Vikan


Vikan - 29.09.1983, Page 17

Vikan - 29.09.1983, Page 17
VAR ÍSLANDS hvaö ég vildi fá í jólagjöf. Ég baö hann um aö gefa mér gamla skattholið hans afa, sem var þá í geymslu og orðið ansi illa á sig komið. Pabba fannst þetta alveg ómöguleg jólagjöf, fór og keypti aðra, en lét senda mér skattholiö engu að síður. í einni skúffunni, innan um gamalt pappírsdrasl, fann ég bréf sem afi minn haföi fengið. Ég bað íslenska vinkonu mína, Sigurdís Pétursdóttur, sem ég kynntist nú einfaldlega vegna þess að ég var í íslenskri lopa- peysu á götu í Quad-City, að lesa fyrir mig bréfið. Þá kom í ljós að það var frá Þórhalli nokkrum Sigurðssyni sem kallaði afa minn frænda sinn. Ég skrifaði bréf til hans og sendi það á Landsbóka- safnið í Reykjavík því aö í bréfinu stóð að hann ynni þar. Stuttu seinna fékk ég bréf til baka frá Finnboga Guðmundssyni sem sagði mér að Þórhallur væri látinn en bréfinu hefði verið komið til frænda hans og að ég myndi heyra frá honum bráðlega. Síðan fékk ég lista yfir þennan hluta af ætt minni, nöfn og heimilisföng, og smám saman fór að koma mynd á ættartréðmitt. Eftir aö ég fór að kynnast ís- lensku fólki komst ég að því að ég hafði lagt rækt við ýmsa íslenska siði án þess að hafa hugmynd um þaö. Ég hafði í mörg ár bakað íslenskar pönnukökur, kleinur, vínartertu og ennfremur var ég farin að komast upp á lag með aö baka laufabrauð. Það má því segja að Laxness- bókin í ruslafötunni og skattholið hans afa hafi valdiö straumhvörf- um í lífi mínu. Núna geymi ég öll gögn um íslenskan uppruna minn í þessu skattholi og maðurinn minn, Stephan Backmeyer, kallar það „musterið hennar LaDonnu”. En því miður hefur mér ekki gengið eins vel að finna ættingja ömmu minnar, Guörúnar Jónasdóttur. Skýringin á því er sú að öll fjöl- skylda hennar fluttist til Ameríku, TEXTI: HRAFNHILDUR LJÚSMYND: RAGNAR TH. 00 "? W utan ein systir. Hún átti eitt barn og mér hefur nú vonandi tekist að hafa uppi á einum ættingja hennar, Þórði Kárasyni. Faðir hennar ömmu hét Jónas Daníels- son en hún var alin upp af hjónum á Skógarströnd. Nafn konunnar var Málfríður og skírði amma einmitt eina dóttur sína eftir henni. Því miður hefur mér ekki tekist aö komast að fleiru um þetta fólk en ég er þó ekki búin að gefast upp. Þetta hefur allt veriö háð tilviljunum og hver veit. Fann samfellda lofgjöró um ís- lenskan lækni í Nebraska, sem var boðið í Hvíta húsið. Það sem framundan er, þegar ég fer heim til Quad-City í Illinois, er að halda áfram með söguna af frumbyggjunum við Mouse-River. Ég hef ennfremur skrifað bæði ljóð og smásögur í tímarit og ætla mér aö halda því áfram. Ennfremur hef ég hug á því aö þýða íslenskar smásögur úr dönsku yfir á ensku. Því miður hef ég ekki enn tök á því aö þýða úr íslensku en þaö kemur smám saman. Svo rakst ég eitt sinn á frásögn sem vakti áhuga minn á annarri íslenskri konu, sem þó er ekkert skyld mér. Ég var að fletta tímaritum á háskólabókasafninu í Augusdana, þar sem maðurinn minn vinnur, þegar ég fann The American Magazin frá 1927, sem var mjög útbreitt blað á sínum tíma. Þar sá ég grein sem var samfelld lofgjörö um hinn dáða íslensk-ameríska lækni sem vann við mjög frumstæðar aðstæður í Nebraska. Þaö reyndist þá vera kona, hún var kölluð Harriet McGraw en heitir líklegast Hrefna Guðmundsdóttir á íslensku. Hún kom meö íslenskri fjölskyldu sinni sem barn til Kanada en missti foreldra sína og þurfti að sjá um sig sjálf. Smám saman tókst henni að vinna sig upp, fyrst sem hjúkrunarkona, seinna sem læknir og árið 1936 var hún orðin svo fræg að orðstír hennar barst til Roose- velts forseta og Eleanor konu hans. Þau buöu henni þá til Hvíta hússins og eftir þetta varð hún hálfgerð þjóðsagnapersóna í Ne- braska. Ég fékk bréf birt í dag- blaði þar um slóðir, þar sem ég auglýsti eftir upplýsingum um þessa merkilegu konu. Stuttu seinna flæddi yfir mig þvílíkt magn af svarbréfum að mér varð orðfall. Ég vonast því til þess að hafa bráðlega tíma til að skrifa bók um hana. Við margbáðum Halldór Laxness afsökunar á tiltækinu! Þar sem ég hef nú sagt frá því hvernig áhugi minn á Islandi vaknaði get ég ekki látið hjá líða að segja frá því hvað þessi píla- grímsför mín hingað til lands endaði á stórkostlegan hátt. Ég var að koma frá því að heimsækja ættingja mína í Dalasýslu og á leiðinni suður keyrðum við til Þingvalla. Á leiðinni þaðan til Reykjavíkur segir Dísa vinkona mín mér að viö séum að nálgast hús nóbelsskáldsins sjálfs og spyr hvort mig langi til að heilsa upp á þennan mann sem ég hafi lengi haft svo mikið dálæti á. Eftir nokkrar umræöur verður það úr aö við keyrum upp að húsinu. Þegar Halldór Laxness birtist svo í dyrunum féll okkur allur ketill í eld og við margbáðum hann afsökunar á þessu tiltæki. En hann tók svona ljúflega á móti okkur, bauð okkur inn í kaffi og þar sagði ég honum alla sólarsöguna um bókina í ruslafötunni. Hann haföi bara gaman af því og einnig því aö prófessorinn minn í Ameríku hafði þvertekiö fyrir að þaö þýddi að skrifa svo frægum manni sem honum. Ég fengi aldrei svar við því. Ég fékk síðan að taka mynd af Halldóri Laxness, til sanninda- merkis, því að atburður sem þessi gæti aldrei gerst í Ameríku. Þetta varö því ákaflega óvæntur og ánægjulegur endir á annars fróðlegu ferðalagi um ættjörð for- feðraminna.” , _ 39. tbl. Vikan 17

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.