Vikan


Vikan - 29.09.1983, Síða 19

Vikan - 29.09.1983, Síða 19
laugardaginn. Þetta er til aö tryggja aö þú farir ekki í stangaveiði! Þú veist hvað á aö gera. Þú veist þaö alltaf! Ég ætla líka að reyna aö hringja í þig- Fullt af ástarkveðjum, Laurel. Kevin stakk bréfinu í vasa sinn. Skriftin hafði gert hann órólegan. Hann hafði undirstrikaö orðin áhygjur og alt, mundi eftir at- vikum áður, þegar Laurel haföi sýnt þann óskýranlega ávana að sleppa úr tvöföldum staf þegar eitthvað hvíldi þungt á henni. Hann vissi að eitthvað var meira en lítið í ólagi. Hann vissi líka að hann var ekki að bregðast of hart við. Hann hafði hringt í skólann til Laurel, bæði eftir símtalið kvöldið áður og um morguninn eftir að bréfiö kom. En enginn gat haft uppi á henni. Og það sem meira var, hvorki kennarinn hennar né deildarstjórinn vissu hvar hún var! Kevin ákvað að fara til Laurel, sannfærður um að hún gæti ekki komið til hans. Starf hans hafði gagntekið hann og veitt honum mikið. Auk þess hafði hann getað helgað Laurel miklu meiri tíma því að hann hafði starfað á skólaárinu. Þau höfðu aldrei sýnt hvort öðru áberandi ástúð. Skyndilegur dauði Mörtu hafði gert Kevin frábitinn öðrum konum og tiltölulega form- fastan við Laurel. En ný gagn- kvæm virðing hafði þróast meðan á dvöl þeirra hér hafði staöið. Svo að þessi skyndilega, óþekkta ógn haf ði fyllt hann ugg. VIÐ GRAND Central Station í New York kallaði hann á leigubíl og hallaöi sér aftur, þerraði rakt ennið með vasaklút. Tveim götum fjær stansaði bíllinn vegna syngjandi mann- mergðar. Hvitir og svartir höfðu safnast saman í miðborginni og margir héldu veifum á lofti. Um- ferðin á götunni sat föst. „Hvað gengur á?” spurði Kevin, laut fram til aö skoða mannþröngina. „Enn einar mótmælaaðgerðir, hugsa ég,” drafaði leigubíl- stjórinn, velti leifunum af dauðum vindli um munninn. „Maður skyldi ætla aö þessir krakkar hefðu getaö klagað á öðrum tíma! Hvern langar til að vera með mót- mælaaðgerðir íNew Yorkí júlí?” Kevin hnyklaði brýnnar, gramur yfir hópnum og leigu- bílstjóranum sem hafði slökkt á vélinni og sat og bankaði í stýrið með fingrunum. „Geturöu ekki flautað eða eitthvað?” lagði Kevin gremju- lega til. „Nei. Ég kæri mig ekki um að einhver stúdentsruddi brjóti í sundur bílinn!” Argur staröi Kevin á næstu veifu sem bar áletrunina SVGO. Hann haföi nýlega rekist á þessa skammstöfun í dagblaði og sjón- varpi. Hann pírði augun meðan hann rifjaði það upp: Samtök — til verndar — geðheilsu okkar. Síðhærður, skeggjaöur, hörundsdökkur unglingur í bol, gallabuxum og íþróttaskóm settist á vélarhlífina og bar skilti upp að framrúðunni. Þar stóð: Geislavirkni — arfleifð okkar til barna okkar? Undir því: SVGO. Leigubílstjórinn bölvaöi gagns- lítið. Loks taldi kraftalegur lög- regluþjónn með hvítan hjálm há- stemmdan stúdentinn af þessu með aðstoð kylfu. Kevin velgdi við æsingi stúdentanna. Og hann var dapur. Æst andlitin í þvögunni hjá bílnum tilheyrðu fólki á aldur við Laurel og í sama þjóðfélagshópi. Loks ruddi lögreglan götuna. Um það leyti sem leigubíllinn komst aö stúdentagörðunum límd- ist skyrta Kevins við bak hans og gremja hans var jafnmikil og óþolinmæðin. Öll borgin, hugsaði hann, virðist við suðumark. DEILDARSTJORINN átti von á honum og vísaði honum á húsið þar sem kennari Laurel í um- hverfisfræði starfaði. Margo Cardenas var lítil, löguleg og falleg. Kevin áleit að hún hlyti að hafa eitthvert mexíkanskt blóð í æðum. Olífubrún húðin var mikið útitekin, hvítur, ermalaus kjóll undirstrikaði dökka fegurð hennar. Þrátt fyrir hvað honum var mikið niðri fyrir gat hann ekki varist því að dást að stórum augum fyrirlesarans og þrýstn- um, nautnalegum vörunum. Blá- svart hárið féll óaðfinnanlega niður á sléttar axlirnar. „Hr. Driscoll. Við höfum ekki hist áður. Ég held að ég hafi verið fjarverandi á námskeiði þegar þú komst síðast hingað í skólann. Mér þykir fyrir því.” „Mér þykir líka ákaflega fyrir því, ungfrú Cardenas,” svaraði Kevin innilega. Handtak hennar var hlýtt og þurrt. Ilmvatnið fínlegt. Hún hafði greinilega valið það af umhyggju. Hún vísaði honum á stóran leðurhægindastól á skrifstofu sinni. Hún stóð andspænis honum, loftræstingin bærði pilsið við fætur hennar. „Ég er hrædd um að ég viti ekki hvar Laurel er, hr. Driscoll. Fyrst talaöi ég við sjúkradeildina, hélt að hún væri kannski þar. En. . . ” „Áttu við að hún hafi ekki sótt fyrirlestra upp á síðkastið?” „Hún sleppti úr síöustu þremur fyrirlestrum, ef ég man rétt, hr. Driscoll. Það er ekki líkt Laurel. Hún haföi svo mikinn áhuga á faginu.” „Hafði?” Margo Cardenas settist í stólinn á móti, krosslagði leggina settlega og slétti úr pilsinu sínu meö sólbrúnum, vandlega snyrtum fingrum áöur en hún bætti við: „Laurel hefur hegðað sér allundarlega upp á síðkastið, verið nærri því annars hugar, skilurðu?” „Eg er hræddur um aö ég skilji það ekki, ungfrú Cardenas. Ég hef ekki hitt dóttur mína nýlega. En hún hefur verið — einkennileg. Fjarlæg.” Þegar hann rakti í stuttu máli símtalið og innihald bréfsins virtist Margo Cardenas bregða. Hún blés vandlega frá sér þunn- um reykjarstróki áður en hún sagði: „Gætum við rætt þetta yfir hádegisveröi, hr. Driscoll? Það leynir sér ekki að þér er ekki rótt. I hreinskilni sagt er ég forvitin — jafnvel ringluð. En það er hádegi »> „Mér þykir þetta leitt. Ég er að ræna frítíma þínum.” Kevin var afsakandi. „Hreint ekki, hr. Driscoll. En það eiga allir erfitt í New York í júlí. Þú ert kominn nærri því hundrað mílur. Þú hlýtur aö vera svangur. Vertu svo vænn aö segja já. Satt að segja er ég ekki hrifin af mötuneytinu hérna og það er sjaldgæft aö ég hitti fólk sem ekki er viðháskólann.” Kevin hikaði, strauk fingrun- um í gegnum ljóst, strítt hárið, slakaði svo nægilega mikið á til að brosa. „Gott og vel, ungfrú Cardenas. Ég þekki ekki víða til hér í borginni. Eiginlega ofbýður mér stærðin á henni.” Breitt bros hennar gerði honum rórra. „Ég þekki svalt, lítið veitingahús viö höfnina. Viö förum þangaö í bílnum mínum. Á leiðinni út skal ég spyrja fólk úr umhverfisfræðibekknum sem Laurel er í. Það veit kannski eitt- hvaö um hvar hún er niöurkom- in.” Kevin hélt dyrunum opnum svo að hún gæti gengiö á undan. Það var undarlegt, hugsaði hann, að Laurel skyldi ekki hafa nefnt Margo Cardenas í neinu bréfi sínu heim... ÞAU SNÆDDU hádegisverð á litlu veitingahúsi við höfnina með útsýni yfir Hudsonána og Margo talaöi almennt um lífið í skólanum og um hvað Laurel hefði verið fljót að aðlagast því. „Dóttir þín féll vel í hópinn, hr. Driscoll. Hún sagði mér oft að henni hefði fundist hún utangátta þegar hún byrjaði fyrst í háskólanum. Mér skilst sömuleið- is að það hafi ekki verið auðvelt fyrir þig að ala upp tánings- stúlku.” Kevin yppti öxlum, hlustaði ekki nema með öðru eyranu á hvað Margo sagöi, hafði enn áhyggjur af hvar Laurel héldi sig. En honum varð ósjálfrátt hlýtt til Margo Cardenas. Hún var ekki einungis ákaflega aðlaðandi heldur var þægilegt að vera í ná- vist hennar. Hann stóð sig að því að velta fyrir sér hvaðan hún væri. „Ég er búin að kenna við umhverfisfræðideildina alveg síðan ég lauk sjálf námi, hr. Driscoll — þó það virðist vera mörg ár síðan. Mér skilst að við séum skyldar sálir að minnsta kostiístarfi.” Hann brosti, útskýrði. „Ég fékk skógræktardelluna þegar ég var strákur. Faðir minn var skógar- vörður. Tré í Bretlandi eru illa komin þessa dagana. Við getum ekki ræktað nægilega mikið til að vera sjálfum okkur nógir. Okkur skortir landflæmið sem þiö hafið hér í Bandaríkjunum.” Margo þerraöi varir sínar sett- lega með munnþurrku. „Nákvæmlega hvað starfaröu, hr. Driscoll?” „Ég tilheyri litlum hópi manna — og kvenna — sem trúa því að framfarir í skógræktartækni muni auka nýtingu og gæði skóga okkar. Eg starfa beinlínis við umhverfis- fræði, erfðafræði og meinafræði. Stórbokkalegur titillinn er skóg- r æktarf r æðingur. ” „Það er stórkostlegt. Hluti af námi mínu þegar ég tók umhverfisfræðiprófið var um vernd skógi vaxinna svæða. Kannski getum við hist einhvern tíma seinna og skipst á skoðun- um?” 39. tbl. Vikan 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.