ég — Já, og svo heldur það verð- gildi sínu, samsinnti ég. — Einmitt, sagði 36 Vlkan SZ. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.