Vikan - 03.06.1982, Síða 40
Texti: Fríöa Björnsdóttir Myndir:RagnarTh.
„ V firleitt eru þeir stilltir og góöir
en alltaf eru einhverjir sem ekki vilja
láta bursta sig, klippa eöa snyrta. Ég
verö þá bara aö setja á þá múlinn því
allur er varinn góöur. Eg læt þá vita að
þaö er ég sem ræö ferðinni og ætla mér
aö stjórna. Þeir lyppast þá venjulega
niöur og fara aö láta að stjóm. En oft
hef ur þó verið glefsað í mig. ’ ’
Varla getur þaö veriö venjulegur
rakari eöa hárgreiöslukona sem lýsir
viðskiptavinunum á þennan hátt. Svo
er heldur ekki. Þetta er Sonja Felton
sem klippir ekki eöa snyrtir fólk
heldur poodle-hunda. Sonja býr meö
fjölskyldu sinni og tveimur vel
snyrtum poodle-tíkum suöur í Hafnar-
firöi og bera þær handbragði
húsmóöur sinnar gott vitni.
Var dagmamma
fyrir poodle-tík
En hvernig vaknaði áhugi Sonju á
hundum og síðan snyrtingu þeirra?
„Eg hef alltaf haft mikiö gaman af
dýrum. Þegar ég var krakki átti ég
hund. Þá bjó ég úti í Bandaríkjunum
og var þar til 13 ára aldurs. Þegar
heim kom fannst mér undarlegt aö
hundahald skyldi vera bannaö og
langur timi leiö þangaö til ég eignaöist
hund á nýjan leik.
Einn góöan veöurdag sá ég auglýs-
ingu í Dagblaöinu þar sem óskaö var
eftir dagmömmu fyrir hund. Eg
hringdi og fékk starfið. Ég passaöi
hundinn frá hálfníu á morgnana og
fram til hálfsex á kvöldin, rétt eins og
venjulegar dagmömmur gera meö
bömin sín. Þetta var fyrir fjórum
árum. Endirinn varö sá aö fólkið sem
átti hundinn — tíkina gat ekki haft
hana og viö gátum ekki hugsað okkur
aö láta hana fara neitt annaö svo viö
tókum hana alveg aö okkur. Þetta er
Tina, eldri tíkin okkar. Hún eignaöist
síöar fimm hvolpa og þaö er einn
þeirra, Perla, sem hér er líka.
Síöan tók ég þátt í stofnun Poodle-
klúbbsins sem er deild í Hundaræktar-
félagi Islands. Til okkar kom sérfræö-
ingur 1980. Hún heitir Ebba Aalegaard
og var hún fengin hingaö til þess aö
aöstoöa okkur á ýmsan hátt og fræöa
okkur um hitt og þetta varðandi hund-
ana og ræktun þeirra. Eftir aö ég hafði
hitt Ebbu vaknaöi áhugi minn á því aö
læra aö klippa og snyrta poodle-hunda.
Ef það er ekki gert líta þeir aö lokum
út eins og rollur, háriö verður sítt og
krullaö og einn flóki.”
Klippt og snyrt
í Danmörku
„Fórstu svo aö læra hundasnyrt-
ingu?”
„Ebba Aalegaard er meö hundabú
og snyrtistofu fyrir hunda á Jótlandi.
Eg spuröi hana hvort hægt væri aö
komast til hennar og fá aö fræöast þar
um snyrtinguna og sitthvaö fleira og
þaö var auðsótt mál. I maí í fyrra fór
ég síðan utan og var hjá henni í tvo
mánuði. Það var fátt starfsfólk hjá
henni um þessar mundir svo mér gafst
Sonja Felton er hér meö einn viðskiptavininn og þótt hann sé góðlegur á svipinn getur verið öruggara að
hafa á honum múlinn.
Sumir vidskipta-
vinirnir bíta!
— segir Sonja Felton sem hefur kynnt sér hvernig á að klippa og snyrta hunda
tækifæri til þess að vinna aö flestu sem
þarna fer fram, jafnt aö snyrtingunni
sem og aö umönnun hundanna, og svo
fór ég líka á svokallaö ring-training
námskeiðhjáhenni.
I Danmörku er hundasnyrting
tveggja ára nám og þaö þarf aö
komast á samning rétt eins og þegar
fólk lærir til dæmis hárgreiöslu eöa
aðra iön. Aftur á móti veit ég að hægt
er aö fá réttindi til hundasnyrtingar í
Bandaríkjunum eftir 8 vikna nám-
skeiö. En það gengur nú allt svo fljótt
fyrir sig í Bandaríkjunum,” segir
Sonja og hlær viö.
F'lest okkar þekkja líklega poodle-
hunda „í sjón”. Þeir eru litlir, krull-
aöir og yfirleitt annaöhvort hvítir,
steingráir eöa svartir, aö minnsta
kosti hér á landi. Reyndar eru þeir til í
fleiri litum. En förum ekki lengra út í
þá sálma hér. Viö biöjum Sonju aö
segja okkur svolítiö frá háralagi
þessara hunda og hvers vegna
40 Vikan 22. tbl.