Vikan


Vikan - 24.12.1981, Qupperneq 39

Vikan - 24.12.1981, Qupperneq 39
12. hluti Framhaldssaga var að tala saman vegna hávaðans frá tónlistinni, og inn í næsta herbergi, þar sem allt var með rólegri blæ, engin tón- list, aðeins fólk að spjalla í dreifðum hópum. — Katja! sagði hann með angist í augnaráðinu. — Þú vilt ekki einu sinni gefa mér tækifæri. — Þetta er vonlaust, Jonas, sagði hún þreytulega. — Ég er köld, dauð. Ég get hvorki gefið né þegið. — Hefurðu nokkurn tíma reynt það? Ég á við eftir atvikið með Sven-Ame? Hún andvarpaði. — Fyrir einu ári var ég með karlmanni. Það gekk ekki. Ég flúði, þegar hann reyndi að kyssa mig. — Þótti þér vænt um hann á sama hátt og mig núna? — Ó, nei, sagði hún umhugsunar- laust. — Ég á við ... Nei, þetta gengur aldrei, Jonas, það er betra að slíta sam- bandi okkar núna, áður en það kemst á alvarlegra stig. Við mundum aðeins særa hvort annað. — En jólin, Katja! Ég var farinn að hlakka til að eyða þeim með þér. Það er svo langt síðan mig hefur langað til að gefa nokkrum jólagjafir. Ég var meira að segja búinn að kaupa... Löngunin leyndi sér ekki i svip hennar, en svo hristi hún höfuðið ákveðið. — Þú veist sjálfur, að þetta er von- laust. Vináttan nægir okkur ekki. Fyrr eða síðar mundum við ganga lengra, og . . . trúðu mér, Jonas, vonbrigðin yrðu algjör. Ég get ekki. Ég þori ekki. Og síst af öllu vil ég særa þig. — Katja, því ertu svona ... 1 sama bili heyrðist kunnugleg rödd: — Halló, Katja, þú hefur þá ákveðið að koma þrátt fyrir allt. Það var Göran í fylgd með vinstúlku sinni. Katja kynnti Jonas fyrir þeim og lét sem hún sæi ekki gremjusvip hans. Sjálf var hún fegin trufluninni. Jonas hafði einstakt lag á að telja henni hug- hvarf, og nú ætlaði hún að halda fast við ákvörðun sína. — Jæja, svo þetta er Jonas Callen- berg, sagði Göran vingjarnlega. — Katja hefur sagt mér margt um þig. Hún virðist bara dýrka þig sem hetju. Nú, nú, hvers vegna ygglirðu þig, Katja mín? — Fífl! hvæsti hún milli samanbit- inna tannanna, en gætti þess, að aðeins Göran heyrði. Jonas virti Göran fyrir sér. Ekki sér- lega spennandi í útliti og greinilega einn af þeim, sem aldrei mundi láta sjá sig án jakka og bindis, nema líf lægi við. Samt sem áður var hann hreint ekki ógeðugur, sem raunar var ekki við að búast, þar eð Katja hafði valið hann að vini. Og nú bættust Svantesson forstjóri og vinkona hans I hópinn. Kötju hafði allt- af geðjast illa að þeirri stúlku. Hún var eftirlætisbarnr sem alltaf vildi vera númer eitt, en skorti hæfileikana til þess, að minnsta kosti á listræna sviðinu. Hún taldi sér greinilega ávinning að þvi að hafa ríkan forstjóra upp á arminn. Svantesson fór ekki dult með það, að hann taldi sig talsvert hátt yfir þennan félagsskap hafinn. Illkvittnin blossaði upp í honum, þegar hann sá þau Jonas og Kötju, og hann brann I skinninu að ná sér niðri á þeim. Allt, sem hann hafði orðið að ganga i gegnum síðustu dagana, var einmitt þeim að kenna, og nú skyldu þau fá að finna fyrir þvi, að hann gat bitið frá sér ef því var að skipta. Og nú fóru í hönd einkennilegar sam- ræður. Svantesson forstjóri beindi skeyt- um sínum einkum að Kötju, sem honum fannst hafa brugðist sér illilega. Og Katja skaut miskunnarlaust til baka, hún fyrirleit þennan sjálfbirgingslega vindhana, og henni gramdist sárlega, að svo virtist sem ekkert ætlaði að sannast á hann. En hann skyldi að minnsta kosti ekki hafa betur i samræðum. Göran leist ekki á blikuna. Hann reyndi eftir fremsta megni að beinasam- ræðunum inn á hættuminni brautir, en Svantesson fann jafnóðum ný tækifæri til að munnhöggvast við Kötju. Göran ákvað að reyna einu sinni enn: — Engin ferðalög á döfinni hjá for- stjóranum? spurði hann kurteislega. — Nei, svo er þessum tveimur fyrir að þakka, að ég mun ekki geta erindað erlendis enn um sinn. En það stendur varla lengi. Ég get borið höfuðið hátt, eins og allir vita, sem á annað borð þekkja mig. Nú vonast ég bara til að fá LYSTADÚNVERKSMIÐJAN Dugguvogi 8—10 sími 84655 HÚSGÖGN FYRIR BÚRN 0G FULLORÐNA eftir okkar fyrirmynd eða ykkar 52. tbl. Vikan 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.