Vikan


Vikan - 24.12.1981, Qupperneq 49

Vikan - 24.12.1981, Qupperneq 49
GIRNDAR LEGT GÓÐGÆTI — fýsnafæði frægra kvenna Hungraðir elskendur hafa um aldaraðir bruggað mökum sínum hollfæði, mat og drykk sem átti að vekja blundandi fýsnir og skerpa holdið til dáða. Reyndar snæða ástleitin pör ekki lengur skarp- kryddað krókódílakjöt eins og kunnáttu- samir Rómverjar gerðu á öldum áður. Miðaldamenn hámuðu í sig hjartar- punga og hanakamba áður en hvílu- brögð hófust en ekki tíðkast sá siður lengur. Lostæti þykir samt sem áður vel til fallið að kynda ástarbálið, ennþá gildir magamálið. Aðeins örfáir bunu- lækjarandstæðingar hafa annan hátt við að komast í svellandi stuð, þeir kveikja bara á vídíóinu. Enn þykja kúlusveppir góðir fyrir andann og holdið, þeir voru I hávegum hafðir þegar á rókókó-tímanum. Þessa bragðmiklu sveppi notaði hinn heims- frægi franski matargerðarlistamaður Escoffier til að reiða fram sérrétt fyrir elskendur. Ekki er ólíklegt að hann hafi ennfremur ráðlagt þeim að sporðrenna svo sem eins og einni tylft af ostrum. Neysla ætiþistla (sem nefnast einnig bakkusarplöntur), spergla eða flatbauna örvar menn til innanhússævintýra. Sóllaukur og anís ýta vel við æxlunar- fýsninni og í sumum tilfellum geta venjulegar matarkryddjurtir komið að notum. Eða eins og náttúru- fræðingurinn Mattiolus orðaði það á miðöldum: „Baldinn verður sá er bleik- jurtar neytir." Sams konar staðhæfing heyrist stundum um seljurótina. Manneldisfræðingar nútímans telja engar sönnur hafa verið færðar á ertandi áhrif þessara náttúruafurða sem við höfum hér talið fram. Þeir munu þó ekki frábitnir þeirri kenningu að rétt samsett fæði sem inniheldur mikið af eggjahvítu- efnum efli kyngetuna. Þær sögufrægu meyjar sem skrifaðar eru fyrir eftir- töldum ástarréttum vissu þetta. Upp- skriftir þeirra, allt frá Madame Pompadour til Marilynar Monroe, eru auðugar af eggjahvítu. 52. tbl. Vikan 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.