Vikan


Vikan - 29.09.1983, Qupperneq 22

Vikan - 29.09.1983, Qupperneq 22
UMSJÓN: ANNA Skógarferð Fyrir nokkrum árum var mjög í tísku að senda vini og kunningja í svokallaða „skógarferð” til að uppgötva innviði sálna þeirra. Ekki svo að skilja að menn væm sendir í gamla kirkjugarðinn (sem mun einna stærstur skóga á Reykjavíkursvæðinu) til að athuga hvort menn fæm að reyta arfa, syngja ástaróð eða hrekkja vegfarendur. Þessar skógar- ferðir vom byggðar upp á þeim sam-íslenska ferðamáta sem hentugastur er flestum: að sitja kyrr á sama stað en samt að vera að ferðast, eins og þjóðskáldið sagði— og fór svo sjálft. Nú þykir tímabært að rifja upp skógarferðir sams konar og skyld fyrirbæri, því nýjar vinakyn- slóðir em sjálfsagt ókannaðar enn. Gamla, góða skógarferðin byggðist upp á ákveðnum spurningum sem vísuðu veginn um ímyndaðan skóg, og síðan reyndi á spyrjanda og skógarferða- lang í því að túlka svörin. Til er önnur útgáfa þessa leiks, nokkuð keimlík, en þeim leik fylgir mjög nákvæm túlkun á svör- unum og sjálfsagt er að birta báðar útgáfurnar, skógarferðina og garðferðina, og síðan geta menn gert upp við sig hvort þeim þykir meira varið í. SKÓGA RFERÐIN 1. Sestu andspænis væntanlegum feröalang og segöu viö hann eitthvað á þessa leiö: „Þú ert kominn inn í skóg. Hvernig er skógurinn? Líttu í kringum þig, niður á jöröina og upp fyrir þig og segðu mér hvaö þú sérð.” Gættu þess vel aö ferða- langurinn segi allt sem honum liggur á hjarta og spyröu hann síðan hvort hann sé á stíg, hvernig stígurinn sé og biddu hann síðan aö halda áfram, eftir stígnum eða utan hans ef stígurinn er þá inni í myndinni. 2. Næsta vísbending frá þér er á þessa leiö: „Nú séröu lykil á jörðinni. Hvernig er þessi lykill og hvaö gerirðu við hann? Hvernig finnst þér hann?” Þetta er yfirleitt einfalt en þaö skiptir máli hvort lykillinn er tekinn meö eöa ekki og allir útúrdúrar eru prýðilegir. Þá er bara aö halda áfram. 3. „Næstkemur þúaövatnsfalli,” segir þú. „Hvernig er það?” Hérna skiptir ýmislegt máli. Er vatnsfallið stórt eða lítiö, straumhart eða lygnt, tært eöa gruggugt, er brú yfir það, stikl- ur eöa er það ófært (hægt að vaöa eöa ekki)? Leyfðu ferða- langnum aö tjá sig um vatns- fallið áður en þú ferð að fiska eftir frekari skýringum. Ekki spyrja leiöandi spurninga. Fáðu á hreint hvort viðmælandi þinn fer yfir eða ekki. 4. Þú lætur ferðalanginn halda áfram um skóginn: „Næst kemurðu að vegg. Hvernig veggur er þetta?” Hér skaltu leita eftir eins góðri lýsingu og þú getur, sem endranær, og reyndu síöan að finna út hvort veggurinn er ókleifur og hvort ferðalangurinn fer upp á hann, yfir eða framhjá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.